Svifryki slegið í augu Reykvíkinga Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar 13. janúar 2023 08:00 Loftmengunin í borginni rataði í fréttir í síðustu viku og eins og svo oft áður nýtti borgarstjóri tækifærið til að kenna nagladekkjum alfarið um, þótt lítið sé um slit á malbiki vegna nagladekkja enda snjómokstur arfaslæmur. Ástæða loftmenguninnar núna er sú að allur sá útblástur sem er venjulega vegna bruna jarðefnaeldsneyta í bensín og díselbílunum, skipanna í höfninni o.s.frv. hefur ekki fokið í burtu heldur legið yfir borginni í logninu. Þetta ætti borgarstjóri að vita, nema honum hafi láðst að kynna sér málið og lét það ekkert stoppa sig nú frekar en fyrri daginn. Staðreyndin er sú að uppskriftin af svifryki er mismunandi eftir veðri og umferð. Til dæmis má vænta hærra hlufalls vegryks og jarðvegs á þurrum dögum, en að sót vegna bruna jarðefnaeldsneyta og salt sé meira áberandi þegar úrkoma er eða snjór á jörðu. Ef við tökum nagladekkinn sérstaklega út fyrir sviga að þá mældist til dæmis engin verulegur munur á malbiksryki á nagladekkjatímabilinu fyrir 15. apríl og eftir í mælingum Eflu frá 2015. Þetta segir okkur að það er erfitt að tilgreina hversu mikið af malbiksryki í svifrykinu megi rekja til nagladekkjana eingöngu. Því er ekki gefið að dekkjaskiptin ein og sér hafi haldbær áhrif á loftmengun í Reykjavík, þótt nagladekkin slíti sannarlega meira malbiki en venjuleg dekk, því framlag nagladekkjanna til loftmenguninnar er svo mörgu háð t.d. veðri, gæðum dekkjanna og gerð malbiksins. Aðra sögu er að segja um sótið sem er stór uppspretta svifryks. Þannig ef markmiðið er að koma varanlegu höggi á loftmengun í borginni þarf fyrst og fremst að styðja við rafvæðingu bílaflotans. Hin áhrifaríkasta leiðin til að draga strax úr loftmengun er einfaldlega að þrífa göturnar oft og rykbinda, það er vel staðfest, og þar sem orkuskiptin gerast ekki á einni nóttu ættum við að setja fullan þunga í þrifin. Hvers vegna tönnlast borgarstjóri þá á nagladekkjunum? Mögulega er það vegna þess að á meðan umræðan snýst um nagladekk snýst hún ekki um það að meirihlutinn í borgarstjórn hefur fengið algjöra falleinkunn í götuþrifum og rykbindingu. Þarna fannst þeim mikilvægt að spara en tókst þó að koma borgarsjóði í 400 milljarða króna skuld og viti menn nú kallar borgarstjóri eftir fleiri gjaldtökum á Reykvíkinga, berandi nagladekkin fyrir sig. Þannig hefur Samfylkingin og samstarfsflokkar hennar starfað síðast liðinn 15 ár. Eyða um efni fram og finna sér svo grýlu til að réttlæta auka gjaldtöku í nafni einhverra óljósra framfaravona, en það eina sem gerist er að við borgum öll meira fyrir minna. Öfugmælin eru algjör. Í stað þess að efla götuþrifin og rykbindingu ákvað meirihlutinn í borgarstjórn að byrja árið á því að fækka hvötum þess að skipta yfir á rafmagnsbíl og hefja aftur gjaldtöku á rafbílastæðum sem áður voru gjaldfrjáls. Svona vinnubrögð eru ágætis leið til að uppskera brostnar væntingar í baráttunni við loftmengun. Við gætum verið að beina tíma starfsfólks og skattfé í mun kröftugri aðgerðir en þess í stað er svifrykinu bara slegið í augu Reykvíkinga svo borgarstjóri geti fjölgað gjaldstofnum. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Umhverfismál Umferð Loftgæði Mest lesið Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Loftmengunin í borginni rataði í fréttir í síðustu viku og eins og svo oft áður nýtti borgarstjóri tækifærið til að kenna nagladekkjum alfarið um, þótt lítið sé um slit á malbiki vegna nagladekkja enda snjómokstur arfaslæmur. Ástæða loftmenguninnar núna er sú að allur sá útblástur sem er venjulega vegna bruna jarðefnaeldsneyta í bensín og díselbílunum, skipanna í höfninni o.s.frv. hefur ekki fokið í burtu heldur legið yfir borginni í logninu. Þetta ætti borgarstjóri að vita, nema honum hafi láðst að kynna sér málið og lét það ekkert stoppa sig nú frekar en fyrri daginn. Staðreyndin er sú að uppskriftin af svifryki er mismunandi eftir veðri og umferð. Til dæmis má vænta hærra hlufalls vegryks og jarðvegs á þurrum dögum, en að sót vegna bruna jarðefnaeldsneyta og salt sé meira áberandi þegar úrkoma er eða snjór á jörðu. Ef við tökum nagladekkinn sérstaklega út fyrir sviga að þá mældist til dæmis engin verulegur munur á malbiksryki á nagladekkjatímabilinu fyrir 15. apríl og eftir í mælingum Eflu frá 2015. Þetta segir okkur að það er erfitt að tilgreina hversu mikið af malbiksryki í svifrykinu megi rekja til nagladekkjana eingöngu. Því er ekki gefið að dekkjaskiptin ein og sér hafi haldbær áhrif á loftmengun í Reykjavík, þótt nagladekkin slíti sannarlega meira malbiki en venjuleg dekk, því framlag nagladekkjanna til loftmenguninnar er svo mörgu háð t.d. veðri, gæðum dekkjanna og gerð malbiksins. Aðra sögu er að segja um sótið sem er stór uppspretta svifryks. Þannig ef markmiðið er að koma varanlegu höggi á loftmengun í borginni þarf fyrst og fremst að styðja við rafvæðingu bílaflotans. Hin áhrifaríkasta leiðin til að draga strax úr loftmengun er einfaldlega að þrífa göturnar oft og rykbinda, það er vel staðfest, og þar sem orkuskiptin gerast ekki á einni nóttu ættum við að setja fullan þunga í þrifin. Hvers vegna tönnlast borgarstjóri þá á nagladekkjunum? Mögulega er það vegna þess að á meðan umræðan snýst um nagladekk snýst hún ekki um það að meirihlutinn í borgarstjórn hefur fengið algjöra falleinkunn í götuþrifum og rykbindingu. Þarna fannst þeim mikilvægt að spara en tókst þó að koma borgarsjóði í 400 milljarða króna skuld og viti menn nú kallar borgarstjóri eftir fleiri gjaldtökum á Reykvíkinga, berandi nagladekkin fyrir sig. Þannig hefur Samfylkingin og samstarfsflokkar hennar starfað síðast liðinn 15 ár. Eyða um efni fram og finna sér svo grýlu til að réttlæta auka gjaldtöku í nafni einhverra óljósra framfaravona, en það eina sem gerist er að við borgum öll meira fyrir minna. Öfugmælin eru algjör. Í stað þess að efla götuþrifin og rykbindingu ákvað meirihlutinn í borgarstjórn að byrja árið á því að fækka hvötum þess að skipta yfir á rafmagnsbíl og hefja aftur gjaldtöku á rafbílastæðum sem áður voru gjaldfrjáls. Svona vinnubrögð eru ágætis leið til að uppskera brostnar væntingar í baráttunni við loftmengun. Við gætum verið að beina tíma starfsfólks og skattfé í mun kröftugri aðgerðir en þess í stað er svifrykinu bara slegið í augu Reykvíkinga svo borgarstjóri geti fjölgað gjaldstofnum. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar