„Við verðum aldrei ánægð nema við fáum að vera öll saman“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. janúar 2023 21:01 Fastagestir í Vin, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, segja áfangasigur hafa unnist í gær þegar ákveðið var að halda starfseminni áfram út árið. Þakklæti var efst í huga gestanna þegar fréttastofa leit við í Vin í dag. Tilkynnt var í desember að starfsemi Vinjar yrði lögð niður í sparnaðarskyni. Lokunin var gagnrýnd harðlega, meðal annars úr hópi fastagesta sem margir sækja sinn eina félagsskap til Vinjar. En ákveðið var á fundi velferðarráðs í gær að starfseminni yrði haldið óbreyttri í það minnsta út árið. Fréttastofa leit við í Vin í dag, þar sem ríkti allt annað andrúmsloft en í síðustu heimsókn í desember. „Það má segja að það hafi verið áfangasigur í gær. Eiginlega myndi ég segja að það væri barátta þessa fólks [fastagestanna] sem skilaði okkur þangað,“ segir Bryndís Christensen, starfskona í Vin. „Hugsanlega verðum við flutt á annan stað en við verðum aldrei ánægð nema við fáum að vera öll saman.“ Ekki öfundsvert hlutskipti að ráðskast með annarra örlög Þakklæti var efst í huga gesta og þá örlaði meira að segja fyrir samúð með ráðamönnum sem tóku hina óheillavænlegu ákvörðun í fyrra. „Það getur varla verið öfundsvert hlutskipti að standa í sporum þessa fólks. Að þurfa að ráðskast með örlög annarra,“ segir Magnús Hákonarson, fastagestur í Vin. „Við erum öll þakklát fyrir þennan áfanga og þetta tækifæri sem okkur var gefið,“ segir Ólafur Thorsson, annar fastagestur. Félagsmál Geðheilbrigði Reykjavík Tengdar fréttir Hætta við lokun Vinjar í bili Dagsetrið Vin á Hverfisgötu 47 verður rekið í óbreyttri mynd, í það minnsta út þetta ár. 11. janúar 2023 22:27 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Tilkynnt var í desember að starfsemi Vinjar yrði lögð niður í sparnaðarskyni. Lokunin var gagnrýnd harðlega, meðal annars úr hópi fastagesta sem margir sækja sinn eina félagsskap til Vinjar. En ákveðið var á fundi velferðarráðs í gær að starfseminni yrði haldið óbreyttri í það minnsta út árið. Fréttastofa leit við í Vin í dag, þar sem ríkti allt annað andrúmsloft en í síðustu heimsókn í desember. „Það má segja að það hafi verið áfangasigur í gær. Eiginlega myndi ég segja að það væri barátta þessa fólks [fastagestanna] sem skilaði okkur þangað,“ segir Bryndís Christensen, starfskona í Vin. „Hugsanlega verðum við flutt á annan stað en við verðum aldrei ánægð nema við fáum að vera öll saman.“ Ekki öfundsvert hlutskipti að ráðskast með annarra örlög Þakklæti var efst í huga gesta og þá örlaði meira að segja fyrir samúð með ráðamönnum sem tóku hina óheillavænlegu ákvörðun í fyrra. „Það getur varla verið öfundsvert hlutskipti að standa í sporum þessa fólks. Að þurfa að ráðskast með örlög annarra,“ segir Magnús Hákonarson, fastagestur í Vin. „Við erum öll þakklát fyrir þennan áfanga og þetta tækifæri sem okkur var gefið,“ segir Ólafur Thorsson, annar fastagestur.
Félagsmál Geðheilbrigði Reykjavík Tengdar fréttir Hætta við lokun Vinjar í bili Dagsetrið Vin á Hverfisgötu 47 verður rekið í óbreyttri mynd, í það minnsta út þetta ár. 11. janúar 2023 22:27 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Hætta við lokun Vinjar í bili Dagsetrið Vin á Hverfisgötu 47 verður rekið í óbreyttri mynd, í það minnsta út þetta ár. 11. janúar 2023 22:27