Hugvíkkandi lyf hjálpa ekki öllum Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar 18. janúar 2023 18:00 Í gær kom út viðtal við frumkvöðulinn Söru Maríu Júlíudóttur. Sara María sá nýverið um uppsetningu ráðstefnu í Hörpunni um hugvíkkandi efni. Ráðstefnan var uppfull af fræðandi fyrirlestrum frá stærstu nöfnum rannsókna á hugvíkkandi efnum. Tilkoma ráðstefnunnar og það tækifæri sem hún gaf landsmönnum til að fræðast um efnin beint frá þessum rannsakendum gaf tækifæri til að lyfta umræðunni um efnin upp á hærra plan og fyrir það skal þakka. Viðtalið sem um ræðir hér fer þó allsendis í hina áttina og sem manneskja sem fylgist grannt með rannsóknum og þróun í þessum málaflokki get ég ekki orða bundist að leiðrétta ákveðnar rangfærslur sem fram koma í viðtalinu, því skaðlegar ef þær fá að lifa. Í viðtalinu segir Sara María efnin geta gagnast hverjum og einum til að finna rótina að því hvað er að í hvers lífi. Þessi fullyrðing stenst ekki skoðun. Ákveðnum hópum fólks er ráðið frá því að innbyrða efnin, þá sérstaklega fólki með sögu um geðrof, geðrofssjúkdóma eða með fyrstu gráðu ættingja með slíka sögu. Fleiri frábendingar fyrir notkun efnanna eru til staðar, mismunandi eftir efnum, s.s. notkun SSRI lyfja, ómeðhöndlaðir hjartasjúkdómar og fleira. Ennfremur er mjög einstaklingsbundið hvort efnin gagnist fólki þótt engar frábendingar séu til staðar. Persónuleiki fólks, tilfinningaþroski, kringumstæður, samband við lyfin, undirbúningur, stuðningur og væntingar hafa mikið að segja um það hvort efnin gagnist fólki. Hún talar ennfremur um að lyfin hjálpi fólki að finna rótina að því hvað er að í hvers lífi. Þarna er um stóra fullyrðingu að ræða, og sem ýjar að bata við þennan áfanga sem hún nefnir. Nú vil ég byrja á því að benda á að fullt af fólki í sársauka veit mætavel hver rót vanlíðunar sinnar er og þarf því ekki á því að halda að taka efni til að finna rótina. En jafnvel í þeim tilvikum þar sem fólk áttar sig á einhverjum sannleik sem skýrir sársauka þess, þá er merkingarlaust að finna þessa rót, ef svo ekkert meira er að gert. Það er vissulega vel þekkt að fólk sjái hlutina út frá nýjum sjónarhornum undir áhrifum þessarra efna, en það eitt og sér er í langflestum tilvikum ekki nóg til að fólk fái bót meina sinna. Það þarf að vinna með hlutina sína. Vegferðin hefst þegar ferðalagið endar, eins og sagt er. Og þarna kemur rúsínan í pylsuendanum. Hugvíkkandi lyf ein og sér eru engin lækning. Rannsóknir þær sem sagt var frá í Hörpunni voru rannsóknir á meðferð með aðstoð hugvíkkandi lyfja. Ekki á hugvíkkandi lyfjum. Það er mikilvægt að halda þessu til haga, sérstaklega þar sem ekki er hægt að komast í slíka meðferð á Íslandi í dag. Að hvetja til notkunar á hugvíkkandi lyfjum og taka svo til orða að segja alla geta fengið bót mála sinna með notkun þeirra er ábyrgðarlaust og skaðlegt. Það hvetur fólk í mikilli vanlíðan til að sækja sér þjónustu hjá fólki sem ekki hefur rétta menntun og þjálfun í að halda utan um sálmeinafræði þess og bregðast við á viðeigandi hátt ef eitthvað fer úrskeiðis. Fólki sem ekkert eftirlit er með, engir gæðastaðlar á þjónustu þess, og hvergi hægt að draga til ábyrgðar, fari það út fyrir verksvið sitt eða valdi skaða á annan hátt. Kapp er best með forsjá, og séu einhver þarna úti sem samt sem áður sjá fyrir sér að nýta sér eiginleika hugvíkkandi efna í viðleitni sinni til bata þá hvet ég fólk eindregið til þess að sækja sér undirbúning og fræðslu áður en ákvörðunin er tekin og ferlið sett í gang, því að því miður eru dæmin mýmörg, hér á landi sem annars staðar, að betur var heima setið en af stað farið. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hugvíkkandi efni Heilbrigðismál Heilsa Lyf Lilja Sif Þorsteinsdóttir Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í gær kom út viðtal við frumkvöðulinn Söru Maríu Júlíudóttur. Sara María sá nýverið um uppsetningu ráðstefnu í Hörpunni um hugvíkkandi efni. Ráðstefnan var uppfull af fræðandi fyrirlestrum frá stærstu nöfnum rannsókna á hugvíkkandi efnum. Tilkoma ráðstefnunnar og það tækifæri sem hún gaf landsmönnum til að fræðast um efnin beint frá þessum rannsakendum gaf tækifæri til að lyfta umræðunni um efnin upp á hærra plan og fyrir það skal þakka. Viðtalið sem um ræðir hér fer þó allsendis í hina áttina og sem manneskja sem fylgist grannt með rannsóknum og þróun í þessum málaflokki get ég ekki orða bundist að leiðrétta ákveðnar rangfærslur sem fram koma í viðtalinu, því skaðlegar ef þær fá að lifa. Í viðtalinu segir Sara María efnin geta gagnast hverjum og einum til að finna rótina að því hvað er að í hvers lífi. Þessi fullyrðing stenst ekki skoðun. Ákveðnum hópum fólks er ráðið frá því að innbyrða efnin, þá sérstaklega fólki með sögu um geðrof, geðrofssjúkdóma eða með fyrstu gráðu ættingja með slíka sögu. Fleiri frábendingar fyrir notkun efnanna eru til staðar, mismunandi eftir efnum, s.s. notkun SSRI lyfja, ómeðhöndlaðir hjartasjúkdómar og fleira. Ennfremur er mjög einstaklingsbundið hvort efnin gagnist fólki þótt engar frábendingar séu til staðar. Persónuleiki fólks, tilfinningaþroski, kringumstæður, samband við lyfin, undirbúningur, stuðningur og væntingar hafa mikið að segja um það hvort efnin gagnist fólki. Hún talar ennfremur um að lyfin hjálpi fólki að finna rótina að því hvað er að í hvers lífi. Þarna er um stóra fullyrðingu að ræða, og sem ýjar að bata við þennan áfanga sem hún nefnir. Nú vil ég byrja á því að benda á að fullt af fólki í sársauka veit mætavel hver rót vanlíðunar sinnar er og þarf því ekki á því að halda að taka efni til að finna rótina. En jafnvel í þeim tilvikum þar sem fólk áttar sig á einhverjum sannleik sem skýrir sársauka þess, þá er merkingarlaust að finna þessa rót, ef svo ekkert meira er að gert. Það er vissulega vel þekkt að fólk sjái hlutina út frá nýjum sjónarhornum undir áhrifum þessarra efna, en það eitt og sér er í langflestum tilvikum ekki nóg til að fólk fái bót meina sinna. Það þarf að vinna með hlutina sína. Vegferðin hefst þegar ferðalagið endar, eins og sagt er. Og þarna kemur rúsínan í pylsuendanum. Hugvíkkandi lyf ein og sér eru engin lækning. Rannsóknir þær sem sagt var frá í Hörpunni voru rannsóknir á meðferð með aðstoð hugvíkkandi lyfja. Ekki á hugvíkkandi lyfjum. Það er mikilvægt að halda þessu til haga, sérstaklega þar sem ekki er hægt að komast í slíka meðferð á Íslandi í dag. Að hvetja til notkunar á hugvíkkandi lyfjum og taka svo til orða að segja alla geta fengið bót mála sinna með notkun þeirra er ábyrgðarlaust og skaðlegt. Það hvetur fólk í mikilli vanlíðan til að sækja sér þjónustu hjá fólki sem ekki hefur rétta menntun og þjálfun í að halda utan um sálmeinafræði þess og bregðast við á viðeigandi hátt ef eitthvað fer úrskeiðis. Fólki sem ekkert eftirlit er með, engir gæðastaðlar á þjónustu þess, og hvergi hægt að draga til ábyrgðar, fari það út fyrir verksvið sitt eða valdi skaða á annan hátt. Kapp er best með forsjá, og séu einhver þarna úti sem samt sem áður sjá fyrir sér að nýta sér eiginleika hugvíkkandi efna í viðleitni sinni til bata þá hvet ég fólk eindregið til þess að sækja sér undirbúning og fræðslu áður en ákvörðunin er tekin og ferlið sett í gang, því að því miður eru dæmin mýmörg, hér á landi sem annars staðar, að betur var heima setið en af stað farið. Höfundur er sálfræðingur.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun