Lyon þurfti að borga Söru Björk 12,7 milljónir króna plús vexti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2023 11:07 Sara Björk Gunnarsdíttir er nú leikmaður ítalska félagsins Juventus. Hér er hún í myndatöku fyrir Meistaradeildina. Getty/Lorenzo Palizzolo Sigur íslensku knattspyrnukonunnar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í máli hennar gegn fyrrverandi félagi hennar, Lyon, er að flestra mati tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof og hefur vakið mikla athygli í erlendum miðlum sem og hér á landi. Sara Björk barðist fyrir réttindum sínum eftir að franska félagið neitaði að borga laun hennar þegar hún varð ófrísk af syni sínum Ragnari Árnasyni. Hún þurfti á endanum að fara með málið til Alþjóða knattspyrnusambandsins en hafði verið hótað af yfirmönnum sínum hjá franska félaginu um að gera það ekki. Mál Söru Bjarkar hefur vakið mikla athygli á stóru erlendu fréttastofunum eins og ESPN, BBC og Sky Sports. Sara Björk fór heim til Íslands eftir að hún varð ófrísk en uppgötvaði það síðan að Lyon hætti að greiða henni laun. Þau laun þurftu Frakkarnir að borga á endanum eftir hjálp frá FIFA. Lyon was supposed to pay Sara Björk Gunnarsdottir 109,522.21 during her pregnancy. But only ended up paying 27,427.39 - once she won in court they had to pay the rest her the rest of 82,094.82.— Amanda Zaza (@amandaezaza) January 17, 2023 Sky Sports segir þannig frá því að Lyon hafi á endanum þurft að greiða Söru 82,094.82 evrur eða um 12,7 milljónir íslenskra króna. Við þessa upphæð bætast síðan fimm prósent dráttarvextir frá 10. september á síðasta ári. Það má því búast við því að upphæðin sé hátt í þrettán milljónir króna. „Þetta mál er stærra en ég,“ skrifaði Sara Björk meðal annars á samfélagsmiðla sína. Miðað við viðbrögðin í erlendum miðlum og stuðning sem hún hefur fengið frá öðrum leikmönnum þá er enginn vafi á því. „Ég vil vera viss um að enginn þurfi að ganga í gegnum það sama og ég aftur. Og ég vil að Lyon viti að þetta er ekki í lagi. Þetta snerist ekki „bara um viðskipti.“ Þetta snýst um réttindi mín sem starfsmanns, sem konu og manneskju“ skrifaði Sara. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Jafnréttismál Deila Söru Bjarkar og Lyon Tengdar fréttir Sigur Söru sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof Leikmannasamtökin FIFPRO segja að sigur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í máli hennar gegn fyrrverandi félagi hennar, Lyon, sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof. Félaginu var gert að greiða Söru vangoldin laun frá því að hún var ófrísk. 18. janúar 2023 07:01 Lyon svarar Söru og segist hafa gert allt sem það gat til að styðja við bakið á henni Franska knattspyrnufélagið Lyon sendi frá sér fréttatilkynningu fyrr í kvöld þar sem félagið svarar gagnrýni Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Sara skrifaði langa grein á vefsíðunni The Players Tribune þar sem hún segir frá því hvað gerðist þegar hún varð ólétt og hvernig Lyon tók á því, en félagið segist hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð til að styðja við hana. 17. janúar 2023 23:16 Sara fékk ekki greidd laun hjá Lyon og mátti ekki taka soninn með í útileiki Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, hefur svipt hulunni af því sem gerðist hjá Lyon þegar hún varð ólétt og eftir að hún eignaðist son sinn. Lyon borgaði henni ekki laun eftir að hún varð ólétt og framkvæmdastjóri Lyon sagði að ef hún færi með málið til FIFA ætti hún sér enga framtíð hjá félaginu. 17. janúar 2023 16:52 Sara Björk hætt í íslenska landsliðinu Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, hefur ákveðið að hætta að spila með landsliðinu. 13. janúar 2023 10:25 Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Sara Björk barðist fyrir réttindum sínum eftir að franska félagið neitaði að borga laun hennar þegar hún varð ófrísk af syni sínum Ragnari Árnasyni. Hún þurfti á endanum að fara með málið til Alþjóða knattspyrnusambandsins en hafði verið hótað af yfirmönnum sínum hjá franska félaginu um að gera það ekki. Mál Söru Bjarkar hefur vakið mikla athygli á stóru erlendu fréttastofunum eins og ESPN, BBC og Sky Sports. Sara Björk fór heim til Íslands eftir að hún varð ófrísk en uppgötvaði það síðan að Lyon hætti að greiða henni laun. Þau laun þurftu Frakkarnir að borga á endanum eftir hjálp frá FIFA. Lyon was supposed to pay Sara Björk Gunnarsdottir 109,522.21 during her pregnancy. But only ended up paying 27,427.39 - once she won in court they had to pay the rest her the rest of 82,094.82.