Inter byrjaði leikinn af miklum krafti og Federico Dimarco kom liðinu yfir strax á tíundi mínútu. Aðeins tíu mínútum síðar var staðan orðin 2-0 þökk sé marki framherjans Edin Džeko.
Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og brekkan brött fyrir leikmenn AC Milan í síðari hálfleik. Þeim tókst ekki að klóra í bakkann áður en Argentínumaðurinn Lautaro Martínez gerði endanlega út um leikinn á 77. mínútu.
Staðan orðin 3-0 og reyndust það lokatölur á King Fahd International-vellinum í Riyadh.
What a feeling #ForzaInter #SupercoppaItaliana #MilanInter pic.twitter.com/NmFIzYYH02
— Inter (@Inter_en) January 18, 2023