Enga myglu að finna þar sem hælisleitendur eru hýstir í Grindavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. janúar 2023 21:45 Karl Pétur Jónsson, upplýsingafulltrúi Framkvæmdasýslunnar segir enga myglu að finna í húsnæði flóttafólks í Grindavík. Vísir/Vilhelm Enga myglu er að finna í Festi í Grindavík, þar sem Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur. Forstjóri stofnunarinnar segir mikla áskorun bíða hennar á árinu vegna fjölda flóttamanna sem stefna hingað til lands. Gríðarlegur skortur sé á húsnæði. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um að bæjarstjórn Grindavíkur hafi mótmælt ákvörðun Vinnumálastofnunar um að hýsa flóttamenn á hótelinu Festi í bænum. Hjálmar Hallgrímsson forseti bæjarstjórnar furðaði sig á vinnubrögðum Vinnumálastofnunar, til dæmis að málið hafi verið framkvæmt án samráðs við bæjarstjórn. „Við hefðum sjálfsagt átt að hafa meira samráð við þá áður en það var ýmislegt sem kom til. Veikindi hjá okkur og annir. Svo er það stundum þannig að Framkvæmdasýslan, sem sér um að finna húsnæði handa okkur, hún finnur húsnæðið og við erum að hlaupa og með fullt af fólki sem þarf að koma undir þak. Þá gefst ekki alltaf tækifæri til að vera með nógu góðan fyrirvara,“ segir Unnur Sveinsdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Hún fundaði með Grindvíkingum í morgun og var niðurstaða fundarins að auka samráð og að flóttafólkið fái að vera þarna áfram. Grindvíkingar lýstu áhyggjum af fólkinu vegna myglu, sem upp kom í húsnæðinu síðasta vor, en þar þurfti að hætta starfsemi hótels vegna hennar. Myndu aldrei leigja heilsuspillandi húsnæði Það þurfti að hætta þarna starfsemi þarna í fyrravor vegna myglu. Er húsnæðið myglað? „Nei, það er það ekki. Það kom upp mygla í einu herbergi af 38 fyrir ári síðan. Eigandi hússins greip til viðeigandi ráðstafana og sú úttekt sem við höfum frá verkfræðistofu sýnir að húsnæðið er í fínu lagi,“ segir Karl Pétur Jónsson, upplýsingafulltrúi Framkvæmdasýslu - Ríkiseigna. Stöðva þurfti starfsemi hótelsins í Festi í Grindavík í fyrravor vegna rakaskemmda og myglu. Vísir/Egill Hann skilji vel að margir Íslendingar verði hræddir þegar minnst er á myglu, sérstaklega í ljósi ítrekaðra myglufunda í húsnæði hér undanfarin misseri. „En við myndum aldrei leigja húsnæði sem er heilsuspillandi,“ segir Karl Pétur. Hefðu viljað vita fyrr af áætlunum Annað svipað mál hefur komið upp á Laugarvatni en þar á að hýsa tugi flóttamanna í gamalli heimavist Háskóla Íslands. Sveitarstjórn var ekki gert viðvart um fyrirætlanirnar fyrr en nýlega og heilbrigðiseftirlitið gert athugasemdir vegna rakaskemmda. „Þetta er gríðarlega stórt hús og misjafnt hvað er að því eftir hvar þú drepur niður fæti,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, í samtali við fréttamann okkar Magnús Hlyn Hreiðarsson. Sveitarstjórnin hafi lagt á það áherslu að húsnæðið verði ekki tekið til notkunar séu aðstæður þar innandyra heilsuspillandi. „Það hefði verið gott að vita af þessu fyrr og það væri gott ef sveitarfélögin hefðu eitthvað um þetta að segja. Þau hafa það ekki.“ Mikil áskorun framundan að finna húsnæði fyrir flóttafólk Vinna er hafin við að laga það sem þarf í húsinu og því tiltölulega stutt í að hægt sé að taka það í notkun. Ástandið á því sé almennt gott. „Og þar eru ekki þannig rakaskemmdir að það hafi ollið myglu,“ segir Karl Pétur. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/Einar Fimm þúsund hælisleitendur komu til landsins í fyrra og von er á öðrum eins fjölda á þessu ári. „Mesta áskorunin er að finna húsnæði fyrir þetta fólk en við megum ekki gleyma því sem þjóð að við erum að taka á móti fólki sem er að flýja stríð og aðrar hörmungar,“ segir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Grindavík Bláskógabyggð Mygla Tengdar fréttir Íbúar á Laugarvatni uggandi að setja eigi hælisleitendur í heilsuspillandi húsnæði Vinnumálastofnun hyggst hýsa tugi hælisleitenda á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, þrátt fyrir að heilbrigðiseftirlitið hafi varað við að húsnæðið geti verið heilsuspillandi og brunavarnir ekki í lagi. Sveitarstjóri segir það stóran bita fyrir lítið sveitarfélag að taka á móti tugum manna á einu bretti. 13. janúar 2023 12:00 Segir að samráð hefði mátt vera meira en flóttamennirnir verði áfram í Grindavík Flóttafólk, sem Vinnumálastofnun hefur komið fyrir á hótelinu Festi í Grindavík, verður þar áfram. Bæjarstjórn Grindavíkur gagnrýndi stofnunina fyrir að koma fólkinu þar fyrir í gær og deildi á um hvort stofnunin hafi haft heimild til að koma fólkinu þar fyrir. Forstjóri Vinnumálastofnunar fundaði með Bæjarráði í morgun og segir hann hafa verið farsælan. 13. janúar 2023 14:07 Vilja loka húsnæði sem hýsir hælisleitendur Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur í Grindavík þrátt fyrir mótmæli bæjaryfirvalda. Bæjarráð hefur beint því til skipulags- og byggingarfulltrúa að kanna hvort bærinn geti lokað húsnæðinu. 12. janúar 2023 19:30 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um að bæjarstjórn Grindavíkur hafi mótmælt ákvörðun Vinnumálastofnunar um að hýsa flóttamenn á hótelinu Festi í bænum. Hjálmar Hallgrímsson forseti bæjarstjórnar furðaði sig á vinnubrögðum Vinnumálastofnunar, til dæmis að málið hafi verið framkvæmt án samráðs við bæjarstjórn. „Við hefðum sjálfsagt átt að hafa meira samráð við þá áður en það var ýmislegt sem kom til. Veikindi hjá okkur og annir. Svo er það stundum þannig að Framkvæmdasýslan, sem sér um að finna húsnæði handa okkur, hún finnur húsnæðið og við erum að hlaupa og með fullt af fólki sem þarf að koma undir þak. Þá gefst ekki alltaf tækifæri til að vera með nógu góðan fyrirvara,“ segir Unnur Sveinsdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Hún fundaði með Grindvíkingum í morgun og var niðurstaða fundarins að auka samráð og að flóttafólkið fái að vera þarna áfram. Grindvíkingar lýstu áhyggjum af fólkinu vegna myglu, sem upp kom í húsnæðinu síðasta vor, en þar þurfti að hætta starfsemi hótels vegna hennar. Myndu aldrei leigja heilsuspillandi húsnæði Það þurfti að hætta þarna starfsemi þarna í fyrravor vegna myglu. Er húsnæðið myglað? „Nei, það er það ekki. Það kom upp mygla í einu herbergi af 38 fyrir ári síðan. Eigandi hússins greip til viðeigandi ráðstafana og sú úttekt sem við höfum frá verkfræðistofu sýnir að húsnæðið er í fínu lagi,“ segir Karl Pétur Jónsson, upplýsingafulltrúi Framkvæmdasýslu - Ríkiseigna. Stöðva þurfti starfsemi hótelsins í Festi í Grindavík í fyrravor vegna rakaskemmda og myglu. Vísir/Egill Hann skilji vel að margir Íslendingar verði hræddir þegar minnst er á myglu, sérstaklega í ljósi ítrekaðra myglufunda í húsnæði hér undanfarin misseri. „En við myndum aldrei leigja húsnæði sem er heilsuspillandi,“ segir Karl Pétur. Hefðu viljað vita fyrr af áætlunum Annað svipað mál hefur komið upp á Laugarvatni en þar á að hýsa tugi flóttamanna í gamalli heimavist Háskóla Íslands. Sveitarstjórn var ekki gert viðvart um fyrirætlanirnar fyrr en nýlega og heilbrigðiseftirlitið gert athugasemdir vegna rakaskemmda. „Þetta er gríðarlega stórt hús og misjafnt hvað er að því eftir hvar þú drepur niður fæti,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, í samtali við fréttamann okkar Magnús Hlyn Hreiðarsson. Sveitarstjórnin hafi lagt á það áherslu að húsnæðið verði ekki tekið til notkunar séu aðstæður þar innandyra heilsuspillandi. „Það hefði verið gott að vita af þessu fyrr og það væri gott ef sveitarfélögin hefðu eitthvað um þetta að segja. Þau hafa það ekki.