— Amanda Zaza (@amandaezaza) January 17, 2023 Sky Sports segir þannig frá því að Lyon hafi á endanum þurft að greiða Söru 82,094.82 evrur eða um 12,7 milljónir íslenskra króna. Við þessa upphæð bætast síðan fimm prósent dráttarvextir frá 10. september á síðasta ári. Það má því búast við því að upphæðin sé hátt í þrettán milljónir króna. „Þetta mál er stærra en ég,“ skrifaði Sara Björk meðal annars á samfélagsmiðla sína. Miðað við viðbrögðin í erlendum miðlum og stuðning sem hún hefur fengið frá öðrum leikmönnum þá er enginn vafi á því. „Ég vil vera viss um að enginn þurfi að ganga í gegnum það sama og ég aftur. Og ég vil að Lyon viti að þetta er ekki í lagi. Þetta snerist ekki „bara um viðskipti.“ Þetta snýst um réttindi mín sem starfsmanns, sem konu og manneskju“ skrifaði Sara.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Jafnréttismál Deila Söru Bjarkar og Lyon Tengdar fréttir Sigur Söru sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof Leikmannasamtökin FIFPRO segja að sigur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í máli hennar gegn fyrrverandi félagi hennar, Lyon, sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof. Félaginu var gert að greiða Söru vangoldin laun frá því að hún var ófrísk. 18. janúar 2023 07:01 Lyon svarar Söru og segist hafa gert allt sem það gat til að styðja við bakið á henni Franska knattspyrnufélagið Lyon sendi frá sér fréttatilkynningu fyrr í kvöld þar sem félagið svarar gagnrýni Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Sara skrifaði langa grein á vefsíðunni The Players Tribune þar sem hún segir frá því hvað gerðist þegar hún varð ólétt og hvernig Lyon tók á því, en félagið segist hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð til að styðja við hana. 17. janúar 2023 23:16 Sara fékk ekki greidd laun hjá Lyon og mátti ekki taka soninn með í útileiki Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, hefur svipt hulunni af því sem gerðist hjá Lyon þegar hún varð ólétt og eftir að hún eignaðist son sinn. Lyon borgaði henni ekki laun eftir að hún varð ólétt og framkvæmdastjóri Lyon sagði að ef hún færi með málið til FIFA ætti hún sér enga framtíð hjá félaginu. 17. janúar 2023 16:52 Sara Björk hætt í íslenska landsliðinu Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, hefur ákveðið að hætta að spila með landsliðinu. 13. janúar 2023 10:25 Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Sigur Söru sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof Leikmannasamtökin FIFPRO segja að sigur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í máli hennar gegn fyrrverandi félagi hennar, Lyon, sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof. Félaginu var gert að greiða Söru vangoldin laun frá því að hún var ófrísk. 18. janúar 2023 07:01
Lyon svarar Söru og segist hafa gert allt sem það gat til að styðja við bakið á henni Franska knattspyrnufélagið Lyon sendi frá sér fréttatilkynningu fyrr í kvöld þar sem félagið svarar gagnrýni Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Sara skrifaði langa grein á vefsíðunni The Players Tribune þar sem hún segir frá því hvað gerðist þegar hún varð ólétt og hvernig Lyon tók á því, en félagið segist hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð til að styðja við hana. 17. janúar 2023 23:16
Sara fékk ekki greidd laun hjá Lyon og mátti ekki taka soninn með í útileiki Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, hefur svipt hulunni af því sem gerðist hjá Lyon þegar hún varð ólétt og eftir að hún eignaðist son sinn. Lyon borgaði henni ekki laun eftir að hún varð ólétt og framkvæmdastjóri Lyon sagði að ef hún færi með málið til FIFA ætti hún sér enga framtíð hjá félaginu. 17. janúar 2023 16:52
Sara Björk hætt í íslenska landsliðinu Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, hefur ákveðið að hætta að spila með landsliðinu. 13. janúar 2023 10:25