Humarsúpa Bryggjunnar á lista Condé Nast yfir bestu máltíðirnar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. janúar 2023 22:12 Veitingahús í Grindavík komst á listann yfir bestu máltíðir ritstjóra ferðahluta Condé Nast. Vísir/Vilhelm Bryggjan Grindavík er á nýjum lista sem birtur hefur verið á síðu Condé Nast Traveler. Ritstjórar síðunnar tóku saman bestu máltíðirnar sem þau höfðu fengið á árinu og humarsúpan frá Bryggjunni komst þar á lista. Í ummælum um staðinn skrifar einn ritstjóranna: „Ljúffengasta humarsúpa sem ég hef nokkurn tíman fengið“ Er þar talað um að gestir geti meira að segja fengið sér áfyllingu á súpuna sér að kostnaðarlausu. Bryggjan er með 4,5 stjörnur af fimm mögulegum á Tripadvisor og 1.181 notandi hefur þar gefið veitingastaðnum umsögn. Bryggjan er krúttlegur staður staðsettur á bryggjunni í Grindavík. Umsögn Condé Nast má lesa í heild sinni á Traveler vefnum þeirra en þar er einnig talað um staði í New York, á Grikklandi og víðar. Matur Ferðalög Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið
Í ummælum um staðinn skrifar einn ritstjóranna: „Ljúffengasta humarsúpa sem ég hef nokkurn tíman fengið“ Er þar talað um að gestir geti meira að segja fengið sér áfyllingu á súpuna sér að kostnaðarlausu. Bryggjan er með 4,5 stjörnur af fimm mögulegum á Tripadvisor og 1.181 notandi hefur þar gefið veitingastaðnum umsögn. Bryggjan er krúttlegur staður staðsettur á bryggjunni í Grindavík. Umsögn Condé Nast má lesa í heild sinni á Traveler vefnum þeirra en þar er einnig talað um staði í New York, á Grikklandi og víðar.
Matur Ferðalög Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið