Vísindamenn vilja að framleiðendur greiði fyrir kolefnisbindingu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. janúar 2023 10:49 Carbfix á Íslandi er meðal þeirra 35 fyrirtækja sem stunda rannsóknir á kolefnisbindingu. Carbfix/Gunnar Freyr Hópur vísindamanna hefur lagt til að framleiðendur jarðefnaeldsneyta verði skikkaðir til að „taka til baka“ það koldíoxíð sem losnar við notkun framleiðsluvara þeirra og gera þá þannig ábyrga fyrir þeirri mengun sem þeir valda. Þetta telja vísindamennirnir mögulega gætu orðið til þess að heimsbyggðin næði 100 prósent kolefnisjöfnun árið 2050. Myles Allen, prófessor við University of Oxford, er einn höfunda skýrslu sem birtist í dag í tímaritinu Environmental Research Letters. Hann segir að tæknin til að fanga og geyma koldíoxíð neðanjarðar sé í stöðugri framþróun en það sem hafi skort sé stefnumótun um nýtingu tækninnar. Umrædd tækni er sú sama og fyrirtæki á borð við Carbfix hafa verið að rannsaka og nýta og felst meðal annars í því að dæla koldíoxíðinu niður í jörðina þar sem það binst við berglög. Samkvæmt Alþjóðaorkumálastofnuninni eru 35 slík verkefni í gangi í heiminum. Tillaga vísindamannanna gengur út á að fyrirtækjum sem framleiða jarðefnaeldsneyti yrði gert að greiða fyrir kolefnisbindingu eða -förgun þeirrar mengunar sem verður til vegna framleiðsluvara þeirra. Olíufyrirtæki myndi þannig greiða kostnaðinn við að binda það koldíoxíð sem fellur til við brennslu olíunnar sem það selur, svo dæmi sé tekið. Ólíkt koldíóxíð skatti yrði þetta til þess að tryggja kolefnisjöfnun. Vísindamennirnir segja tæknina nokkuð dýra í dag en að hún muni líklega verða mun ódýrari á næstu áratugum. Þá benda þeir á að ef menn hyggjast ætla að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu þá sé nauðsynlegt að horfa til þess að fanga koldíoxíð úr andrúmsloftinu, til viðbótar við að draga úr losun og hraða þróun endurnýtanlegra orkugjafa. Hugh Helferty, einn höfunda skýrslunnar sem áður starfaði hjá ExxonMobil, segir að einhver þurfi að bera kostnaðinn af því að ná 1,5 gráðu markinu. „Hver á að borga? Á það að vera skattgreiðandinn eða framleiðandinn, eða framleiðandinn og neytandinn?“ spyr hann. „Það er vit í því að framleiðandinn og notandinn borgi, frekar en skattgreiðandinn. Þá er hvatinn til að draga úr losun á réttum stað.“ Bretland Umhverfismál Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Fleiri fréttir Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Sjá meira
Þetta telja vísindamennirnir mögulega gætu orðið til þess að heimsbyggðin næði 100 prósent kolefnisjöfnun árið 2050. Myles Allen, prófessor við University of Oxford, er einn höfunda skýrslu sem birtist í dag í tímaritinu Environmental Research Letters. Hann segir að tæknin til að fanga og geyma koldíoxíð neðanjarðar sé í stöðugri framþróun en það sem hafi skort sé stefnumótun um nýtingu tækninnar. Umrædd tækni er sú sama og fyrirtæki á borð við Carbfix hafa verið að rannsaka og nýta og felst meðal annars í því að dæla koldíoxíðinu niður í jörðina þar sem það binst við berglög. Samkvæmt Alþjóðaorkumálastofnuninni eru 35 slík verkefni í gangi í heiminum. Tillaga vísindamannanna gengur út á að fyrirtækjum sem framleiða jarðefnaeldsneyti yrði gert að greiða fyrir kolefnisbindingu eða -förgun þeirrar mengunar sem verður til vegna framleiðsluvara þeirra. Olíufyrirtæki myndi þannig greiða kostnaðinn við að binda það koldíoxíð sem fellur til við brennslu olíunnar sem það selur, svo dæmi sé tekið. Ólíkt koldíóxíð skatti yrði þetta til þess að tryggja kolefnisjöfnun. Vísindamennirnir segja tæknina nokkuð dýra í dag en að hún muni líklega verða mun ódýrari á næstu áratugum. Þá benda þeir á að ef menn hyggjast ætla að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu þá sé nauðsynlegt að horfa til þess að fanga koldíoxíð úr andrúmsloftinu, til viðbótar við að draga úr losun og hraða þróun endurnýtanlegra orkugjafa. Hugh Helferty, einn höfunda skýrslunnar sem áður starfaði hjá ExxonMobil, segir að einhver þurfi að bera kostnaðinn af því að ná 1,5 gráðu markinu. „Hver á að borga? Á það að vera skattgreiðandinn eða framleiðandinn, eða framleiðandinn og neytandinn?“ spyr hann. „Það er vit í því að framleiðandinn og notandinn borgi, frekar en skattgreiðandinn. Þá er hvatinn til að draga úr losun á réttum stað.“
Bretland Umhverfismál Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Fleiri fréttir Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Sjá meira