Minnast þeirra sem létust í krapaflóðum á Patreksfirði fyrir fjörutíu árum Atli Ísleifsson skrifar 21. janúar 2023 09:31 Minningarstundin hefst í Patreksfjarðarkirkju klukkan 14 á morgun, sunnudag. Vísir/Vilhelm Fjörutíu ár verða á morgun liðin frá því að tvö krapaflóð féllu á Patreksfjörð með þeim afleiðingum að fjögur létust og nítján hús skemmdust. Að því tilefni verður blásið til minningarathafnar um hin látnu. Í tilkynningu frá sveitarfélaginu Vesturbyggð kemur fram að minningarstund verði í Patreksfjarðarkirkju klukkan 14 á morgun að Kristjáni Björnssyni vígslubiskupi viðstöddum. „Þar munu listamenn af svæðinu flytja tónlistaratriði. Að því loknu verður gengið að minnisvarða þeirra sem létust í krapaflóðunum, þar verða viðbragðsaðilar á svæðinu í broddi fylkingar. Því næst verður minningarathöfn í félagsheimilinu þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti, Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, og Úlfar Thoroddsen fyrrverandi sveitarstjóri Patreksfjarðarhrepps taka til máls,“ segir í tilkynningunni. Guðni Th. Jóhannesson forseti mun sækja minningarathöfnina.Vísir/Vilhelm Voru á leið á þorrablót Um hamfarirnar segir að það 22. janúar árið 1983 hafi Patreksfirðingar verið að gera sig prúðbúna fyrir þorrablót þegar krapaflóðin féllu með stuttu millibili á bæinn. „Mikil eyðilegging átti sér stað og mörg misstu aleigu sína. Valgerður Jónsdóttir 77 ára, Marteinn Ólafur Pétursson 41 árs, Sigurbjörg Sigurðardóttir 58 ára og Sigrún Guðbrandsdóttir 6 ára létust öll í flóðinu en auk þeirra slösuðust tíu manns. Viðbragðsaðilar frá Patreksfirði, nærliggjandi byggðalögum og Reykjavík lyftu grettistaki við að bjarga fólki úr krapanum. Bæjarbúum var smalað í félagsheimilið á meðan björgunarstarfi stóð, enda nóg af þorramat til að metta fjöldann. Öll sem vettlingi gátu valdið lögðu hönd á plóg en atburðurinn umturnaði lífi margra Patreksfirðinga, enda um náið samfélag að ræða og enga áfallahjálp að fá á þessum tíma,“ segir um atburðina. Dagskrá 14:00 – Minningarstund í Patreksfjarðarkirkju. Séra Kristján Arason heldur minningarstund að viðstöddum Kristjáni Björnssyni vígslubiskupi. Tónlistarfólk af svæðinu flytur tónlistaratriði. 14:40 – Gengið að minnisvarðanum. Viðbragðsaðilar verða í broddi fylkingar og lagður verður blómasveigur og kerti við minnisvarðann. 15:15 – Minningarathöfn í félagsheimili Patreksfjarðar. Til máls taka: Úlfar Thoroddsen, fyrrverandi sveitarstjóri Patreksfjarðarhrepps. Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Að lokinni dagskrá býður slysavarnardeildin Unnur upp á kaffi og veitingar. Vesturbyggð Náttúruhamfarir Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Í tilkynningu frá sveitarfélaginu Vesturbyggð kemur fram að minningarstund verði í Patreksfjarðarkirkju klukkan 14 á morgun að Kristjáni Björnssyni vígslubiskupi viðstöddum. „Þar munu listamenn af svæðinu flytja tónlistaratriði. Að því loknu verður gengið að minnisvarða þeirra sem létust í krapaflóðunum, þar verða viðbragðsaðilar á svæðinu í broddi fylkingar. Því næst verður minningarathöfn í félagsheimilinu þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti, Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, og Úlfar Thoroddsen fyrrverandi sveitarstjóri Patreksfjarðarhrepps taka til máls,“ segir í tilkynningunni. Guðni Th. Jóhannesson forseti mun sækja minningarathöfnina.Vísir/Vilhelm Voru á leið á þorrablót Um hamfarirnar segir að það 22. janúar árið 1983 hafi Patreksfirðingar verið að gera sig prúðbúna fyrir þorrablót þegar krapaflóðin féllu með stuttu millibili á bæinn. „Mikil eyðilegging átti sér stað og mörg misstu aleigu sína. Valgerður Jónsdóttir 77 ára, Marteinn Ólafur Pétursson 41 árs, Sigurbjörg Sigurðardóttir 58 ára og Sigrún Guðbrandsdóttir 6 ára létust öll í flóðinu en auk þeirra slösuðust tíu manns. Viðbragðsaðilar frá Patreksfirði, nærliggjandi byggðalögum og Reykjavík lyftu grettistaki við að bjarga fólki úr krapanum. Bæjarbúum var smalað í félagsheimilið á meðan björgunarstarfi stóð, enda nóg af þorramat til að metta fjöldann. Öll sem vettlingi gátu valdið lögðu hönd á plóg en atburðurinn umturnaði lífi margra Patreksfirðinga, enda um náið samfélag að ræða og enga áfallahjálp að fá á þessum tíma,“ segir um atburðina. Dagskrá 14:00 – Minningarstund í Patreksfjarðarkirkju. Séra Kristján Arason heldur minningarstund að viðstöddum Kristjáni Björnssyni vígslubiskupi. Tónlistarfólk af svæðinu flytur tónlistaratriði. 14:40 – Gengið að minnisvarðanum. Viðbragðsaðilar verða í broddi fylkingar og lagður verður blómasveigur og kerti við minnisvarðann. 15:15 – Minningarathöfn í félagsheimili Patreksfjarðar. Til máls taka: Úlfar Thoroddsen, fyrrverandi sveitarstjóri Patreksfjarðarhrepps. Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Að lokinni dagskrá býður slysavarnardeildin Unnur upp á kaffi og veitingar.
Dagskrá 14:00 – Minningarstund í Patreksfjarðarkirkju. Séra Kristján Arason heldur minningarstund að viðstöddum Kristjáni Björnssyni vígslubiskupi. Tónlistarfólk af svæðinu flytur tónlistaratriði. 14:40 – Gengið að minnisvarðanum. Viðbragðsaðilar verða í broddi fylkingar og lagður verður blómasveigur og kerti við minnisvarðann. 15:15 – Minningarathöfn í félagsheimili Patreksfjarðar. Til máls taka: Úlfar Thoroddsen, fyrrverandi sveitarstjóri Patreksfjarðarhrepps. Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Að lokinni dagskrá býður slysavarnardeildin Unnur upp á kaffi og veitingar.
Vesturbyggð Náttúruhamfarir Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent