Fjölskylda Bjerregaard greinir frá því að hún hafi andast í faðmi fjölskyldu sinnar á heimili sínu í Austurbrú í Kaupmannahöfn á laugardag. Hún hafði glímt við krabbamein síðustu ár, að því er segir í frétt DR.
Ritt Bjerregaard starfaði á sínum yngri árum sem kennari en var fyrst kjörin á þing fyrir Jafnaðarmannaflokkinn árið 1971. Hún sat óslitið á þingi til ársins 1995 og aftur frá 2001 til 2005. Á árunum 1994 til 1999 var hún framkvæmdastjóri umhverfismála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og á árunum 2006 til 2010 var hún yfirborgarstjóri í Kaupmannahöfn.
Á stjórnmálaferlinum gegndi hún fjölda ólíkra ráðherraembætti, meðal annars ráðherra menntamála og matvæla. Hún tók við sínu fyrsta ráðherraembætti 32 ára gömul, einungis tveimur árum eftir að hún settist fyrst á þing. Hún varð þá yngsta konan í sögu Danmerkur til að gegna ráðherraembætti.
Bjærregaard lætur eftir sig eiginmann, sagnfræðinginn og rithöfundinn Søren Mørch.