Tekin af lífi með barnið í höndunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2023 13:21 Fórnarlömbin sex. Carolyn Cole / Los Angeles Times via Getty Images Lögreglan í Tulare-sýslu í Kaliforníu segir allt útlit fyrir að morðin á sex einstaklingum í smábænum Goshen í morgun hafi verið aftökur. Móður á táningsaldri var á flótta undan morðingjunum með tíu mánaða gamalt barn hennar er þau voru bæði tekin af lífi. Lögreglan í sýslunni telur að eiturlyfjahringur hafi staðið að morðunum sem hefur sem fyrir segir verið lýst sem aftökum. Tíu mánaða gamalt barn er á meðal hinna látnu, sextán ára gömul móðir þess, amma barnsins og langamma, auk tveggja annarra. Þrír aðrir komust lífs af og veita þeir nú lögreglu upplýsingar um atburði morgunsins. Lögregla telur sig hafa vísbendingar um árásarmennina. Þeir ganga þó lausir og hafa ekki verið nafngreindir. Lögreglan í sýslunni telur sig einnig hafa upplýsingar um að Alissa Parraz, sextán ára gömul móðir, hafi verið á flótta frá vettvangi, haldandi á tíu mánaða gömlu barni hennar, þegar þau voru bæði skotin í höfuðið. „Ég veit fyrir víst að þessi unga kona var að hlaupa fyrir lífi sínu,“ sagði Mike Boudreaux, lögreglustjóri Tulare-sýslu í Kaliforníu, þar sem smábærinn Goshen er. Faldi sig í herbergi og komst lífs af Heimilið þar sem morðin voru framin hafði verið á ratsjá lögreglu vegna ólöglegs athæfis. Boudreaux tók þó skýrt fram að íbúar þess hafi ekki allir haft tengsl við einhvers konar glæpasamtök. „Hin sextán ára kona er saklaust fórnarlamb. Amman er saklaust fórnarlamb og hið tíu mánaða barn er saklaust fórnarlamb,“ sagði Boudreaux. Þrír aðrir voru inn í húsinu eða í nágrenni þess er morðin voru framin. Einn þeirra varð var við þegar skotum var hleypt af og brást við með því að leggjast á gólfið inn í einu herbergi hússins og spyrna fótunum að hurðinni inn í herbergið. Hefur hann greint frá því að einn árásarmanna hafi tekið í handfang hurðarinnar en hætt við að koma inn þegar hann gat ekki opnað hurðina. Hinir tveir voru staddir inn í hjólhýsi á lóðinni. Einn af þeim sem var myrtur stóð í dyragætt þess og var skotinn til bana. Árásarmennirnir fóru hins vegar ekki inn í hjólhýsið sem varð hinum tveimur til lífs. Lögregla rannsakar málið og hefur heitið verðlaunafé til þeirra sem veitt geti upplýsingar um árásarmennina sem leitt geti til handtöku þeirra. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira
Lögreglan í sýslunni telur að eiturlyfjahringur hafi staðið að morðunum sem hefur sem fyrir segir verið lýst sem aftökum. Tíu mánaða gamalt barn er á meðal hinna látnu, sextán ára gömul móðir þess, amma barnsins og langamma, auk tveggja annarra. Þrír aðrir komust lífs af og veita þeir nú lögreglu upplýsingar um atburði morgunsins. Lögregla telur sig hafa vísbendingar um árásarmennina. Þeir ganga þó lausir og hafa ekki verið nafngreindir. Lögreglan í sýslunni telur sig einnig hafa upplýsingar um að Alissa Parraz, sextán ára gömul móðir, hafi verið á flótta frá vettvangi, haldandi á tíu mánaða gömlu barni hennar, þegar þau voru bæði skotin í höfuðið. „Ég veit fyrir víst að þessi unga kona var að hlaupa fyrir lífi sínu,“ sagði Mike Boudreaux, lögreglustjóri Tulare-sýslu í Kaliforníu, þar sem smábærinn Goshen er. Faldi sig í herbergi og komst lífs af Heimilið þar sem morðin voru framin hafði verið á ratsjá lögreglu vegna ólöglegs athæfis. Boudreaux tók þó skýrt fram að íbúar þess hafi ekki allir haft tengsl við einhvers konar glæpasamtök. „Hin sextán ára kona er saklaust fórnarlamb. Amman er saklaust fórnarlamb og hið tíu mánaða barn er saklaust fórnarlamb,“ sagði Boudreaux. Þrír aðrir voru inn í húsinu eða í nágrenni þess er morðin voru framin. Einn þeirra varð var við þegar skotum var hleypt af og brást við með því að leggjast á gólfið inn í einu herbergi hússins og spyrna fótunum að hurðinni inn í herbergið. Hefur hann greint frá því að einn árásarmanna hafi tekið í handfang hurðarinnar en hætt við að koma inn þegar hann gat ekki opnað hurðina. Hinir tveir voru staddir inn í hjólhýsi á lóðinni. Einn af þeim sem var myrtur stóð í dyragætt þess og var skotinn til bana. Árásarmennirnir fóru hins vegar ekki inn í hjólhýsið sem varð hinum tveimur til lífs. Lögregla rannsakar málið og hefur heitið verðlaunafé til þeirra sem veitt geti upplýsingar um árásarmennina sem leitt geti til handtöku þeirra.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira