„Loftárásir hafa verið gerðar á mikilvæga innviði. Verið að kanna nánar,“ segir Kyrylo Tymoshenko, aðstoðaryfirmaður skrifstofu forsetans, í yfirlýsingu.
Óskar Hallgrímsson greinir fréttastofu frá því að hann hafi orðið var við fjórar sprengingar, í eitt skipti án aðvörunar sem sé sjaldgæft.
Vitalí Klitschko, borgarstjóri höfuðborgarinnar, sagði sprengingar hafa orðið í úthverfinu Dniproviskí og hvatti íbúa til að leita skjóls í loftvarnabyrgjum.