Er barnið þitt að senda ókunnugum nektarmyndir? Skúli Bragi Geirdal skrifar 12. janúar 2023 13:30 Helmingur stúlkna í 8.-10. bekk grunnskóla hefur verið beðinn um að senda eða deila af sér nektarmynd. Þar af voru 12% tilbúin til þess að segjast hafa orðið við slíkri beiðni. Í langflestum tilfellum, eða tæplega 7 af hverjum 10, fengu stúlkurnar beiðnina frá ókunnugum einstaklingi á netinu. „Ekki tala við ókunnuga úti á götu“ sögðu foreldrar mínir við mig þegar ég var barn. Síðan hefur margt breyst. Wi-Fi, iPhone og samfélagsmiðlar voru ekki til þegar að ég fæddist fyrir 30 árum síðan. Nú þarf ég ekki lengur að fara út til að hitta ókunnuga einstaklinga. Ég þarf ekki einu sinni að tala við þá áður en ég samþykki þá sem vini og hleypi þeim þar með í myndaalbúmin mín og alls konar persónulegar upplýsingar. Áður en ég veit af er einhver farinn að senda mér skilaboð sem ég hef aldrei séð og veit í raun ekkert hvort viðkomandi er sá sem hann segist vera. Er þetta þitt raunverulega nafn? Er þetta mynd af þér? Þekki ég þig kannski sem einhvern annan? Já, leikurinn hefur breyst töluvert varðandi samskipti við ókunnuga síðan ég var barn. „Nennirðu plís að senda nektarmynd, annars mun ég drepa mig“ „Fólk byrjaði að biðja mig um nektarmyndir þegar ég var 9 ára og þá vissi ég ekki að ég gæti sagt nei því að þetta var fullorðið fólk og ég hélt að ég ætti alltaf að hlusta að það sem fullorðnir segja sama hvað.“ Þetta er hluti úr viðtali sem ég tók í tengslum við gerð fræðslumyndbanda fyrir miðstig grunnskóla. „Nennirðu plís að senda nektarmynd, annars mun ég drepa mig, skaða mig eða finna hvar þú átt heima.“ Eftir að hafa fengið þessi skilaboð sendi þetta barn ókunnugum einstaklingum nektarmyndir í gegnum samfélagsmiðla og veit í dag ekkert hvort þeim hefur verið deilt áfram. „Ég vissi ekki að þetta væri rangt. Ég vissi ekki betur. Það var enginn búinn að kenna mér það.“ Tæplega fjórðungur stráka í 8.-10. bekk grunnskóla hefur verið beðinn um að senda eða deila af sér nektarmynd. Í 3 af hverjum 10 tilfellum voru það ókunnugir af netinu sem sendu beiðnina. Í þeim tilfellum þar sem ekki var um ókunnugan einstakling að ræða þá voru þetta vinir, kærastar/kærustur eða einstaklingar sem þau höfðu komist í kynni við í gegnum netið eða stefnumótasíður. Þá ber að hafa í huga þá ábyrgð sem fylgir því að fá senda nektarmynd því slíka mynd má aldrei senda áfram nema með fullu samþykki þess sem er á myndinni. Hér erum við að tala um börn á grunnskólaaldri. Börn sem treysta á okkur sem eldri erum til þess að kenna þeim það sem þau þurfa að kunna til að geta síðar tekist á við lífið sem fullorðnir einstaklingar. Erum við of upptekin í okkar eigin símanotkun til þess að taka eftir vandamálinu fyrir framan okkur? Blákaldur og grafalvarlegur raunveruleikinn slær okkur utan undir þegar að litið er á tölfræðina um beiðnir og sendingar nektarmynda meðal barna á grunnskólaaldri í rannsókn Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands. Ný tækni opnar gjarnan á nýja möguleika, stundum þó með hindrunum í vegi. Ný tæki gera líf okkar oft og tíðum einfaldara og þægilegra, en stundum á kostnað sem ekki er sjáanlegur við fyrstu sýn. Nýjum lausnum fylgja oft ný vandamál. Sjáum við ekki vandann fyrir lausninni eða kjósum við að loka augunum fyrir vandanum því lausnin er svo flott? Við höfum aldrei átt fleiri vini ... sem við þekkjum ekki. Höfum aldrei tekið fleiri myndir ... til þess að ná þeirri einu réttu. Aldrei litið betur út ... en samt þurft að breyta. Aldrei fengið meiri viðbrögð ... án þess að þurfa að hitta neinn. 90% Íslendinga á aldrinum 15 ára og eldri nota Facebook oft á dag eða daglega. 98% barna og ungmenna á aldrinum 9-18 ára eiga sinn eigin farsíma. Hver passar upp á börnin á meðan foreldrarnir skemmta sér? 60% barna á aldrinum 9-12 ára nota TikTok og Snapchat. 60% barna á aldrinum 9-12 ára fengu aðstoð frá foreldrum við að stofna sinn eigin aðgang á samfélagsmiðlum, þrátt fyrir að aldurstakmarkið samkvæmt skilmálum flestra samfélagsmiðla sé 13 ára. Erum við að taka börnin með í partýið til þess að halda þeim uppteknum á meðan við erum uppstríluð með filter á afþreyingarfylleríi með öllum hinum sem vantar fleiri like? Nei, ég ætla rétt að vona ekki! Frekar held ég að við höfum sofnað á verðinum og séum núna að vakna upp við vondan draum ... vonandi, því til þess að laga vandann þarf eitthvað meira en örfáameðvitaða foreldra sem reyna að halda aftur af sínum börnum á sama tíma og þau eru undir stöðugri pressu jafnaldra að láta undan. Ef við viljum raunverulega laga þá stöðu sem upp er komin, að hátt hlutfall grunnskólabarna sé í þeirri stöðu að svara beiðnum um nektarmyndir frá ókunnugum, inni á miðlum sem þau hafa ekki aldur til að nota, þá þarf samstillt átak í samfélaginu. Byrjum á að ræða við börnin okkar um þeirra notkun og upplifun af samfélagsmiðlum. Þetta er samtal sem verður að byggja á trausti og virðingu. Það gera allir mistök og það er ekki endilega börnunum sjálfum um að kenna. Höfum í huga að þau gætu verið komin inn á samfélagsmiðla án þess að við vitum af því. Þau gætu verið með öppin falin í símanum og með aðgang undir fölsku nafni. Um 40% barna og ungmenna á aldrinum 13-18 ára eiga eða hafa átt falska eða nafnlausa aðgangsreikninga á samfélagsmiðlum. Núna er í gangi stuttmyndasamkeppni sem nefnist Sexan fyrir börn í 7. bekk um mörk og samþykki en einnig um tilurð, birtingarmyndir og afleiðingar stafræns ofbeldis. Bestu myndirnar verða síðan sýndar á vef RÚV í viku sex, kynfræðsluvikunni 6.-10. febrúar nk. Ég hvet alla sem geta til þess að taka þátt því hér er á ferðinni gríðarlega mikilvægt verkefni fyrir börn til þess að tjá sínar hugmyndir og sýn. Þá skulum við sem eldri erum hlusta og meðtaka það sem þau hafa að segja og síðan nýta það inn í þá vinnu sem framundan er. Saman getum við skapað betra og öruggara samfélag á netinu. Nánari upplýsingar um Sexuna má finna hér: https://www.112.is/sexan Hvað er Sexan? // Hvernig tek ég þátt? Höfundur er verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd. Heimildir: Börn og netmiðlar (2021) – Fjölmiðlanefnd og Menntavísindastofnun Háskóla Íslands Miðlalæsi á Íslandi (2021) – Hluti 1 Miðla og fréttanotkun – Fjölmiðlanefnd og Maskína Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Bragi Geirdal Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Helmingur stúlkna í 8.