DV greindi fyrst frá málinu en Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, staðfestir líkfundinn í samtali við fréttastofu.
Líkið fannst á svæði nærri smáhýsum sem ætluð eru einstaklingum með vímuefna- og geðvanda.
Grímur segist lítið getað tjáð sig um málið umfram það að lík hafi fundist. Málið sé í rannsókn og of snemmt að tjá sig hvort að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað.