Upplifir enn ofbeldi frá borginni þrátt fyrir Landsréttardóm Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. janúar 2023 20:30 Reykjavíkurborg hefur ekki enn greitt konu skaðabætur sem Landsréttur dæmdi borgina til að greiða í júní 2021. Konan segist upplifa framkomu borgarinnar í málinu sem hreint ofbeldi. Konan, sem vill ekki koma fram undir nafni, og eiginmaður hennar voru tilkynnt til Barnaverndar árið 2013 eftir að þau leituðu á bráðamóttöku Landspítalans með níu mánaða son sinn. Þau sögðu drenginn hafa dottið þegar hann reyndi að toga sig upp við borð og skollið á hnakkann. Við læknisskoðun kom í ljós blæðing undir höfuðkúpu og blæðingar í augnbotnum, sem eru meðal einkenna svokallaðs Shaken baby syndrome. Barnið var í kjölfarið tekið af þeim og fékk ekki að snúa aftur heim fyrr en í október 2013. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið unnt að draga óyggjandi ályktun um orsök áverkanna út frá þeim gögnum sem lágu fyrir. Þá hafi ekki verið færð rök fyrir að nauðsynlegt hefði verið að vista barnið utan heimilis lengur en til 27. júní 2013. Þá mat Landsréttur það svo að borgin væri skaðabótaskyld gagnvart konunni. Borgin hefur greitt fjölskyldunni miskabætur en ekki skaðabætur vegna málsins. „Ég hef glímt við mikið þunglyndi og er öryrki. Þó sonur minn sé heilbrigður og hraustur fer hann á mis við ýmislegt í lífinu af því hann fær ekki þann stuðning sem heilbrigt foreldri veitir,“ segir konan. Mat tveggja liggur fyrir Mat var lagt á tjónið sem konan varð fyrir vegna málsins en Reykjavíkurborg fór í kjölfarið fram á að láta gera eigið mat á tjóninu og hefur haft niðurstöðu þess mats á sínu borði síðan í lok desember. Borgin hefur hins vegar ekki afhent matið. „Við höfum ekki fengið afrit af matsgerðinni ennþá. Vonandi verður það lagt fyrir okkur fljótlega, við vitum svo sem ekkert um það hvenær það verður. Á grundvelli þess mats ætti þá uppgjör að eiga sér stað nema aðilar geti ekki sætt sig við matið og þá er hægt að óska eftir enn öðru mati,“ segir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður konunnar. „Maður hefði haldið að þegar liggur fyrir matsgerð tveggja matsmanna að aðilar gætu sæst á þá niðurstöðu og klárað málið. Það hefði í mínum huga mátt eiga sér stað fyrr, í ljósi hvers eðlis málið er og hvaða áhrif það hefur haft.“ Allt hennar líf undir Vonir hafi verið uppi um að hægt væri að klára málið hratt og örugglega þegar Landsréttardómur lá fyrir þar sem sagði að stjórnvald hafi brotið gegn einstaklingi með þeim hætti að líkur séu á að það hafi valdið varanlegu tjóni. „Þá hefði maður haldið og þótt eðlilegt að allt púður væri sett í að klára málið hratt og örugglega og gera upp í samræmi við skylduna en ekki að það væru svona miklar varnir í því hvort og hvað ætti að greiða,“ segir Sigrún. Konan segist upplifa þennan drátt á málinu sem ofbeldi. „Ég lít hundrað prósent á þetta sem ofbeldi, áframhaldandi ofbeldi. Það hljóta að gilda einhverjar reglur um það þegar stofnanir, eins og Barnavernd eða Borgarlögmaður, eru að eiga við einstaklinga. Við erum ekki að þrasa yfir stöðumælasekt eða einhverju minniháttar sem kemur fyrir. Við erum hér að tala um allt mitt líf, allt saman, og stjórnvald á ekki að geta haft þessi áhrif á aðra. Þau hljóta að bera þá ábyrgð að bregðast við og bæta ráð sitt.“ Fram kemur í sjónvarpsfréttinni að drengurinn hafi verið vistaður utan heimilis til ársins 2019. Sú fullyrðing er byggð á misskilningi og hefur verið leiðrétt, til ársins 2013, í fréttinni hér að ofan. Geðheilbrigði Barnavernd Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Borgin ekki enn greitt skaðabætur vegna mistaka barnaverndar árið 2013 Reykjavíkurborg hefur ekki enn greitt konu skaðabætur sem Landsréttur dæmdi borgina til að greiða í júní 2021. Þá neitar borgin að afhenda konunni greinagerð dómkvaddra matsmanna um miska konunnar, sem borgin óskaði eftir. 10. janúar 2023 07:35 Landsréttur lækkar bætur í Shaken Baby-máli Landsréttur hefur staðfest skaðabótaskyldu Reykjavíkurborgar gagnvart fjögurra manna fjölskyldu í máli sem hefur verið kennt við Shaken Baby-heilkenni. Fjölskyldunni hafði verið dæmdar samtals átta milljónir króna í skaðabætur í Héraðsdómi Reykjavíkur en Landsréttur ákvað að lækka skaðabæturnar í samtals fjórar milljónir króna. 18. júní 2021 16:04 Reykjavíkurborg áfrýjar dómi í Shaken Baby-máli Héraðsdómur sagði Barnavernd Reykjavíkur hafa brugðist skyldum sínum gagnvart fjölskyldunni. Var fjögurra manna fjölskyldunni dæmdar samtals átta milljónir króna í bætur. 16. janúar 2020 17:01 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
Konan, sem vill ekki koma fram undir nafni, og eiginmaður hennar voru tilkynnt til Barnaverndar árið 2013 eftir að þau leituðu á bráðamóttöku Landspítalans með níu mánaða son sinn. Þau sögðu drenginn hafa dottið þegar hann reyndi að toga sig upp við borð og skollið á hnakkann. Við læknisskoðun kom í ljós blæðing undir höfuðkúpu og blæðingar í augnbotnum, sem eru meðal einkenna svokallaðs Shaken baby syndrome. Barnið var í kjölfarið tekið af þeim og fékk ekki að snúa aftur heim fyrr en í október 2013. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið unnt að draga óyggjandi ályktun um orsök áverkanna út frá þeim gögnum sem lágu fyrir. Þá hafi ekki verið færð rök fyrir að nauðsynlegt hefði verið að vista barnið utan heimilis lengur en til 27. júní 2013. Þá mat Landsréttur það svo að borgin væri skaðabótaskyld gagnvart konunni. Borgin hefur greitt fjölskyldunni miskabætur en ekki skaðabætur vegna málsins. „Ég hef glímt við mikið þunglyndi og er öryrki. Þó sonur minn sé heilbrigður og hraustur fer hann á mis við ýmislegt í lífinu af því hann fær ekki þann stuðning sem heilbrigt foreldri veitir,“ segir konan. Mat tveggja liggur fyrir Mat var lagt á tjónið sem konan varð fyrir vegna málsins en Reykjavíkurborg fór í kjölfarið fram á að láta gera eigið mat á tjóninu og hefur haft niðurstöðu þess mats á sínu borði síðan í lok desember. Borgin hefur hins vegar ekki afhent matið. „Við höfum ekki fengið afrit af matsgerðinni ennþá. Vonandi verður það lagt fyrir okkur fljótlega, við vitum svo sem ekkert um það hvenær það verður. Á grundvelli þess mats ætti þá uppgjör að eiga sér stað nema aðilar geti ekki sætt sig við matið og þá er hægt að óska eftir enn öðru mati,“ segir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður konunnar. „Maður hefði haldið að þegar liggur fyrir matsgerð tveggja matsmanna að aðilar gætu sæst á þá niðurstöðu og klárað málið. Það hefði í mínum huga mátt eiga sér stað fyrr, í ljósi hvers eðlis málið er og hvaða áhrif það hefur haft.“ Allt hennar líf undir Vonir hafi verið uppi um að hægt væri að klára málið hratt og örugglega þegar Landsréttardómur lá fyrir þar sem sagði að stjórnvald hafi brotið gegn einstaklingi með þeim hætti að líkur séu á að það hafi valdið varanlegu tjóni. „Þá hefði maður haldið og þótt eðlilegt að allt púður væri sett í að klára málið hratt og örugglega og gera upp í samræmi við skylduna en ekki að það væru svona miklar varnir í því hvort og hvað ætti að greiða,“ segir Sigrún. Konan segist upplifa þennan drátt á málinu sem ofbeldi. „Ég lít hundrað prósent á þetta sem ofbeldi, áframhaldandi ofbeldi. Það hljóta að gilda einhverjar reglur um það þegar stofnanir, eins og Barnavernd eða Borgarlögmaður, eru að eiga við einstaklinga. Við erum ekki að þrasa yfir stöðumælasekt eða einhverju minniháttar sem kemur fyrir. Við erum hér að tala um allt mitt líf, allt saman, og stjórnvald á ekki að geta haft þessi áhrif á aðra. Þau hljóta að bera þá ábyrgð að bregðast við og bæta ráð sitt.“ Fram kemur í sjónvarpsfréttinni að drengurinn hafi verið vistaður utan heimilis til ársins 2019. Sú fullyrðing er byggð á misskilningi og hefur verið leiðrétt, til ársins 2013, í fréttinni hér að ofan.
Geðheilbrigði Barnavernd Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Borgin ekki enn greitt skaðabætur vegna mistaka barnaverndar árið 2013 Reykjavíkurborg hefur ekki enn greitt konu skaðabætur sem Landsréttur dæmdi borgina til að greiða í júní 2021. Þá neitar borgin að afhenda konunni greinagerð dómkvaddra matsmanna um miska konunnar, sem borgin óskaði eftir. 10. janúar 2023 07:35 Landsréttur lækkar bætur í Shaken Baby-máli Landsréttur hefur staðfest skaðabótaskyldu Reykjavíkurborgar gagnvart fjögurra manna fjölskyldu í máli sem hefur verið kennt við Shaken Baby-heilkenni. Fjölskyldunni hafði verið dæmdar samtals átta milljónir króna í skaðabætur í Héraðsdómi Reykjavíkur en Landsréttur ákvað að lækka skaðabæturnar í samtals fjórar milljónir króna. 18. júní 2021 16:04 Reykjavíkurborg áfrýjar dómi í Shaken Baby-máli Héraðsdómur sagði Barnavernd Reykjavíkur hafa brugðist skyldum sínum gagnvart fjölskyldunni. Var fjögurra manna fjölskyldunni dæmdar samtals átta milljónir króna í bætur. 16. janúar 2020 17:01 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
Borgin ekki enn greitt skaðabætur vegna mistaka barnaverndar árið 2013 Reykjavíkurborg hefur ekki enn greitt konu skaðabætur sem Landsréttur dæmdi borgina til að greiða í júní 2021. Þá neitar borgin að afhenda konunni greinagerð dómkvaddra matsmanna um miska konunnar, sem borgin óskaði eftir. 10. janúar 2023 07:35
Landsréttur lækkar bætur í Shaken Baby-máli Landsréttur hefur staðfest skaðabótaskyldu Reykjavíkurborgar gagnvart fjögurra manna fjölskyldu í máli sem hefur verið kennt við Shaken Baby-heilkenni. Fjölskyldunni hafði verið dæmdar samtals átta milljónir króna í skaðabætur í Héraðsdómi Reykjavíkur en Landsréttur ákvað að lækka skaðabæturnar í samtals fjórar milljónir króna. 18. júní 2021 16:04
Reykjavíkurborg áfrýjar dómi í Shaken Baby-máli Héraðsdómur sagði Barnavernd Reykjavíkur hafa brugðist skyldum sínum gagnvart fjölskyldunni. Var fjögurra manna fjölskyldunni dæmdar samtals átta milljónir króna í bætur. 16. janúar 2020 17:01