Hafði betur í stríði við PayPal: „Þetta er ískyggileg ritskoðun sem við verðum að tækla“ Snorri Másson skrifar 12. janúar 2023 09:01 Breski blaðamaðurinn Toby Young, aðstoðarritstjóri The Spectator, var gestur á málþingi á Þjóðminjasafninu um helgina, þar sem tjáningarfrelsi var í brennidepli. Hann segir Vesturlönd kominn í mikinn vanda í þessum málaflokki og segir réttast að samfélagsmiðlafyrirtæki eftirláti notendum að ráða hverju þeir fylgjast með á miðlunum. Viðtal við Young má sjá hér að ofan í Íslandi í dag og hefst á mínútu tvö. Toby Young hefur verið áberandi í breskri blaðamannastétt áratugum saman og stendur nú í ströngu í baráttu sinni á vettvangi Free Speech Union. Viðtal við hann má sjá í innslaginu að ofan.Vísir/Freyr Young hefur alla tíð staðið í stöðugum blaðadeilum um allt á milli himins og jarðar en þær hafa aldrei verið eins heiftúðugar og eftir að Covid-19 kom til sögunnar. Ekki aðeins hefur Young sjálfur viðrað umdeildar efasemdir hvort tveggja um gagnsemi ákveðinna bóluefna og um aðgerðir stjórnvalda, heldur setti hann á fót sérstakan málfrelsissjóð til stuðnings þeim sem sætt hafa efnahagslegum afleiðingum vegna ummæla um veiruna. Búast mátti við pólitískri mótspyrnu við slíkri aðgerð, en Young bjóst þó ekki við því að greiðslumiðlunarfyrirtækið PayPal myndi loka reikningi sjóðsins hans, miðilsins hans og hans persónulega reikningi. Þegar það var gert, sagði Young fyrirtækinu stríð á hendur og að lokum fór það svo að PayPal afturkallaði aðgerðir sínar og opnaði reikningana aftur. Það var þó ekki fyrr en breski viðskiptaráðherrann beitti sér. „Af hverju var þetta fyrirtæki í Bandaríkjunum að skipta sér af almennri umræðu í Bretlandi? Hvernig kemur þetta þeim við? Af hverju taka þeir þátt í því sem virðist vera pólitísk ritskoðun í öðru landi?“ segir Young í samtali við Ísland í dag. Hann segir ritskoðunartilburðina á Vesturlöndum orðna sambærilega því sem þekkist í Kína, því ekki aðeins sé fólki úthúðað á samfélagsmiðlum fyrir ummæli, heldur sé nú farið í að gera bankareikinga þess óvirka. Það hafi til dæmis gerst á Covid-mótmælum í Kanada, þar sem reikningar rútubílstjóra hafi verið frystir. „Þetta er ískyggileg ritskoðun sem við verðum að tækla,“ segir Young. Blaðamennskan breytt Young segir að lýsa megi ákveðnum stjórnmálastraumum á Vesturlöndum sem móralískri vísindahyggju - og að það sé á hennar grundvelli sem það verði eðlilegt í huga fólks að ritskoða umræðu í stað þess að leyfa ólík sjónarmið, allt í nafni þess að vernda ákveðna hópa. „Þetta er samblanda af mikilli öryggisvitund sem er tekin allt of langt ásamt rugl woke-hugmyndafræði,“ segir Young. Ritskoðun sé álitin lausn ef ske kynni að það sem ritskoðað sé kynni að hafa einhver neikvæð áhrif á ákveðna hópa, jafnvel þótt fallist sé á að það sé ólíklegt. Toby Young hefur starfað sem blaðamaður í meira en fjörutíu ár og segir margt hafa breyst á þeim tíma. „Helsta breytingin er sú að þetta er orðið að virðulegri atvinnugrein. Þetta var það ekki. Blaðamenn voru eitt sinn í hrópandi andspyrnu við yfirvaldið, en ekki lengur. Nú fara þeir á sömu klúbbana, mæta í sömu matarboðin og fara í sömu skólana og stjórnmálamennirnir. Þeir eru orðnir hluti af ríkjandi yfirvaldi. Sem er skelfilegt frá sjónarhóli almennings,“ segir Young. Mjög vafasamt er að samfélagsmiðlafyrirtæki taki sér æ meira vald til að ritskoða pólitísk sjónarmið að sögn Young.Vísir/Freyr Alræðisleg ritskoðunartilhneiging tröllríður hinum enskumælandi heim að sögn Young vegna áhrifa frá Bandaríkjunum. Íslendingar eru að því leyti óhultir að þeir hafa eigin þjóðtungu, en þó kveðst blaðamaðurinn breski hafa orðið var við talsverðan áróður, eins og hann kallar hann, þegar kemur að loftslagsmálum. Á því sviði ríki kannski ekki næg tortryggni á meðal landsmanna. Öflugustu miðlunarveitur heims taka sér lögregluvald Málþingið var haldið á vegum samtaka sem kalla sig Málfrelsi og þar var yfirskriftin „Í þágu upplýstrar umræðu.” Arnar Þór Jónsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi héraðsdómari er á meðal þeirra sem stóð fyrir málþinginu og hann setti það með inngangsræðu. Kristinn Hrafnsson ritstjóri WikiLeaks forfallaðist vegna veikinda, en hann ætlaði að fjalla um herferð sína um Suður-Ameríku, þar sem hann hefur verið að afla málstaðar Julian Assange fylgis. Assange hefur undanfarin ár verið í haldi á Bretlandi en bandarísk stjórnvöld krefjast framsals á honum vegna umfjöllunar um trúnaðargögn bandaríska hersins. Svala Magnea Ásdísardóttir hljóp í skarðið fyrir Kristin. Einnig tók til máls Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem gerði stöðu og málfrelsi Kúrda að umfjöllunarefni í mjög fróðlegu erindi. „Ef það er látið óátalið að öflugustu miðlunarveitur heimsins taki sér lögregluvald með þessum hætti, hvenær verður búið að þrengja svo að málfrelsinu að við getum ekki lengur litið svo á að við búum í frjálsu þjóðfélagi?“ skrifar Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra.Vísir/Freyr Ögmundur hefur gagnrýnt sífellt hertari ritskoðunartilburði bandaríska samfélagsmiðlarisa - og skrifaði í grein í tilefni málþingsins: „Ef það er látið óátalið að öflugustu miðlunarveitur heimsins taki sér lögregluvald með þessum hætti, hvenær verður búið að þrengja svo að málfrelsinu að við getum ekki lengur litið svo á að við búum í frjálsu þjóðfélagi? Getur verið að við stöndum þegar á krossgötum að þessu leyti?” Tjáningarfrelsi Bretland Twitter Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tjáningarfrelsið stendur á krossgötum Félagasamtökin Málfrelsi – samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi, voru stofnuð af litlum en samheldnum hópi fólks sem ég tel nú meðal bestu vina minna. Við kynntumst í gegnum baráttu gegn þöggun og ritskoðun gagnvart þeim sem hafa lýst efasemdum um réttmæti margra þeirra aðgerða sem var gripið til á síðustu þremur árum. 11. janúar 2023 10:31 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira
Viðtal við Young má sjá hér að ofan í Íslandi í dag og hefst á mínútu tvö. Toby Young hefur verið áberandi í breskri blaðamannastétt áratugum saman og stendur nú í ströngu í baráttu sinni á vettvangi Free Speech Union. Viðtal við hann má sjá í innslaginu að ofan.Vísir/Freyr Young hefur alla tíð staðið í stöðugum blaðadeilum um allt á milli himins og jarðar en þær hafa aldrei verið eins heiftúðugar og eftir að Covid-19 kom til sögunnar. Ekki aðeins hefur Young sjálfur viðrað umdeildar efasemdir hvort tveggja um gagnsemi ákveðinna bóluefna og um aðgerðir stjórnvalda, heldur setti hann á fót sérstakan málfrelsissjóð til stuðnings þeim sem sætt hafa efnahagslegum afleiðingum vegna ummæla um veiruna. Búast mátti við pólitískri mótspyrnu við slíkri aðgerð, en Young bjóst þó ekki við því að greiðslumiðlunarfyrirtækið PayPal myndi loka reikningi sjóðsins hans, miðilsins hans og hans persónulega reikningi. Þegar það var gert, sagði Young fyrirtækinu stríð á hendur og að lokum fór það svo að PayPal afturkallaði aðgerðir sínar og opnaði reikningana aftur. Það var þó ekki fyrr en breski viðskiptaráðherrann beitti sér. „Af hverju var þetta fyrirtæki í Bandaríkjunum að skipta sér af almennri umræðu í Bretlandi? Hvernig kemur þetta þeim við? Af hverju taka þeir þátt í því sem virðist vera pólitísk ritskoðun í öðru landi?“ segir Young í samtali við Ísland í dag. Hann segir ritskoðunartilburðina á Vesturlöndum orðna sambærilega því sem þekkist í Kína, því ekki aðeins sé fólki úthúðað á samfélagsmiðlum fyrir ummæli, heldur sé nú farið í að gera bankareikinga þess óvirka. Það hafi til dæmis gerst á Covid-mótmælum í Kanada, þar sem reikningar rútubílstjóra hafi verið frystir. „Þetta er ískyggileg ritskoðun sem við verðum að tækla,“ segir Young. Blaðamennskan breytt Young segir að lýsa megi ákveðnum stjórnmálastraumum á Vesturlöndum sem móralískri vísindahyggju - og að það sé á hennar grundvelli sem það verði eðlilegt í huga fólks að ritskoða umræðu í stað þess að leyfa ólík sjónarmið, allt í nafni þess að vernda ákveðna hópa. „Þetta er samblanda af mikilli öryggisvitund sem er tekin allt of langt ásamt rugl woke-hugmyndafræði,“ segir Young. Ritskoðun sé álitin lausn ef ske kynni að það sem ritskoðað sé kynni að hafa einhver neikvæð áhrif á ákveðna hópa, jafnvel þótt fallist sé á að það sé ólíklegt. Toby Young hefur starfað sem blaðamaður í meira en fjörutíu ár og segir margt hafa breyst á þeim tíma. „Helsta breytingin er sú að þetta er orðið að virðulegri atvinnugrein. Þetta var það ekki. Blaðamenn voru eitt sinn í hrópandi andspyrnu við yfirvaldið, en ekki lengur. Nú fara þeir á sömu klúbbana, mæta í sömu matarboðin og fara í sömu skólana og stjórnmálamennirnir. Þeir eru orðnir hluti af ríkjandi yfirvaldi. Sem er skelfilegt frá sjónarhóli almennings,“ segir Young. Mjög vafasamt er að samfélagsmiðlafyrirtæki taki sér æ meira vald til að ritskoða pólitísk sjónarmið að sögn Young.Vísir/Freyr Alræðisleg ritskoðunartilhneiging tröllríður hinum enskumælandi heim að sögn Young vegna áhrifa frá Bandaríkjunum. Íslendingar eru að því leyti óhultir að þeir hafa eigin þjóðtungu, en þó kveðst blaðamaðurinn breski hafa orðið var við talsverðan áróður, eins og hann kallar hann, þegar kemur að loftslagsmálum. Á því sviði ríki kannski ekki næg tortryggni á meðal landsmanna. Öflugustu miðlunarveitur heims taka sér lögregluvald Málþingið var haldið á vegum samtaka sem kalla sig Málfrelsi og þar var yfirskriftin „Í þágu upplýstrar umræðu.” Arnar Þór Jónsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi héraðsdómari er á meðal þeirra sem stóð fyrir málþinginu og hann setti það með inngangsræðu. Kristinn Hrafnsson ritstjóri WikiLeaks forfallaðist vegna veikinda, en hann ætlaði að fjalla um herferð sína um Suður-Ameríku, þar sem hann hefur verið að afla málstaðar Julian Assange fylgis. Assange hefur undanfarin ár verið í haldi á Bretlandi en bandarísk stjórnvöld krefjast framsals á honum vegna umfjöllunar um trúnaðargögn bandaríska hersins. Svala Magnea Ásdísardóttir hljóp í skarðið fyrir Kristin. Einnig tók til máls Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem gerði stöðu og málfrelsi Kúrda að umfjöllunarefni í mjög fróðlegu erindi. „Ef það er látið óátalið að öflugustu miðlunarveitur heimsins taki sér lögregluvald með þessum hætti, hvenær verður búið að þrengja svo að málfrelsinu að við getum ekki lengur litið svo á að við búum í frjálsu þjóðfélagi?“ skrifar Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra.Vísir/Freyr Ögmundur hefur gagnrýnt sífellt hertari ritskoðunartilburði bandaríska samfélagsmiðlarisa - og skrifaði í grein í tilefni málþingsins: „Ef það er látið óátalið að öflugustu miðlunarveitur heimsins taki sér lögregluvald með þessum hætti, hvenær verður búið að þrengja svo að málfrelsinu að við getum ekki lengur litið svo á að við búum í frjálsu þjóðfélagi? Getur verið að við stöndum þegar á krossgötum að þessu leyti?”
Tjáningarfrelsi Bretland Twitter Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tjáningarfrelsið stendur á krossgötum Félagasamtökin Málfrelsi – samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi, voru stofnuð af litlum en samheldnum hópi fólks sem ég tel nú meðal bestu vina minna. Við kynntumst í gegnum baráttu gegn þöggun og ritskoðun gagnvart þeim sem hafa lýst efasemdum um réttmæti margra þeirra aðgerða sem var gripið til á síðustu þremur árum. 11. janúar 2023 10:31 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira
Tjáningarfrelsið stendur á krossgötum Félagasamtökin Málfrelsi – samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi, voru stofnuð af litlum en samheldnum hópi fólks sem ég tel nú meðal bestu vina minna. Við kynntumst í gegnum baráttu gegn þöggun og ritskoðun gagnvart þeim sem hafa lýst efasemdum um réttmæti margra þeirra aðgerða sem var gripið til á síðustu þremur árum. 11. janúar 2023 10:31