“ Mikil áskorun framundan að finna húsnæði fyrir flóttafólk Vinna er hafin við að laga það sem þarf í húsinu og því tiltölulega stutt í að hægt sé að taka það í notkun. Ástandið á því sé almennt gott. „Og þar eru ekki þannig rakaskemmdir að það hafi ollið myglu,“ segir Karl Pétur. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/Einar Fimm þúsund hælisleitendur komu til landsins í fyrra og von er á öðrum eins fjölda á þessu ári. „Mesta áskorunin er að finna húsnæði fyrir þetta fólk en við megum ekki gleyma því sem þjóð að við erum að taka á móti fólki sem er að flýja stríð og aðrar hörmungar,“ segir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Grindavík Bláskógabyggð Mygla Tengdar fréttir Íbúar á Laugarvatni uggandi að setja eigi hælisleitendur í heilsuspillandi húsnæði Vinnumálastofnun hyggst hýsa tugi hælisleitenda á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, þrátt fyrir að heilbrigðiseftirlitið hafi varað við að húsnæðið geti verið heilsuspillandi og brunavarnir ekki í lagi. Sveitarstjóri segir það stóran bita fyrir lítið sveitarfélag að taka á móti tugum manna á einu bretti. 13. janúar 2023 12:00 Segir að samráð hefði mátt vera meira en flóttamennirnir verði áfram í Grindavík Flóttafólk, sem Vinnumálastofnun hefur komið fyrir á hótelinu Festi í Grindavík, verður þar áfram. Bæjarstjórn Grindavíkur gagnrýndi stofnunina fyrir að koma fólkinu þar fyrir í gær og deildi á um hvort stofnunin hafi haft heimild til að koma fólkinu þar fyrir. Forstjóri Vinnumálastofnunar fundaði með Bæjarráði í morgun og segir hann hafa verið farsælan. 13. janúar 2023 14:07 Vilja loka húsnæði sem hýsir hælisleitendur Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur í Grindavík þrátt fyrir mótmæli bæjaryfirvalda. Bæjarráð hefur beint því til skipulags- og byggingarfulltrúa að kanna hvort bærinn geti lokað húsnæðinu. 12. janúar 2023 19:30 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Sjá meira
Íbúar á Laugarvatni uggandi að setja eigi hælisleitendur í heilsuspillandi húsnæði Vinnumálastofnun hyggst hýsa tugi hælisleitenda á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, þrátt fyrir að heilbrigðiseftirlitið hafi varað við að húsnæðið geti verið heilsuspillandi og brunavarnir ekki í lagi. Sveitarstjóri segir það stóran bita fyrir lítið sveitarfélag að taka á móti tugum manna á einu bretti. 13. janúar 2023 12:00
Segir að samráð hefði mátt vera meira en flóttamennirnir verði áfram í Grindavík Flóttafólk, sem Vinnumálastofnun hefur komið fyrir á hótelinu Festi í Grindavík, verður þar áfram. Bæjarstjórn Grindavíkur gagnrýndi stofnunina fyrir að koma fólkinu þar fyrir í gær og deildi á um hvort stofnunin hafi haft heimild til að koma fólkinu þar fyrir. Forstjóri Vinnumálastofnunar fundaði með Bæjarráði í morgun og segir hann hafa verið farsælan. 13. janúar 2023 14:07
Vilja loka húsnæði sem hýsir hælisleitendur Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur í Grindavík þrátt fyrir mótmæli bæjaryfirvalda. Bæjarráð hefur beint því til skipulags- og byggingarfulltrúa að kanna hvort bærinn geti lokað húsnæðinu. 12. janúar 2023 19:30
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent