Fella ákvörðun MAST úr gildi og heimila innflutning á pólskum bolum Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2023 09:04 Matvælastofnun óttaðist að skaðvaldar gætu borist með sendingunni og fyrirskipaði að bolirnir skyldu endursendir eða þeim fargað. Ráðuneytið hafnaði þessu. Getty Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að synja fyrirtæki um heimild til innflutningar á trjábolum með berki frá Póllandi og að þeir skuli endursendir eða þeim eytt. Ráðuneytið var ósammála stofnuninni og taldi að þau vottorð sem hafi fylgt sendingunni hafi staðist allar kröfur. Í úrskurði ráðuneytisins er málið rakið ítarlega. Þar kemur fram að Matvælastofnun hafi borist tilkynning um vörusendinguna með trjábolum með berki í nóvember 2021. Innflutningsaðilinn hugðist nýta bolina við rekstur á starfsemi sinni og brenna þá til að kynda ofna við framleiðslu á kísilmálmi. Matvælastofnun óskaði þá eftir nánari upplýsingum frá innflytjenda, Skógrækt ríkisins, Náttúrufræðistofu Íslands, Umhverfisstofnun, pólskum plöntuverndaryfirvöldum og tilkynnti innflutningsaðilanum í kjölfarið að ákveðið hafi verið að synja innflutningsaðilanum um heimild til innflutningsins. Skaðvaldar sem berast í berki Stofnunin vísaði til að umræddir trjábolir væru „villtar plöntur sem safnað hafi verið á víðavangi“ og rætt um þær sérstöku aðstæður plantna sem séu til staðar hérlendis. Einangrun landsins hafi gert það að verkum að plöntuflóran hérlendis hafi þróast með einstökum hætti og fyrir vikið sé hún viðkvæmari en ella fyrir ytri áhrifum og nýjum skaðvöldum – til dæmis sveppum eða skordýrum – sem geti haft neikvæð áhrif. Slíkir skaðvaldar geti auðveldlega borist með plöntum og afurðum þeirra og sé hættan mest í þeim tilvikum þar sem viður sé enn með berki við innflutninginn. Matvælastofnun vísaði til að umræddir trjábolir væru „villtar plöntur sem safnað hafi verið á víðavangi“.Vísir/Magnús Hlynur Deilt um „víðavang“ Innflutningsaðilinn ákvað að kæra ákvörðun stofnunarinnar og rökstuddi mál sitt þannig að ákvörðunin stæðist ekki almenn viðmið varðandi túlkun reglugerðar um innflutning á plöntum. Heimilt sé að flytja inn trjávið með berki að því gefnu að heilbrigðisvottorð fylgi með. Þá vísaði innflutningsaðilinn til þess að enga skilgreiningu væri að finna í reglugerðinni um hvað teljist vera „villt planta“ eða „víðavangur“. Ekki væri hægt að fella trjáboli með berki úr nytjaskógum í Póllandi, sem reglulega séu nytjaðir, undir bannreglu reglugerðarinnar. Sömuleiðis taldi innflutningsaðilinn að Matvælastofnun hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni með fullnægjandi hætti og að gera verði ríkar kröfur til rannsóknarskyldu stjórnvalda þegar grundvöllur ákvörðunar hennar byggir á „óljósri og matskenndri reglu“. Stóðst allar kröfur Ráðuneytið úrskurðaði að ákvörðun Matvælastofnunar um að hafna innflutning á trjábolunum fengist ekki staðist. Ekkert hafi komið fram við meðferð málsins sem styðji að vottorð frá pólskum yfirvöldum sem fylgdi sendingunni uppfylli ekki þær kröfur sem til slíks innflutnings séu gerðar. „Þvert á móti liggur fyrir yfirlýsing yfirvalda í Póllandi þess efnis að þau líti ekki svo á að hinir umdeildu trjábolir teljist villtar plöntur sem safnað