Gekk matarlaus og svefnlaus að Machu Picchu vegna mótmæla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. janúar 2023 23:19 Inga Björk Sólnes rétt komst til Machu Picchu áður en svæðinu var lokað. Aðsend Machu Picchu, einum vinsælasta ferðamannastað Perú, var lokað um helgina vegna yfirstandandi mótmæla gegn nýjum forseta landsins. Íslendingur í Perú segir mótmælin hafa víðtæk áhrif og ljóst að mikill ójöfnuður ríki í landinu. Mikil mótmæli hafa verið í perúsku höfuðborginni Líma undanfarna daga vegna óánægju landsbyggðarbúa með Dina Boluarte, nýjan forseta landsins. Mótmælendur hafa beitt skyndi- og allsherjarverkföllum til að láta fyrir sér finna og hefur til dæmis alþjóðaflugvellinum í Kúskó verið lokað að hluta og sitja nú hundruð erlendra ferðamanna föst. „Það eru búin að vera endalaus skemmdarverk á lestarteinum og búið að vera að gera við og opna og loka en núna, 22. janúar var öllu skellt í lás og ekki víst hvenær opnar aftur,“ segir Inga Björk Sólnes, ferðalangur. Inga og dóttir hennar voru með þeim síðustu sem fengu að fara að Machu Picchu en ferðalagið gekk á afturfótunum. Hópnum var skóflað upp í rútu klukkan sjö um kvöld og ekið alla nóttina. Þegar að næsta bæ við menningarperluna var komið átti að bjóða upp á morgunverð en allt lokað vegna mótmælanna. „Þannig við vorum svefnlausar, matarlausar og þurftum að ganga tíu kílómetra að Aguas Calientes. Síðan þurftum við að ganga tæpa tvo kílómetra upp að innganginum að þessu svæði,“ segir Inga. Þær hafi þurft að breyta ferðalaginu heilmikið og spila eftir eyranu vegna aðstæðna. Sérstaklega hafi verið erfitt að komast á fátækari svæði. „Það er náttúrulega gríðarlegur ójöfnuður hérna og maður finnur að það er mjög þung undiralda.“ Perú Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Yfirvöld loka Machu Picchu vegna mótmælanna Stjórnvöld í Perú hafa lokað einum vinsælasta ferðamannastað landins, Machu Picchu, vegna yfirstandandi mótmæla gegn nýjum forseta landsins. Þau segja ákvörðunina tekna til að vernda ferðamenn og almenna borgara. 23. janúar 2023 09:12 Reka mexíkóska sendiherrann úr landi fyrir afskipti Stjórnvöld í Perú hafa gert mexíkóska sendiherranum að yfirgefa landið innan þriggja sólarhringa eftir að Mexíkó veitti fjölskyldu Pedro Castillo, fyrrverandi forseta, hæli. Castillo er sakaður um að hafa reynt að hefja uppreisn. 21. desember 2022 15:05 Lýsa yfir neyðarlögum vegna mótmælanna í Perú Ný ríkisstjórn Perú lýsti í dag yfir neyðarlögum vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Pedro Castillo forseti var vikið úr embætti í síðustu viku. Lögregla fær auknar valdheimildir með lögunum og samkomufrelsi er afnumið. 14. desember 2022 20:16 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Erlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Taka ákvörðun í mars um hvort flokksþingi verði flýtt Sjá meira
Mikil mótmæli hafa verið í perúsku höfuðborginni Líma undanfarna daga vegna óánægju landsbyggðarbúa með Dina Boluarte, nýjan forseta landsins. Mótmælendur hafa beitt skyndi- og allsherjarverkföllum til að láta fyrir sér finna og hefur til dæmis alþjóðaflugvellinum í Kúskó verið lokað að hluta og sitja nú hundruð erlendra ferðamanna föst. „Það eru búin að vera endalaus skemmdarverk á lestarteinum og búið að vera að gera við og opna og loka en núna, 22. janúar var öllu skellt í lás og ekki víst hvenær opnar aftur,“ segir Inga Björk Sólnes, ferðalangur. Inga og dóttir hennar voru með þeim síðustu sem fengu að fara að Machu Picchu en ferðalagið gekk á afturfótunum. Hópnum var skóflað upp í rútu klukkan sjö um kvöld og ekið alla nóttina. Þegar að næsta bæ við menningarperluna var komið átti að bjóða upp á morgunverð en allt lokað vegna mótmælanna. „Þannig við vorum svefnlausar, matarlausar og þurftum að ganga tíu kílómetra að Aguas Calientes. Síðan þurftum við að ganga tæpa tvo kílómetra upp að innganginum að þessu svæði,“ segir Inga. Þær hafi þurft að breyta ferðalaginu heilmikið og spila eftir eyranu vegna aðstæðna. Sérstaklega hafi verið erfitt að komast á fátækari svæði. „Það er náttúrulega gríðarlegur ójöfnuður hérna og maður finnur að það er mjög þung undiralda.“
Perú Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Yfirvöld loka Machu Picchu vegna mótmælanna Stjórnvöld í Perú hafa lokað einum vinsælasta ferðamannastað landins, Machu Picchu, vegna yfirstandandi mótmæla gegn nýjum forseta landsins. Þau segja ákvörðunina tekna til að vernda ferðamenn og almenna borgara. 23. janúar 2023 09:12 Reka mexíkóska sendiherrann úr landi fyrir afskipti Stjórnvöld í Perú hafa gert mexíkóska sendiherranum að yfirgefa landið innan þriggja sólarhringa eftir að Mexíkó veitti fjölskyldu Pedro Castillo, fyrrverandi forseta, hæli. Castillo er sakaður um að hafa reynt að hefja uppreisn. 21. desember 2022 15:05 Lýsa yfir neyðarlögum vegna mótmælanna í Perú Ný ríkisstjórn Perú lýsti í dag yfir neyðarlögum vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Pedro Castillo forseti var vikið úr embætti í síðustu viku. Lögregla fær auknar valdheimildir með lögunum og samkomufrelsi er afnumið. 14. desember 2022 20:16 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Erlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Taka ákvörðun í mars um hvort flokksþingi verði flýtt Sjá meira
Yfirvöld loka Machu Picchu vegna mótmælanna Stjórnvöld í Perú hafa lokað einum vinsælasta ferðamannastað landins, Machu Picchu, vegna yfirstandandi mótmæla gegn nýjum forseta landsins. Þau segja ákvörðunina tekna til að vernda ferðamenn og almenna borgara. 23. janúar 2023 09:12
Reka mexíkóska sendiherrann úr landi fyrir afskipti Stjórnvöld í Perú hafa gert mexíkóska sendiherranum að yfirgefa landið innan þriggja sólarhringa eftir að Mexíkó veitti fjölskyldu Pedro Castillo, fyrrverandi forseta, hæli. Castillo er sakaður um að hafa reynt að hefja uppreisn. 21. desember 2022 15:05
Lýsa yfir neyðarlögum vegna mótmælanna í Perú Ný ríkisstjórn Perú lýsti í dag yfir neyðarlögum vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Pedro Castillo forseti var vikið úr embætti í síðustu viku. Lögregla fær auknar valdheimildir með lögunum og samkomufrelsi er afnumið. 14. desember 2022 20:16