Selur fornfrægt leikhús í Stokkhólmi til bandaríska risans Live Entertainment

Athafnamaðurinn Kristján Ra Kristjánsson, sem hefur rekið og verið eigandi að leikhúsinu Göta Lejon í Stokkhólmi allt frá árinu 2008, hefur gengið frá sölu á fyrirtækinu til dótturfélags í eigu bandaríska risans Live Nation Entertainment sem er skráð í kauphöllina í New York. Ætla má að kaupverðið sé yfir einn milljarður króna.