HM-maðurinn segir alla hljóta að skilja hitann Sunna Sæmundsdóttir og Stefán Árni Pálsson skrifa 19. janúar 2023 19:30 Feðginin Karl Björgvin Brynjólfsson og Edda Mjöll Dungal Karlsdóttir. vísir/samsett Sterkar tilfinningar HM-mannsins svokallaða yfir leikjum á stórmótum hafa vakið mikla athygli og kátínu landsmanna. Hann er nú staddur í Gautaborg og segir hvern einasta Íslending hljóta að skilja hitann. Frammistaða Karls Björgvins Brynjólfssonar í stúkunni á heimsmeistaramótinu í handbolta hefur vakið verðskuldaða athygli. Þar, líkt og reyndar í sófanum heima, virðist hann óhræddur við að sýna tilfinningar sínar. @chuggedda HM Karlinn lætur sig ekki vanta í Svíþjóð original sound - ChuggEDDA Á bak við myndavélina er dóttir hans Edda Mjöll sem lætur fátt fram hjá sér fara. „Það eru margir búnir að spyrja mig hvort ég sé nokkuð að horfa á leikina. En ég næ sko alveg að horfa á leikina og mynda hann,“ segir Edda glettin. Margir eru eflaust þakklátir fyrir metnaðinn en yfir hundrað þúsund þúsund manns hafa til dæmis horft á tilfinningaþrungin viðbrögð Karls við frammistöðu liðsins á Evrópumótinu í fyrra. „Ég hef bara alist upp við þetta. Svona hefur alltaf verið inn á heimilinu mínu og ég bara byrjaði að taka upp og fólk brást svona við.“ @chuggedda Handboltinn fer misvel í suma. Hér sést HM-karlinn (einnig þekktur sem pabbi ársins) missa sig yfir handboltanum #hmkarlinn #emhandbolti original sound - ChuggEDDA Karl segir hitann fullkomlega eðlilegan. „Þetta er bara eins og ég held að allir séu heima hjá sér. Nema það eru bara ekki allir að henda því á Tiktok eða Facebook eða eitthvað,“ segir Karl og skýtur létt á dóttur sína. „En ég held að hver einasti Íslendingur sé svona þegar hann er að horfa á landsleiki með íslenska landsliðinu.“ Þá var hann ekki í miklum vandræðum með að svara fyrir hrekkinn þegar fréttamaður rakst á feðginin í Gautaborg. „Fyrir ykkur sem heima sitjið - bara áfram Ísland og svo er dóttir mín 29 ára gömul og býr enn þá heima. Hún er á lausu og í guðanna bænum, getur ekki bara einhver, einhver, skoðað það,“ segir Karl og hlær. HM 2023 í handbolta Handbolti Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Frammistaða Karls Björgvins Brynjólfssonar í stúkunni á heimsmeistaramótinu í handbolta hefur vakið verðskuldaða athygli. Þar, líkt og reyndar í sófanum heima, virðist hann óhræddur við að sýna tilfinningar sínar. @chuggedda HM Karlinn lætur sig ekki vanta í Svíþjóð original sound - ChuggEDDA Á bak við myndavélina er dóttir hans Edda Mjöll sem lætur fátt fram hjá sér fara. „Það eru margir búnir að spyrja mig hvort ég sé nokkuð að horfa á leikina. En ég næ sko alveg að horfa á leikina og mynda hann,“ segir Edda glettin. Margir eru eflaust þakklátir fyrir metnaðinn en yfir hundrað þúsund þúsund manns hafa til dæmis horft á tilfinningaþrungin viðbrögð Karls við frammistöðu liðsins á Evrópumótinu í fyrra. „Ég hef bara alist upp við þetta. Svona hefur alltaf verið inn á heimilinu mínu og ég bara byrjaði að taka upp og fólk brást svona við.“ @chuggedda Handboltinn fer misvel í suma. Hér sést HM-karlinn (einnig þekktur sem pabbi ársins) missa sig yfir handboltanum #hmkarlinn #emhandbolti original sound - ChuggEDDA Karl segir hitann fullkomlega eðlilegan. „Þetta er bara eins og ég held að allir séu heima hjá sér. Nema það eru bara ekki allir að henda því á Tiktok eða Facebook eða eitthvað,“ segir Karl og skýtur létt á dóttur sína. „En ég held að hver einasti Íslendingur sé svona þegar hann er að horfa á landsleiki með íslenska landsliðinu.“ Þá var hann ekki í miklum vandræðum með að svara fyrir hrekkinn þegar fréttamaður rakst á feðginin í Gautaborg. „Fyrir ykkur sem heima sitjið - bara áfram Ísland og svo er dóttir mín 29 ára gömul og býr enn þá heima. Hún er á lausu og í guðanna bænum, getur ekki bara einhver, einhver, skoðað það,“ segir Karl og hlær.
HM 2023 í handbolta Handbolti Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira