Engin merki um sprengingu á skrokki Estonia Atli Ísleifsson skrifar 23. janúar 2023 10:30 Alls voru um þúsund manns um borð +i Estonia þegar ferjan sökk. 137 manns komust lífs af, en 852 fórust. Getty Engin merki eru um að farþegaferjan Estonia hafi rekist á skip eða annan fljótandi hlut áður en það sökk í miklu óveðri aðfaranótt 28. september 1994. Engin merki eru heldur um að sprenging hafi orðið og þannig grandað ferjunni. 852 fórust þegar ferjan sökk. Þetta eru meðal bráðabirgðaniðurstaðna nýrrar rannsóknar sem kynnt var í Eistlandi í morgun. Í frétt SVT segir að ráðist hafi verið í framkvæmd nýrrar rannsóknar eftir að myndir af áður óþekktum skemmdum á stjórnborðshlið skipsins voru sýndar í heimildarmynd Discovery, Estonia – uppgötvunin sem öllu breytir, árið 2020. Gatið er um fjórir metrar á hæð og 1,2 metrar þar sem það er breiðast. Kafarar á vegum eistneskra, sænskra og finnskra yfirvalda rannsökuðu í kjölfarið skrokk skipsins og voru bráðabirðaniðurstöður rannsóknarinnar kynntar í morgun. Voru þar birtar bæði myndir og myndskeið frá hafsbotni. Aðstandendur heimildarmyndarinnar notuðust meðal annars við köfunarvélmenni sem mynduðu skrokk skipsins og sást þá stærðarinnar gat á skrokki þess í fyrsta sinn. Skrokkurinn hefur hreyfst á síðustu árum sem hefur gert það að verkum að stjórnborðssíða skipsins er orðin sýnilegri. Umrætt gat sneri niður að sjálfum hafsbotninum og er það niðurstaða rannsakenda að skemmdirnar á skrokki skipsins hafi orðið vegna bergs á botninum. Ekki sé nokkur ástæða til að draga í efa skýrslu nefndar sem skilaði rannsóknarskýrslu sinni árið 1997. Niðurstaða þeirrar nefndar var að illa farin stafnhurð ferjunnar hafi losnað í óveðrinu sem hafi valdið því að mikið magn sjávar flæddi inn í ferjuna með þeim afleiðingum að hún sökk. Ferjan Estonia var leið frá eistnesku höfuðborginni Tallinn til sænsku höfuðborgarinnar Stokkhólms þegar hún sökk innan finnskrar lögsögu. Alls voru um þúsund manns um borð – 137 manns komust lífs af, en 852 fórust. Estonia-slysið Eistland Svíþjóð Finnland Tengdar fréttir Hefja nýja rannsókn á flaki Estonia í dag Ný rannsókn um orsök Estonia-slyssins hefst í dag og munu kafarar meðal annars halda niður að flaki farþegaferjunnar til að rannsaka gat á síðu skipsins sem sænskir heimildargerðarmenn uppgötvuðu í fyrra. Skipið hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september 1994. 9. júlí 2021 11:41 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira
Þetta eru meðal bráðabirgðaniðurstaðna nýrrar rannsóknar sem kynnt var í Eistlandi í morgun. Í frétt SVT segir að ráðist hafi verið í framkvæmd nýrrar rannsóknar eftir að myndir af áður óþekktum skemmdum á stjórnborðshlið skipsins voru sýndar í heimildarmynd Discovery, Estonia – uppgötvunin sem öllu breytir, árið 2020. Gatið er um fjórir metrar á hæð og 1,2 metrar þar sem það er breiðast. Kafarar á vegum eistneskra, sænskra og finnskra yfirvalda rannsökuðu í kjölfarið skrokk skipsins og voru bráðabirðaniðurstöður rannsóknarinnar kynntar í morgun. Voru þar birtar bæði myndir og myndskeið frá hafsbotni. Aðstandendur heimildarmyndarinnar notuðust meðal annars við köfunarvélmenni sem mynduðu skrokk skipsins og sást þá stærðarinnar gat á skrokki þess í fyrsta sinn. Skrokkurinn hefur hreyfst á síðustu árum sem hefur gert það að verkum að stjórnborðssíða skipsins er orðin sýnilegri. Umrætt gat sneri niður að sjálfum hafsbotninum og er það niðurstaða rannsakenda að skemmdirnar á skrokki skipsins hafi orðið vegna bergs á botninum. Ekki sé nokkur ástæða til að draga í efa skýrslu nefndar sem skilaði rannsóknarskýrslu sinni árið 1997. Niðurstaða þeirrar nefndar var að illa farin stafnhurð ferjunnar hafi losnað í óveðrinu sem hafi valdið því að mikið magn sjávar flæddi inn í ferjuna með þeim afleiðingum að hún sökk. Ferjan Estonia var leið frá eistnesku höfuðborginni Tallinn til sænsku höfuðborgarinnar Stokkhólms þegar hún sökk innan finnskrar lögsögu. Alls voru um þúsund manns um borð – 137 manns komust lífs af, en 852 fórust.
Estonia-slysið Eistland Svíþjóð Finnland Tengdar fréttir Hefja nýja rannsókn á flaki Estonia í dag Ný rannsókn um orsök Estonia-slyssins hefst í dag og munu kafarar meðal annars halda niður að flaki farþegaferjunnar til að rannsaka gat á síðu skipsins sem sænskir heimildargerðarmenn uppgötvuðu í fyrra. Skipið hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september 1994. 9. júlí 2021 11:41 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira
Hefja nýja rannsókn á flaki Estonia í dag Ný rannsókn um orsök Estonia-slyssins hefst í dag og munu kafarar meðal annars halda niður að flaki farþegaferjunnar til að rannsaka gat á síðu skipsins sem sænskir heimildargerðarmenn uppgötvuðu í fyrra. Skipið hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september 1994. 9. júlí 2021 11:41