Hér að neðan má sjá myndbandið þar sem Madonna tilkynnir fréttirnar en grínistinn Amy Schumer manar hana hér til að fara í tónleikaferðalag um heiminn og taka sín frægustu lög, sem hún samþykkir.
Madonna á að baki sér fjölmarga ofursmelli og má þar meðal annars nefna Like A Prayer, 4 minutes, Vogue, Material Girl og Like A Virgin. Þá hefur hún einnig farið með hlutverk í kvikmyndum eins og Desperatly Seeking Susan og hannað fatalínur með risum á borð við H&M og Macy's.
Í tilkynningunni kemur fram að Madonna muni taka alla sína þekktustu smelli frá ferlinum á tónleikaferðalaginu umrædda en herlegheitin hefjast 15. júlí í Vancouver, Kanada. Fram til október mun hún koma fram víða um Norður Ameríku og færa sig svo til Evrópu en tónleikaferðalaginu lýkur í Amsterdam þann fyrsta desember.
Nánari upplýsingar um tímasetningar á tónleikum hennar má finna hér.