Gekk matarlaus og svefnlaus að Machu Picchu vegna mótmæla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. janúar 2023 23:19 Inga Björk Sólnes rétt komst til Machu Picchu áður en svæðinu var lokað. Aðsend Machu Picchu, einum vinsælasta ferðamannastað Perú, var lokað um helgina vegna yfirstandandi mótmæla gegn nýjum forseta landsins. Íslendingur í Perú segir mótmælin hafa víðtæk áhrif og ljóst að mikill ójöfnuður ríki í landinu. Mikil mótmæli hafa verið í perúsku höfuðborginni Líma undanfarna daga vegna óánægju landsbyggðarbúa með Dina Boluarte, nýjan forseta landsins. Mótmælendur hafa beitt skyndi- og allsherjarverkföllum til að láta fyrir sér finna og hefur til dæmis alþjóðaflugvellinum í Kúskó verið lokað að hluta og sitja nú hundruð erlendra ferðamanna föst. „Það eru búin að vera endalaus skemmdarverk á lestarteinum og búið að vera að gera við og opna og loka en núna, 22. janúar var öllu skellt í lás og ekki víst hvenær opnar aftur,“ segir Inga Björk Sólnes, ferðalangur. Inga og dóttir hennar voru með þeim síðustu sem fengu að fara að Machu Picchu en ferðalagið gekk á afturfótunum. Hópnum var skóflað upp í rútu klukkan sjö um kvöld og ekið alla nóttina. Þegar að næsta bæ við menningarperluna var komið átti að bjóða upp á morgunverð en allt lokað vegna mótmælanna. „Þannig við vorum svefnlausar, matarlausar og þurftum að ganga tíu kílómetra að Aguas Calientes. Síðan þurftum við að ganga tæpa tvo kílómetra upp að innganginum að þessu svæði,“ segir Inga. Þær hafi þurft að breyta ferðalaginu heilmikið og spila eftir eyranu vegna aðstæðna. Sérstaklega hafi verið erfitt að komast á fátækari svæði. „Það er náttúrulega gríðarlegur ójöfnuður hérna og maður finnur að það er mjög þung undiralda.“ Perú Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Yfirvöld loka Machu Picchu vegna mótmælanna Stjórnvöld í Perú hafa lokað einum vinsælasta ferðamannastað landins, Machu Picchu, vegna yfirstandandi mótmæla gegn nýjum forseta landsins. Þau segja ákvörðunina tekna til að vernda ferðamenn og almenna borgara. 23. janúar 2023 09:12 Reka mexíkóska sendiherrann úr landi fyrir afskipti Stjórnvöld í Perú hafa gert mexíkóska sendiherranum að yfirgefa landið innan þriggja sólarhringa eftir að Mexíkó veitti fjölskyldu Pedro Castillo, fyrrverandi forseta, hæli. Castillo er sakaður um að hafa reynt að hefja uppreisn. 21. desember 2022 15:05 Lýsa yfir neyðarlögum vegna mótmælanna í Perú Ný ríkisstjórn Perú lýsti í dag yfir neyðarlögum vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Pedro Castillo forseti var vikið úr embætti í síðustu viku. Lögregla fær auknar valdheimildir með lögunum og samkomufrelsi er afnumið. 14. desember 2022 20:16 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Fleiri fréttir Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Sjá meira
Mikil mótmæli hafa verið í perúsku höfuðborginni Líma undanfarna daga vegna óánægju landsbyggðarbúa með Dina Boluarte, nýjan forseta landsins. Mótmælendur hafa beitt skyndi- og allsherjarverkföllum til að láta fyrir sér finna og hefur til dæmis alþjóðaflugvellinum í Kúskó verið lokað að hluta og sitja nú hundruð erlendra ferðamanna föst. „Það eru búin að vera endalaus skemmdarverk á lestarteinum og búið að vera að gera við og opna og loka en núna, 22. janúar var öllu skellt í lás og ekki víst hvenær opnar aftur,“ segir Inga Björk Sólnes, ferðalangur. Inga og dóttir hennar voru með þeim síðustu sem fengu að fara að Machu Picchu en ferðalagið gekk á afturfótunum. Hópnum var skóflað upp í rútu klukkan sjö um kvöld og ekið alla nóttina. Þegar að næsta bæ við menningarperluna var komið átti að bjóða upp á morgunverð en allt lokað vegna mótmælanna. „Þannig við vorum svefnlausar, matarlausar og þurftum að ganga tíu kílómetra að Aguas Calientes. Síðan þurftum við að ganga tæpa tvo kílómetra upp að innganginum að þessu svæði,“ segir Inga. Þær hafi þurft að breyta ferðalaginu heilmikið og spila eftir eyranu vegna aðstæðna. Sérstaklega hafi verið erfitt að komast á fátækari svæði. „Það er náttúrulega gríðarlegur ójöfnuður hérna og maður finnur að það er mjög þung undiralda.“
Perú Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Yfirvöld loka Machu Picchu vegna mótmælanna Stjórnvöld í Perú hafa lokað einum vinsælasta ferðamannastað landins, Machu Picchu, vegna yfirstandandi mótmæla gegn nýjum forseta landsins. Þau segja ákvörðunina tekna til að vernda ferðamenn og almenna borgara. 23. janúar 2023 09:12 Reka mexíkóska sendiherrann úr landi fyrir afskipti Stjórnvöld í Perú hafa gert mexíkóska sendiherranum að yfirgefa landið innan þriggja sólarhringa eftir að Mexíkó veitti fjölskyldu Pedro Castillo, fyrrverandi forseta, hæli. Castillo er sakaður um að hafa reynt að hefja uppreisn. 21. desember 2022 15:05 Lýsa yfir neyðarlögum vegna mótmælanna í Perú Ný ríkisstjórn Perú lýsti í dag yfir neyðarlögum vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Pedro Castillo forseti var vikið úr embætti í síðustu viku. Lögregla fær auknar valdheimildir með lögunum og samkomufrelsi er afnumið. 14. desember 2022 20:16 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Fleiri fréttir Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Sjá meira
Yfirvöld loka Machu Picchu vegna mótmælanna Stjórnvöld í Perú hafa lokað einum vinsælasta ferðamannastað landins, Machu Picchu, vegna yfirstandandi mótmæla gegn nýjum forseta landsins. Þau segja ákvörðunina tekna til að vernda ferðamenn og almenna borgara. 23. janúar 2023 09:12
Reka mexíkóska sendiherrann úr landi fyrir afskipti Stjórnvöld í Perú hafa gert mexíkóska sendiherranum að yfirgefa landið innan þriggja sólarhringa eftir að Mexíkó veitti fjölskyldu Pedro Castillo, fyrrverandi forseta, hæli. Castillo er sakaður um að hafa reynt að hefja uppreisn. 21. desember 2022 15:05
Lýsa yfir neyðarlögum vegna mótmælanna í Perú Ný ríkisstjórn Perú lýsti í dag yfir neyðarlögum vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Pedro Castillo forseti var vikið úr embætti í síðustu viku. Lögregla fær auknar valdheimildir með lögunum og samkomufrelsi er afnumið. 14. desember 2022 20:16