Sem forstöðumaður viðskiptastýringar mun hann bera ábyrgð á þjónustu, sölu og ráðgjöf til viðskiptavina Motus. Leifur er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands með áherslu á fjármál. Þá stundaði hann meistaranám í fjármálum fyrirtækja frá sama skóla.
„Það er mjög spennandi að fá að taka þátt í þeirri vegferð sem Motus er á. Motus er rótgróið fyrirtæki sem er leiðandi á sínu sviði og það verður gaman að þróa áfram þær lausnir og þjónustu sem félagið býður upp á með fjölbreyttum hópi viðskiptavina,“ er haft eftir Leifi í tilkynningu.