-10. bekk grunnskóla hefur verið beðinn um að senda eða deila af sér nektarmynd. Þar af voru 12% tilbúin til þess að segjast hafa orðið við slíkri beiðni. Í langflestum tilfellum, eða tæplega 7 af hverjum 10, fengu stúlkurnar beiðnina frá ókunnugum einstaklingi á netinu. „Ekki tala við ókunnuga úti á götu“ sögðu foreldrar mínir við mig þegar ég var barn. Síðan hefur margt breyst. Wi-Fi, iPhone og samfélagsmiðlar voru ekki til þegar að ég fæddist fyrir 30 árum síðan. Nú þarf ég ekki lengur að fara út til að hitta ókunnuga einstaklinga. Ég þarf ekki einu sinni að tala við þá áður en ég samþykki þá sem vini og hleypi þeim þar með í myndaalbúmin mín og alls konar persónulegar upplýsingar. Áður en ég veit af er einhver farinn að senda mér skilaboð sem ég hef aldrei séð og veit í raun ekkert hvort viðkomandi er sá sem hann segist vera. Er þetta þitt raunverulega nafn? Er þetta mynd af þér? Þekki ég þig kannski sem einhvern annan? Já, leikurinn hefur breyst töluvert varðandi samskipti við ókunnuga síðan ég var barn. „Nennirðu plís að senda nektarmynd, annars mun ég drepa mig“ „Fólk byrjaði að biðja mig um nektarmyndir þegar ég var 9 ára og þá vissi ég ekki að ég gæti sagt nei því að þetta var fullorðið fólk og ég hélt að ég ætti alltaf að hlusta að það sem fullorðnir segja sama hvað.“ Þetta er hluti úr viðtali sem ég tók í tengslum við gerð fræðslumyndbanda fyrir miðstig grunnskóla. „Nennirðu plís að senda nektarmynd, annars mun ég drepa mig, skaða mig eða finna hvar þú átt heima.“ Eftir að hafa fengið þessi skilaboð sendi þetta barn ókunnugum einstaklingum nektarmyndir í gegnum samfélagsmiðla og veit í dag ekkert hvort þeim hefur verið deilt áfram. „Ég vissi ekki að þetta væri rangt. Ég vissi ekki betur. Það var enginn búinn að kenna mér það.“ Tæplega fjórðungur stráka í 8.-10. bekk grunnskóla hefur verið beðinn um að senda eða deila af sér nektarmynd. Í 3 af hverjum 10 tilfellum voru það ókunnugir af netinu sem sendu beiðnina. Í þeim tilfellum þar sem ekki var um ókunnugan einstakling að ræða þá voru þetta vinir, kærastar/kærustur eða einstaklingar sem þau höfðu komist í kynni við í gegnum netið eða stefnumótasíður. Þá ber að hafa í huga þá ábyrgð sem fylgir því að fá senda nektarmynd því slíka mynd má aldrei senda áfram nema með fullu samþykki þess sem er á myndinni. Hér erum við að tala um börn á grunnskólaaldri. Börn sem treysta á okkur sem eldri erum til þess að kenna þeim það sem þau þurfa að kunna til að geta síðar tekist á við lífið sem fullorðnir einstaklingar. Erum við of upptekin í okkar eigin símanotkun til þess að taka eftir vandamálinu fyrir framan okkur? Blákaldur og grafalvarlegur raunveruleikinn slær okkur utan undir þegar að litið er á tölfræðina um beiðnir og sendingar nektarmynda meðal barna á grunnskólaaldri í rannsókn Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands. Ný tækni opnar gjarnan á nýja möguleika, stundum þó með hindrunum í vegi. Ný tæki gera líf okkar oft og tíðum einfaldara og þægilegra, en stundum á kostnað sem ekki er sjáanlegur við fyrstu sýn. Nýjum lausnum fylgja oft ný vandamál. Sjáum við ekki vandann fyrir lausninni eða kjósum við að loka augunum fyrir vandanum því lausnin er svo flott? Við höfum aldrei átt fleiri vini ... sem við þekkjum ekki. Höfum aldrei tekið fleiri myndir ... til þess að ná þeirri einu réttu. Aldrei litið betur út ... en samt þurft að breyta. Aldrei fengið meiri viðbrögð ... án þess að þurfa að hitta neinn. 90% Íslendinga á aldrinum 15 ára og eldri nota Facebook oft á dag eða daglega. 98% barna og ungmenna á aldrinum 9-18 ára eiga sinn eigin farsíma. Hver passar upp á börnin á meðan foreldrarnir skemmta sér? 60% barna á aldrinum 9-12 ára nota TikTok og Snapchat. 60% barna á aldrinum 9-12 ára fengu aðstoð frá foreldrum við að stofna sinn eigin aðgang á samfélagsmiðlum, þrátt fyrir að aldurstakmarkið samkvæmt skilmálum flestra samfélagsmiðla sé 13 ára. Erum við að taka börnin með í partýið til þess að halda þeim uppteknum á meðan við erum uppstríluð með filter á afþreyingarfylleríi með öllum hinum sem vantar fleiri like? Nei, ég ætla rétt að vona ekki! Frekar held ég að við höfum sofnað á verðinum og séum núna að vakna upp við vondan draum ... vonandi, því til þess að laga vandann þarf eitthvað meira en örfáameðvitaða foreldra sem reyna að halda aftur af sínum börnum á sama tíma og þau eru undir stöðugri pressu jafnaldra að láta undan. Ef við viljum raunverulega laga þá stöðu sem upp er komin, að hátt hlutfall grunnskólabarna sé í þeirri stöðu að svara beiðnum um nektarmyndir frá ókunnugum, inni á miðlum sem þau hafa ekki aldur til að nota, þá þarf samstillt átak í samfélaginu. Byrjum á að ræða við börnin okkar um þeirra notkun og upplifun af samfélagsmiðlum. Þetta er samtal sem verður að byggja á trausti og virðingu. Það gera allir mistök og það er ekki endilega börnunum sjálfum um að kenna. Höfum í huga að þau gætu verið komin inn á samfélagsmiðla án þess að við vitum af því. Þau gætu verið með öppin falin í símanum og með aðgang undir fölsku nafni. Um 40% barna og ungmenna á aldrinum 13-18 ára eiga eða hafa átt falska eða nafnlausa aðgangsreikninga á samfélagsmiðlum. Núna er í gangi stuttmyndasamkeppni sem nefnist Sexan fyrir börn í 7. bekk um mörk og samþykki en einnig um tilurð, birtingarmyndir og afleiðingar stafræns ofbeldis. Bestu myndirnar verða síðan sýndar á vef RÚV í viku sex, kynfræðsluvikunni 6.-10. febrúar nk. Ég hvet alla sem geta til þess að taka þátt því hér er á ferðinni gríðarlega mikilvægt verkefni fyrir börn til þess að tjá sínar hugmyndir og sýn. Þá skulum við sem eldri erum hlusta og meðtaka það sem þau hafa að segja og síðan nýta það inn í þá vinnu sem framundan er. Saman getum við skapað betra og öruggara samfélag á netinu. Nánari upplýsingar um Sexuna má finna hér: https://www.112.is/sexan Hvað er Sexan? // Hvernig tek ég þátt? Höfundur er verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd. Heimildir: Börn og netmiðlar (2021) – Fjölmiðlanefnd og Menntavísindastofnun Háskóla Íslands Miðlalæsi á Íslandi (2021) – Hluti 1 Miðla og fréttanotkun – Fjölmiðlanefnd og Maskína
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun