LeBron skoraði 35 stig í leiknum og hefur nú skorað yfir 38 þúsund stig í NBA. Aðeins einn annar leikmaður hefur afrekað það; Kareem Abdul-Jabbar.
LeBron James now becomes the second player in history with 38,000 points pic.twitter.com/pceSCkc8Lz
— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) January 16, 2023
Kareem er stigahæstur í sögu NBA með 38.387 stig en þess verður ekki langt að bíða að LeBron slái metið.
Hinn 38 ára LeBron hefur spilað vel fyrir Lakers í vetur þótt liðinu hafi ekki gengið vel. Hann er með 29,0 stig, 8,4 fráköst og 6,8 stoðsendingar að meðaltali í leik og ef hann heldur uppteknum hætti slær hann stigamet Kareems líklega í kringum Stjörnuleikshelgina sem er 17.-19. febrúar.
Sixers vann leikinn í nótt, 113-112. Joel Embiid var frábær í liði Philadelphia og skoraði 35 stig og tók ellefu fráköst. Hann er næststigahæsti leikmaður NBA í vetur með 33,4 stig að meðaltal í leik. Aðeins Luka Doncic, leikmaður Dallas Mavericks, hefur skorað meira, eða 33,8 stig.