En af hverju er búið að byggja yfir?
„Það er bara veðrið, sem býður ekki upp á það að steypa gólf brúarinnar öðruvísi. Við ætlum að kynda og halda hita hér svo við getum steypt í vikunni en hitinn inn í skálanum verði um 10 gráður þegar steypt verður en plast er sett yfir allt þakið. Mikið frost hefur verið hér á svæðinu síðustu vikur og mikill klaki í ánni,“ segir Lárus Þorsteinsson, verkstjóri hjá Ístaki við brúarsmíðina.
Brúin er 145 metrar á lengd og um þúsund tonn af járni fara í gólfið á nýju brúni, sem verður tvíbreið og fín.

Lárus segir að hitinn inn í skálanum verði um 10 gráður þegar steypt verður en plast er sett yfir allt þakið. Mikið frost hefur verið á svæðinu síðustu vikur og mikill klaki í ánni.
Lárus segir að stefnt sé að því að byrja að steypa nýju brúnna næsta fimmtudag. En hvað verða þeir lengi að steypa.
„Það þarf 36 klukkutíma í verkið, en það á að steypa hana alveg í heilu lagi, má ekkert stoppa. Þetta eru 1260 rúmmetrar, sem fara í þetta,“ bætir Lárus við.
Það þýðir að það verða um 130 fullir steypubílar frá Steypustöðinni á Selfossi, sem koma með steypuna á staðinn.

Lárus segist ekki vita hvenær umferð verði hleypt á nýju brúna en ekki þykir ólíklegt að Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra opni brúna með borðaklippingu en hann er búsettur í næsta nágrenni við nýja mannvirkið.
