Trump og lögmaður hans dæmdir til greiða milljón dala í sektir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. janúar 2023 07:35 Dómarinn sagði Trump ítrekað hafa freistað þess að nota dómstóla í pólitískum tilgangi. AP/Andrew Harnik Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og einum lögmanna hans að greiða sameiginlega nærri milljón Bandaríkjadala í sektir fyrir tilhæfulausa málsókn þar sem Hillary Clinton, landsnefnd Demókrataflokksins og aðrir meintir óvinir Trump voru sakaðir um umfangsmikið samsæri gegn honum. Málinu var vísað frá í september og Trump skipað að greiða tugþúsundir dala í nóvember. Í dómsorðinu gagnrýnir dómarinn Trump og lögmanninn harðlega fyrir að misnota dómskerfið til að koma höggi á andstæðinga sína og byggja mál sitt á röngum upplýsingum og vitleysu. Dómarinn segir að málið hefði aldrei átt að rata fyrir dómstóla. Málatilbúnaður Trump gekk út á að Clinton og Demókrataflokkurinn hefðu unnið að því með Alríkislögreglunni og fleirum að falsa tengsl milli Trump og Rússlands til að draga úr möguleikum hans í forsetakosningunum árið 2016. Dómarinn gagnrýndi Trump meðal annars fyrir að hafa uppi ásakanir sem hann mátti vita að voru rugl og nefndi sem dæmi þá kenningu að James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI, hefði plottað með Clinton að sækja Trump til saka. Trump var hins vegar aldrei sóttur til saka á þessum tíma og þá væri afar ólíklegt að kært væri á milli Clinton og Comey, þar sem síðarnefndi olli kosningabaráttu Clinton ómældum skaða þegar hann ákvað að hefja rannsókn á tölvupóstum frambjóðandans. Dómarinn sagði enn fremur að þetta mál væri aðeins eitt af mörgum, þar sem Trump hefði freistað þess að nota dómstóla í pólitískum tilgangi. Sagði hann þetta grafa undan réttarríkinu og draga upp þá mynd að lögmenn væru pólitísk peð. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Málinu var vísað frá í september og Trump skipað að greiða tugþúsundir dala í nóvember. Í dómsorðinu gagnrýnir dómarinn Trump og lögmanninn harðlega fyrir að misnota dómskerfið til að koma höggi á andstæðinga sína og byggja mál sitt á röngum upplýsingum og vitleysu. Dómarinn segir að málið hefði aldrei átt að rata fyrir dómstóla. Málatilbúnaður Trump gekk út á að Clinton og Demókrataflokkurinn hefðu unnið að því með Alríkislögreglunni og fleirum að falsa tengsl milli Trump og Rússlands til að draga úr möguleikum hans í forsetakosningunum árið 2016. Dómarinn gagnrýndi Trump meðal annars fyrir að hafa uppi ásakanir sem hann mátti vita að voru rugl og nefndi sem dæmi þá kenningu að James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI, hefði plottað með Clinton að sækja Trump til saka. Trump var hins vegar aldrei sóttur til saka á þessum tíma og þá væri afar ólíklegt að kært væri á milli Clinton og Comey, þar sem síðarnefndi olli kosningabaráttu Clinton ómældum skaða þegar hann ákvað að hefja rannsókn á tölvupóstum frambjóðandans. Dómarinn sagði enn fremur að þetta mál væri aðeins eitt af mörgum, þar sem Trump hefði freistað þess að nota dómstóla í pólitískum tilgangi. Sagði hann þetta grafa undan réttarríkinu og draga upp þá mynd að lögmenn væru pólitísk peð.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira