Tekist á um nærbuxnaatriði og nektardans Lenoncie í héraði Jakob Bjarnar skrifar 17. janúar 2023 15:19 Frægt nærbuxnaatriði Leoncie var meðal þess sem var til umfjöllunar í héraðsdómi Reykjavíkur í meiðyrðamáli söngkonunnar á hendur eiganda Glatkistunnar. skáskot timarit.is Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Helga Jónsson, eiganda og umsjónarmann Glatkistunnar, í meiðyrðamáli söngkonunnar Leoncie Indiu Martin. Henni hefur verið gert að greiða Helga 1,4 milljón í málskostnað. Leoncie gerði alvarlegar athugasemdir við texta sem birtist um hana á Glatkistunni en þar er haldið utan um feril íslenskra tónlistarmanna. Hún krafðist þess að eftifarandi ummæli yrðu dæmd dauð og ómerk: 1. „Næstu árin starfaði Leoncie við nektardans og söng með hléum en dvaldi þess á milli erlendis um lengri og skemmri tíma en var alkomin til Íslands 1990, uppúr því sem hún fór aftur að láta að sér kveða á tónlistarsviðinu.“ 2. „Í ársbyrjun 1994 sýndi Ríkissjónvarpið þátt um Leoncie þar sem ferli hennar í máli og myndum var gerð skil, það sem olli þó mesta umtalinu var bútur sem ekki var í myndinni (sem klipptur hafði verið út af beiðni Sveinbjörns I. Baldvinssonar þáverandi dagskrárstjóra) en þar klæddi söngkonan sig í nærbuxur merktar Alþýðuflokknum sem Jón Baldvin Hannibalsson þáverandi utanríkisráðherra, hafði fært henni á einhverri skemmtun á Suðurnesjum.“ 3. „Þetta ár birtust fréttir þess efnis að Leoncie hefði landað stórum þriggja ára útgáfusamningi á Indlandi en líklega áttu þær fréttir aldrei við nein rök að styðjast.“ 4. „Næstu árin átti Leoncie eftir að leggja meiri áherslu á tónlistarferil sinn en áður, hún var hætt að strippa og plötur komu nú út tíðar en áður, 2002 kom næsta plata en hún bar titilinn Sexy loverboy. Tímaritið Sánd gaf plötunni frábæra dóma en miðað við það sem á undan hafði gengið er erfitt að lesa í raunverulega merkingu þess dóms.“ Heiðarleg, guðrækin og sómakær og vill ekki láta kenna sig við nektardans Leoncie krafðist tveggja milljóna króna í miskabætur með vöxtum. Í reifun segir að Leoncie líti á ofangreind ummæli sem ærumeiðandi aðdróttanir sem eigi ekki við rök að styðjast; gróf árás á æru stefnanda og starfsheiður. Ummælin séu röng og aðdróttanir alvarlegar þar sem nektardans er talinn siðferðilega ámælisverður. Verjandi hennar, Ómar R. Valdimarsson, sagði að skjólstæðingur sinn væri heiðarleg, sómakær og guðrækin kona sem kærði sig ekki um að vera kennd við nektardans. Og því síður geti hún fellt sig við að vera vænd um að koma fram á nærbuxum merktum Alþýðuflokknum einum fata. Segir í dómi að þetta hafi valdið stefnanda vanlíðan svo mikilli að hún þurfti að leita til sálfræðings vegna þessa. „Stefnandi vísar til þess að það sé sérstaklega meiðandi að ummælin hafi verið sett fram á internetinu, en hún njóti mikillar virðingar samferðarmanna sinna í tónlistinni.“ Gömul viðtöl verða Leoncie að falli Lögmaður Helga, Álaug Lára Lárusdóttir, vísaði til tjáningarfrelsisákvæða auk þess sem lögð voru fram ýmis göng, ýmis viðtöl við Leoncie þar sem hún talaði um nektardans sinn. Til að mynda segir hún í tímaritinu Eintaki 27. janúar 1994 við spurningunni hvort hún sé enn að fækka fötum fyrir Íslendinga: „Aðeins í einkasamkvæmum. Ég fer ekki á opinbera skemmtistaði vegna þess að ég vil ekki sýna líkama minn fyrir nokkrar krónur og mér er alveg sama hverjir koma frá Danmörku og dansa fyrir tvö, þrjú þúsund krónur. Ég vil fá hæstu borgun vegna þess að ég hugsa í milljónum ekki þúsundum.“ Héraðsdómur Reykjavíkur en Leoncie fór bónleið til búðar eftir að hafa rekið meiðyrðamál sitt á hendur Glatkistunni þar.vísir/vilhelm Vísað er í margvíslega umfjöllun og auglýsingar þar sem Leoncie sé teiknuð upp sem frumkvöðull á sviði nektardans á Íslandi. Í raun sé öll umfjöllunin um Leoncie byggð á því sem fram hefur komið opinberlega og finna megi á tímarit.is. Stefnandi tekur fram að þau ummæli sem krafist sé ómerkingar á, séu ekki röng. Til að mynda hvað varði téðar nærbuxur þá lýsi Leoncie því sjálf í Pressunni 3. febrúar 1994 á þennan hátt: „Mér var sagt að ríkissjónvarpið hafi hringt í Jón Baldvin Hannibalson á elleftu stundu og vegna hans hafi vilja klippt nærbuxnaatriðið út. Ég skil þetta ekki, - þetta var mjög skemmtilegt atriði.“ Þá lýsti Helgi því að hann hafi orðið fyrir margvíslegu ónæði af hálfu tónlistarkonunnar vegna málsins. Ásgerður Ragnarsdóttir héraðsdómari leit einkum til þessa og taldi að tjáning sem um er deilt rúmist innan tjáningarfrelsis Helga samkvæmt 73. grein stjórnarskrárinnar og 10. grein mannréttindasáttmála Evrópu. Takmörkun tjáningar hans með ómerkingu ummæla eða skyldu til greiðslu miskabóta telst ekki uppfylla skilyrði um nauðsyn í lýðræðislegu þjóðfélagi og hann því sýkn af öllum kröfum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Leoncie þegar áfrýjað málinu til Landsréttar. Dómsmál Tónlist Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Óður til Trump í nýju lagi Leoncie Söngkonan Leoncie sendi frá sér nýtt tónlistarmyndband á YouTube í gær þar sem hún syngur um sitjandi Bandaríkjaforseta og lofsamar hann. 15. september 2019 19:30 Ósanngjarnt hvernig stúlkan var dregin inn í umræðu sem var að miklu leyti „algjör þvæla“ Björn Bragi viðurkennir að málið hafi verið honum afar þungbært. 5. september 2019 22:18 Flytur til Indlands og gerist stjórnmálamaður Leoncie heldur tónleika um næstu helgi á Hard Rock Café. Líklega verður þetta síðasti séns landsmanna að sjá hana troða upp en hún ætlar að flytja til Indlands, gerast stjórnmálamaður og hafa krókódíla sem gæludýr. 24. nóvember 2016 13:00 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Leoncie gerði alvarlegar athugasemdir við texta sem birtist um hana á Glatkistunni en þar er haldið utan um feril íslenskra tónlistarmanna. Hún krafðist þess að eftifarandi ummæli yrðu dæmd dauð og ómerk: 1. „Næstu árin starfaði Leoncie við nektardans og söng með hléum en dvaldi þess á milli erlendis um lengri og skemmri tíma en var alkomin til Íslands 1990, uppúr því sem hún fór aftur að láta að sér kveða á tónlistarsviðinu.“ 2. „Í ársbyrjun 1994 sýndi Ríkissjónvarpið þátt um Leoncie þar sem ferli hennar í máli og myndum var gerð skil, það sem olli þó mesta umtalinu var bútur sem ekki var í myndinni (sem klipptur hafði verið út af beiðni Sveinbjörns I. Baldvinssonar þáverandi dagskrárstjóra) en þar klæddi söngkonan sig í nærbuxur merktar Alþýðuflokknum sem Jón Baldvin Hannibalsson þáverandi utanríkisráðherra, hafði fært henni á einhverri skemmtun á Suðurnesjum.“ 3. „Þetta ár birtust fréttir þess efnis að Leoncie hefði landað stórum þriggja ára útgáfusamningi á Indlandi en líklega áttu þær fréttir aldrei við nein rök að styðjast.“ 4. „Næstu árin átti Leoncie eftir að leggja meiri áherslu á tónlistarferil sinn en áður, hún var hætt að strippa og plötur komu nú út tíðar en áður, 2002 kom næsta plata en hún bar titilinn Sexy loverboy. Tímaritið Sánd gaf plötunni frábæra dóma en miðað við það sem á undan hafði gengið er erfitt að lesa í raunverulega merkingu þess dóms.“ Heiðarleg, guðrækin og sómakær og vill ekki láta kenna sig við nektardans Leoncie krafðist tveggja milljóna króna í miskabætur með vöxtum. Í reifun segir að Leoncie líti á ofangreind ummæli sem ærumeiðandi aðdróttanir sem eigi ekki við rök að styðjast; gróf árás á æru stefnanda og starfsheiður. Ummælin séu röng og aðdróttanir alvarlegar þar sem nektardans er talinn siðferðilega ámælisverður. Verjandi hennar, Ómar R. Valdimarsson, sagði að skjólstæðingur sinn væri heiðarleg, sómakær og guðrækin kona sem kærði sig ekki um að vera kennd við nektardans. Og því síður geti hún fellt sig við að vera vænd um að koma fram á nærbuxum merktum Alþýðuflokknum einum fata. Segir í dómi að þetta hafi valdið stefnanda vanlíðan svo mikilli að hún þurfti að leita til sálfræðings vegna þessa. „Stefnandi vísar til þess að það sé sérstaklega meiðandi að ummælin hafi verið sett fram á internetinu, en hún njóti mikillar virðingar samferðarmanna sinna í tónlistinni.“ Gömul viðtöl verða Leoncie að falli Lögmaður Helga, Álaug Lára Lárusdóttir, vísaði til tjáningarfrelsisákvæða auk þess sem lögð voru fram ýmis göng, ýmis viðtöl við Leoncie þar sem hún talaði um nektardans sinn. Til að mynda segir hún í tímaritinu Eintaki 27. janúar 1994 við spurningunni hvort hún sé enn að fækka fötum fyrir Íslendinga: „Aðeins í einkasamkvæmum. Ég fer ekki á opinbera skemmtistaði vegna þess að ég vil ekki sýna líkama minn fyrir nokkrar krónur og mér er alveg sama hverjir koma frá Danmörku og dansa fyrir tvö, þrjú þúsund krónur. Ég vil fá hæstu borgun vegna þess að ég hugsa í milljónum ekki þúsundum.“ Héraðsdómur Reykjavíkur en Leoncie fór bónleið til búðar eftir að hafa rekið meiðyrðamál sitt á hendur Glatkistunni þar.vísir/vilhelm Vísað er í margvíslega umfjöllun og auglýsingar þar sem Leoncie sé teiknuð upp sem frumkvöðull á sviði nektardans á Íslandi. Í raun sé öll umfjöllunin um Leoncie byggð á því sem fram hefur komið opinberlega og finna megi á tímarit.is. Stefnandi tekur fram að þau ummæli sem krafist sé ómerkingar á, séu ekki röng. Til að mynda hvað varði téðar nærbuxur þá lýsi Leoncie því sjálf í Pressunni 3. febrúar 1994 á þennan hátt: „Mér var sagt að ríkissjónvarpið hafi hringt í Jón Baldvin Hannibalson á elleftu stundu og vegna hans hafi vilja klippt nærbuxnaatriðið út. Ég skil þetta ekki, - þetta var mjög skemmtilegt atriði.“ Þá lýsti Helgi því að hann hafi orðið fyrir margvíslegu ónæði af hálfu tónlistarkonunnar vegna málsins. Ásgerður Ragnarsdóttir héraðsdómari leit einkum til þessa og taldi að tjáning sem um er deilt rúmist innan tjáningarfrelsis Helga samkvæmt 73. grein stjórnarskrárinnar og 10. grein mannréttindasáttmála Evrópu. Takmörkun tjáningar hans með ómerkingu ummæla eða skyldu til greiðslu miskabóta telst ekki uppfylla skilyrði um nauðsyn í lýðræðislegu þjóðfélagi og hann því sýkn af öllum kröfum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Leoncie þegar áfrýjað málinu til Landsréttar.
1. „Næstu árin starfaði Leoncie við nektardans og söng með hléum en dvaldi þess á milli erlendis um lengri og skemmri tíma en var alkomin til Íslands 1990, uppúr því sem hún fór aftur að láta að sér kveða á tónlistarsviðinu.“ 2. „Í ársbyrjun 1994 sýndi Ríkissjónvarpið þátt um Leoncie þar sem ferli hennar í máli og myndum var gerð skil, það sem olli þó mesta umtalinu var bútur sem ekki var í myndinni (sem klipptur hafði verið út af beiðni Sveinbjörns I. Baldvinssonar þáverandi dagskrárstjóra) en þar klæddi söngkonan sig í nærbuxur merktar Alþýðuflokknum sem Jón Baldvin Hannibalsson þáverandi utanríkisráðherra, hafði fært henni á einhverri skemmtun á Suðurnesjum.“ 3. „Þetta ár birtust fréttir þess efnis að Leoncie hefði landað stórum þriggja ára útgáfusamningi á Indlandi en líklega áttu þær fréttir aldrei við nein rök að styðjast.“ 4. „Næstu árin átti Leoncie eftir að leggja meiri áherslu á tónlistarferil sinn en áður, hún var hætt að strippa og plötur komu nú út tíðar en áður, 2002 kom næsta plata en hún bar titilinn Sexy loverboy. Tímaritið Sánd gaf plötunni frábæra dóma en miðað við það sem á undan hafði gengið er erfitt að lesa í raunverulega merkingu þess dóms.“
Dómsmál Tónlist Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Óður til Trump í nýju lagi Leoncie Söngkonan Leoncie sendi frá sér nýtt tónlistarmyndband á YouTube í gær þar sem hún syngur um sitjandi Bandaríkjaforseta og lofsamar hann. 15. september 2019 19:30 Ósanngjarnt hvernig stúlkan var dregin inn í umræðu sem var að miklu leyti „algjör þvæla“ Björn Bragi viðurkennir að málið hafi verið honum afar þungbært. 5. september 2019 22:18 Flytur til Indlands og gerist stjórnmálamaður Leoncie heldur tónleika um næstu helgi á Hard Rock Café. Líklega verður þetta síðasti séns landsmanna að sjá hana troða upp en hún ætlar að flytja til Indlands, gerast stjórnmálamaður og hafa krókódíla sem gæludýr. 24. nóvember 2016 13:00 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Óður til Trump í nýju lagi Leoncie Söngkonan Leoncie sendi frá sér nýtt tónlistarmyndband á YouTube í gær þar sem hún syngur um sitjandi Bandaríkjaforseta og lofsamar hann. 15. september 2019 19:30
Ósanngjarnt hvernig stúlkan var dregin inn í umræðu sem var að miklu leyti „algjör þvæla“ Björn Bragi viðurkennir að málið hafi verið honum afar þungbært. 5. september 2019 22:18
Flytur til Indlands og gerist stjórnmálamaður Leoncie heldur tónleika um næstu helgi á Hard Rock Café. Líklega verður þetta síðasti séns landsmanna að sjá hana troða upp en hún ætlar að flytja til Indlands, gerast stjórnmálamaður og hafa krókódíla sem gæludýr. 24. nóvember 2016 13:00