hafi verið á víðavangi. Með vísan til alls framangreinds er hin kærða ákvörðun því felld úr gildi og lagt fyrir Matvælastofnun að taka mál kæranda til nýrrar meðferðar,“ segir í úrskurði ráðuneytisins. Skógrækt og landgræðsla Skordýr Pólland Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Í úrskurði ráðuneytisins er málið rakið ítarlega. Þar kemur fram að Matvælastofnun hafi borist tilkynning um vörusendinguna með trjábolum með berki í nóvember 2021. Innflutningsaðilinn hugðist nýta bolina við rekstur á starfsemi sinni og brenna þá til að kynda ofna við framleiðslu á kísilmálmi. Matvælastofnun óskaði þá eftir nánari upplýsingum frá innflytjenda, Skógrækt ríkisins, Náttúrufræðistofu Íslands, Umhverfisstofnun, pólskum plöntuverndaryfirvöldum og tilkynnti innflutningsaðilanum í kjölfarið að ákveðið hafi verið að synja innflutningsaðilanum um heimild til innflutningsins. Skaðvaldar sem berast í berki Stofnunin vísaði til að umræddir trjábolir væru „villtar plöntur sem safnað hafi verið á víðavangi“ og rætt um þær sérstöku aðstæður plantna sem séu til staðar hérlendis. Einangrun landsins hafi gert það að verkum að plöntuflóran hérlendis hafi þróast með einstökum hætti og fyrir vikið sé hún viðkvæmari en ella fyrir ytri áhrifum og nýjum skaðvöldum – til dæmis sveppum eða skordýrum – sem geti haft neikvæð áhrif. Slíkir skaðvaldar geti auðveldlega borist með plöntum og afurðum þeirra og sé hættan mest í þeim tilvikum þar sem viður sé enn með berki við innflutninginn. Matvælastofnun vísaði til að umræddir trjábolir væru „villtar plöntur sem safnað hafi verið á víðavangi“.Vísir/Magnús Hlynur Deilt um „víðavang“ Innflutningsaðilinn ákvað að kæra ákvörðun stofnunarinnar og rökstuddi mál sitt þannig að ákvörðunin stæðist ekki almenn viðmið varðandi túlkun reglugerðar um innflutning á plöntum. Heimilt sé að flytja inn trjávið með berki að því gefnu að heilbrigðisvottorð fylgi með. Þá vísaði innflutningsaðilinn til þess að enga skilgreiningu væri að finna í reglugerðinni um hvað teljist vera „villt planta“ eða „víðavangur“. Ekki væri hægt að fella trjáboli með berki úr nytjaskógum í Póllandi, sem reglulega séu nytjaðir, undir bannreglu reglugerðarinnar. Sömuleiðis taldi innflutningsaðilinn að Matvælastofnun hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni með fullnægjandi hætti og að gera verði ríkar kröfur til rannsóknarskyldu stjórnvalda þegar grundvöllur ákvörðunar hennar byggir á „óljósri og matskenndri reglu“. Stóðst allar kröfur Ráðuneytið úrskurðaði að ákvörðun Matvælastofnunar um að hafna innflutning á trjábolunum fengist ekki staðist. Ekkert hafi komið fram við meðferð málsins sem styðji að vottorð frá pólskum yfirvöldum sem fylgdi sendingunni uppfylli ekki þær kröfur sem til slíks innflutnings séu gerðar. „Þvert á móti liggur fyrir yfirlýsing yfirvalda í Póllandi þess efnis að þau líti ekki svo á að hinir umdeildu trjábolir teljist villtar plöntur sem safnað hafi verið á víðavangi. Með vísan til alls framangreinds er hin kærða ákvörðun því felld úr gildi og lagt fyrir Matvælastofnun að taka mál kæranda til nýrrar meðferðar,“ segir í úrskurði ráðuneytisins.
Skógrækt og landgræðsla Skordýr Pólland Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira