Kippir sér frekar upp við rafmagnsleysið en sprengingarnar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. janúar 2023 14:07 Óskar Hallgrímsson. Bylgjan Loftárásir voru gerðar á mikilvæga innviði Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu í morgun. Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari sem er búsettur í borginni, segir nýjustu loftárásir Rússa sýna fram á veikleika í loftvarnarkerfi Úkraínumanna. Hann segist fremur kippa sér upp við rafmagnsleysi en sprengingar. Yfirvöld í Kænugarði greindu frá sprengingum í morgun. Borgarstjóri Kænugarðs, Vítalí Klítskó hvatti íbúa til að leita skjóls í loftvarnarbyrgjum. Viðvaranir eru nú í gildi um alla Úkraínu og íbúar búa sig undir frekara rafmagnsleysi. Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari er búsettur í Kænugarði. „Við vöknuðum við spreningar sem er sjaldgæft. Það kom engin viðvörun sem er óvanalegt þegar svona loftárás er gerð,“ segir Óskar í samtali við fréttastofu. Hann segir ástæðu þess að engin viðvörun barst vera sú að erfiðara sé fyrir loftvarnarkerfi Úkraínumanna að greina sprengjur sem séu varpað í nokkurs konar boga (ballistic missile trajectory). „Þetta er greinilega stórt gat í loftvörnum sem eru að koma í ljós,“ segir Óskar. Blaðamaður Wall Street Journal segir einnig að loftvarnarkerfið hafi ekki tekist að bregðast við þeim nýju sprengjum sem varpað var í morgun. New attacks on Kyiv this morning with Russia using ballistic missiles that Ukraine’s limited air defenses aren’t equipped to handle. “They obviously saw that almost all the slow cruise missiles are being shot down,” said an official https://t.co/g1El8WkBzP— Matthew Luxmoore (@mjluxmoore) January 14, 2023 Rafmagnsleysið meira áhyggjuefni „Við fáum svo fregnir af því að allar tiltækar sprengjuvélar Rússa séu nú á lofti. Það er hins vegar ekki alveg ljóst hvað þessar flugvélar eru að gera.“ Óskar segir annars að andrúmsloftið í borginni sé ósköp venjulegt. „Við kippum okkur voða lítið upp við þetta nú orðið. Það er fáránlegt að við vorum í raun með meiri áhyggjur af því að missa rafmagn en að verða fyrir flugskeyti. Ég veit að það hljómar skringilega en eftir tíu mánuði af þessu stríði er maður orðinn ansi vanur þessu andrúmslofti. Annars virðist allt ganga sinn vanagang og við missum ekki rafmagn á hverjum degi núna, frekar annan eða þriðja hvern dag.“ Stutt er síðan hann heimsótti þær slóðir í Donbas-héraði þar sem Rússar sóttu fram í síðustu viku, einkum í bænum Soledar sem Óskar segir nú rústir einar. Hann segir hins vegar ólíklegt að Rússar nái að sækja mikið lengra fram í náinni framtíð. „Að tala um framsókn hjá Rússum eins og þetta sé einhver stórsókn er bara engan veginn rétt. Þeir ná að drepa fólk og aðallega sína eigin hermenn með svona vitleysisgangi,“ segir Óskar Hallgrímsson sem talar frá Kænugarði. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Yfirvöld í Kænugarði greindu frá sprengingum í morgun. Borgarstjóri Kænugarðs, Vítalí Klítskó hvatti íbúa til að leita skjóls í loftvarnarbyrgjum. Viðvaranir eru nú í gildi um alla Úkraínu og íbúar búa sig undir frekara rafmagnsleysi. Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari er búsettur í Kænugarði. „Við vöknuðum við spreningar sem er sjaldgæft. Það kom engin viðvörun sem er óvanalegt þegar svona loftárás er gerð,“ segir Óskar í samtali við fréttastofu. Hann segir ástæðu þess að engin viðvörun barst vera sú að erfiðara sé fyrir loftvarnarkerfi Úkraínumanna að greina sprengjur sem séu varpað í nokkurs konar boga (ballistic missile trajectory). „Þetta er greinilega stórt gat í loftvörnum sem eru að koma í ljós,“ segir Óskar. Blaðamaður Wall Street Journal segir einnig að loftvarnarkerfið hafi ekki tekist að bregðast við þeim nýju sprengjum sem varpað var í morgun. New attacks on Kyiv this morning with Russia using ballistic missiles that Ukraine’s limited air defenses aren’t equipped to handle. “They obviously saw that almost all the slow cruise missiles are being shot down,” said an official https://t.co/g1El8WkBzP— Matthew Luxmoore (@mjluxmoore) January 14, 2023 Rafmagnsleysið meira áhyggjuefni „Við fáum svo fregnir af því að allar tiltækar sprengjuvélar Rússa séu nú á lofti. Það er hins vegar ekki alveg ljóst hvað þessar flugvélar eru að gera.“ Óskar segir annars að andrúmsloftið í borginni sé ósköp venjulegt. „Við kippum okkur voða lítið upp við þetta nú orðið. Það er fáránlegt að við vorum í raun með meiri áhyggjur af því að missa rafmagn en að verða fyrir flugskeyti. Ég veit að það hljómar skringilega en eftir tíu mánuði af þessu stríði er maður orðinn ansi vanur þessu andrúmslofti. Annars virðist allt ganga sinn vanagang og við missum ekki rafmagn á hverjum degi núna, frekar annan eða þriðja hvern dag.“ Stutt er síðan hann heimsótti þær slóðir í Donbas-héraði þar sem Rússar sóttu fram í síðustu viku, einkum í bænum Soledar sem Óskar segir nú rústir einar. Hann segir hins vegar ólíklegt að Rússar nái að sækja mikið lengra fram í náinni framtíð. „Að tala um framsókn hjá Rússum eins og þetta sé einhver stórsókn er bara engan veginn rétt. Þeir ná að drepa fólk og aðallega sína eigin hermenn með svona vitleysisgangi,“ segir Óskar Hallgrímsson sem talar frá Kænugarði.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira