„Þá er hægur leikur að leyfa annan vopnaburð“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. janúar 2023 17:40 Þórunn Sveinbjarnardóttur finnst óásættanlegt að Jón Gunnarsson hafi ekki rætt áform sín um að heimila rafbyssunotkun lögreglu við félaga sína innan ríkisstjórnar áður en sú ákvörðun var tekin. Umboðsmaður Alþingis setur einnig spurningamerki við þau vinnubrögð ráðherra. vísir/vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir skýringum frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra, á því hvers vegna reglugerðarbreytingar sem snúa að því að veita lögreglumönnum rafbyssur hafi ekki verið teknar til umræðu innan ríkisstjórnar. Þingmaður Samfylkingar segir að ef hægt sé að leyfa rafbyssur án samráðs við ríkisstjórn sé hægur leikur að leyfa annan vopnaburð. Frá spurningunum umboðsmanns er greint á vef embættisins. Þar segir að í bréfi umboðsmanns til ráðherra í gær hafi verið bent á að samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands skuli halda ríkisstjórnarfundi um mikilvæg stjórnarmálefni. Með hliðsjón af því er ráðherra beðinn um að skýra frá ýmsu sem tengist aðdraganda þess að lögreglu var heimiluð notkun rafbyssa. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þinmaður Samfylkingarinnar, fylgdi málinu eftir á Alþingi í dag og vísar til fyrrgreindrar fyrirspurnar. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm „Þessi ákvörðun flokkast alveg örugglega undir stjórnarmálefni sem eiga heima á ríkisstjórnarfundi, til umræðu þar og samráðs. Ég velti fyrir mér hvert þetta gæti leitt, af því að ef hægt er að leyfa rafbyssur með þessum hætti þá er hægur leikur að leyfa annan vopnaburð.“ Dómsmálaráðherra og fulltrúar frá ríkislögreglustjóra voru gestir á fundi allsherjar- og menntamálanefnd í dag þar sem Jón sagði að það hafi staðið til lengi að breyta reglunum. Þá hafi Alþingi fyrir mörgum árum í raun veitt ráðherra heimild til að breyta reglunum og reglur um notkun rafbyssa lengi verið í gildi, þó sú heimild hafi ekki verið nýtt. Í síðustu viku var upplýst um að dómsmálaráðherra hafi undirritað reglugerðina skömmu fyrir áramót, sem vakti athygli þar sem ráðherra greindi frá fyrirætlunum sínum um rafbyssuvæðinguna 30. desember. Strax í kjölfarið lýstu þingmenn innan Vinstri grænna því að tíðindin hafi komið sér á óvart. Meiri umræða þyrfti að eiga sér stað áður en ákvörðun um rafbyssurnar væri tekin. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að öllu máli skipti hvernig eftirliti með vopnaburði lögreglu yrði háttað, áður en henni yrðu veittar auknar heimildir. Nú hefur Umboðsmaður Alþingis blandað sér í málið og óskar þess að Jón upplýsi um hvort honum hafi verið kunnugt um þá afstöðu forsætisráðherra sem áður greinir að samtal um þetta mál þyrfti að eiga sér stað innan ríkisstjórnar. Umboðsmaður vill einnig vita hvenær Jón hafi undirritað breytingu á fyrrgreindum reglum og hvenær reglurnar voru sendar til birtingar í Stjórnartíðindum. Einnig er óskað upplýsinga um hvort ráðherra hafi gefið ríkislögreglustjóra einhver fyrirmæli um undirbúning fyrir framkvæmd reglnanna og þá án tillits til birtingar þeirra í Stjórnartíðindum. Loks óskar umboðsmaður þess að ráðherra skýri hvort og á grundvelli hvaða mats hann telji óþarft að bera málið upp á ríkisstjórnarfundi og vísar þar bæði til laga um Stjórnarráð Íslands og 17. gr stjórnarskránnar þar sem segir að ráðherrafundi skuli halda um mikilvæg stjórnarmálefni. Svars er óskað „með tilliti til þess hvort téð stjórnvaldsfyrirmæli hafi falið í sér mikilvæga stefnumörkun eða áherslubreytingar,“ eins og það er orðað á vef embættisins. Rafbyssur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Alþingi Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira
Frá spurningunum umboðsmanns er greint á vef embættisins. Þar segir að í bréfi umboðsmanns til ráðherra í gær hafi verið bent á að samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands skuli halda ríkisstjórnarfundi um mikilvæg stjórnarmálefni. Með hliðsjón af því er ráðherra beðinn um að skýra frá ýmsu sem tengist aðdraganda þess að lögreglu var heimiluð notkun rafbyssa. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þinmaður Samfylkingarinnar, fylgdi málinu eftir á Alþingi í dag og vísar til fyrrgreindrar fyrirspurnar. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm „Þessi ákvörðun flokkast alveg örugglega undir stjórnarmálefni sem eiga heima á ríkisstjórnarfundi, til umræðu þar og samráðs. Ég velti fyrir mér hvert þetta gæti leitt, af því að ef hægt er að leyfa rafbyssur með þessum hætti þá er hægur leikur að leyfa annan vopnaburð.“ Dómsmálaráðherra og fulltrúar frá ríkislögreglustjóra voru gestir á fundi allsherjar- og menntamálanefnd í dag þar sem Jón sagði að það hafi staðið til lengi að breyta reglunum. Þá hafi Alþingi fyrir mörgum árum í raun veitt ráðherra heimild til að breyta reglunum og reglur um notkun rafbyssa lengi verið í gildi, þó sú heimild hafi ekki verið nýtt. Í síðustu viku var upplýst um að dómsmálaráðherra hafi undirritað reglugerðina skömmu fyrir áramót, sem vakti athygli þar sem ráðherra greindi frá fyrirætlunum sínum um rafbyssuvæðinguna 30. desember. Strax í kjölfarið lýstu þingmenn innan Vinstri grænna því að tíðindin hafi komið sér á óvart. Meiri umræða þyrfti að eiga sér stað áður en ákvörðun um rafbyssurnar væri tekin. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að öllu máli skipti hvernig eftirliti með vopnaburði lögreglu yrði háttað, áður en henni yrðu veittar auknar heimildir. Nú hefur Umboðsmaður Alþingis blandað sér í málið og óskar þess að Jón upplýsi um hvort honum hafi verið kunnugt um þá afstöðu forsætisráðherra sem áður greinir að samtal um þetta mál þyrfti að eiga sér stað innan ríkisstjórnar. Umboðsmaður vill einnig vita hvenær Jón hafi undirritað breytingu á fyrrgreindum reglum og hvenær reglurnar voru sendar til birtingar í Stjórnartíðindum. Einnig er óskað upplýsinga um hvort ráðherra hafi gefið ríkislögreglustjóra einhver fyrirmæli um undirbúning fyrir framkvæmd reglnanna og þá án tillits til birtingar þeirra í Stjórnartíðindum. Loks óskar umboðsmaður þess að ráðherra skýri hvort og á grundvelli hvaða mats hann telji óþarft að bera málið upp á ríkisstjórnarfundi og vísar þar bæði til laga um Stjórnarráð Íslands og 17. gr stjórnarskránnar þar sem segir að ráðherrafundi skuli halda um mikilvæg stjórnarmálefni. Svars er óskað „með tilliti til þess hvort téð stjórnvaldsfyrirmæli hafi falið í sér mikilvæga stefnumörkun eða áherslubreytingar,“ eins og það er orðað á vef embættisins.
Rafbyssur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Alþingi Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira