Ríki lýsir yfir stríði gegn smáfuglum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 28. janúar 2023 17:00 Grímuvefarar eru fjölmennasta fuglategund jarðarinnar, um einn og hálfur milljarður. Stjórnvöld í Kenía ætla sér að drepa 6 milljónir fugla á næstunni. Getty Images/Luke Dray Stjórnvöld í Kenía hafa lýst yfir stríði við lítinn 12 sentímetra smáfugl og ætla sér að drepa sex milljónir þeirra á næstunni. Dýrafræðingar hafa miklar áhyggjur og segja aðgerðirnar ógna mörgum öðrum dýrategundum. Aukin kornrækt þrengir að fuglunum Grímuvefarar eru litlir sætir fuglar sem aðallega éta grasfræ. Þeir eru félagslyndir og ferðast um sléttur Afríku í stórum hópum. En það er komið babb í bátinn. Miklir þurrkar hafa dregið úr möguleikum þeirra til að afla sér fæðu sem og að mörgum svæðum þar sem fuglarnir halda til og afla sér fæðu hefur verið breytt í ræktunarsvæði bænda. Og því hafa fuglarnir snúið sér að því að éta afurðir bændanna; sem sé kornið og hrísgrjónin sem koma upp á ökrunum og er ætlað til þess að fæða keníönsku þjóðina. Éta af ökrunum fyrir 7 milljarða króna Talið er að grímuvefararnir hafi nú þegar étið og eyðilagt um 120 hektara af hrísgrjónum og aðrir 800 hektarar eru í hættu. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að grímuvefararnir éti hrísgrjón og korn fyrir andvirði 50 milljóna Bandaríkjadala á ári, það svarar til rúmlega 7 milljarða íslenskra króna. Lýsa yfir stríði á hendur fuglunum Því hafa stjórnvöld lýst yfir stríði gegn grímuvefurunum og einsetja sér að drepa 6 milljónir fugla á næstunni. Það hyggjast þau gera með því að dreifa fenthion skordýraeitri úr flugvélum yfir akrana. En það er galli á gjöf Njarðar, segja dýrafræðingar. Þetta efni hverfur ekki sisona þegar menn hafa einu sinni hellt því yfir náttúruna. Það safnast saman og öðrum dýrum og fólki getur stafað hætta af efninu. Ránfuglar Kenía í hættu Dýrafræðingar hafa sérstaklega áhyggjur af því að efnið geti reynst ránfuglum í Kenía hættulegt, en allir ránfuglar landsins eru í útrýmingarhættu. Auk þess ber að hafa í huga að í Afríku einni er einn og hálfur milljarður grímuvefara á flugi. Þeir fljúga saman í svo stórum hópum að það getur tekið einn flokk fimm klukkustundir að fljúga hjá. Að ætla sér að drepa 6 milljónir þeirra með skordýraeitri er því dálítið eins og að skjóta spörfugla með fallbyssu. Bókstaflega. Kenía Dýr Fuglar Tengdar fréttir Lýsa yfir stríði á hendur blóðnefsvefurum Miklir þurrkar í Kenía á síðustu misserum hafa torveldað grasvöxt í landinu og hefur ein afleiðing þess verið að algengar fuglategundir hafa leitað annarra leiða til að slá á hungrið. 17. janúar 2023 07:54 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Aukin kornrækt þrengir að fuglunum Grímuvefarar eru litlir sætir fuglar sem aðallega éta grasfræ. Þeir eru félagslyndir og ferðast um sléttur Afríku í stórum hópum. En það er komið babb í bátinn. Miklir þurrkar hafa dregið úr möguleikum þeirra til að afla sér fæðu sem og að mörgum svæðum þar sem fuglarnir halda til og afla sér fæðu hefur verið breytt í ræktunarsvæði bænda. Og því hafa fuglarnir snúið sér að því að éta afurðir bændanna; sem sé kornið og hrísgrjónin sem koma upp á ökrunum og er ætlað til þess að fæða keníönsku þjóðina. Éta af ökrunum fyrir 7 milljarða króna Talið er að grímuvefararnir hafi nú þegar étið og eyðilagt um 120 hektara af hrísgrjónum og aðrir 800 hektarar eru í hættu. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að grímuvefararnir éti hrísgrjón og korn fyrir andvirði 50 milljóna Bandaríkjadala á ári, það svarar til rúmlega 7 milljarða íslenskra króna. Lýsa yfir stríði á hendur fuglunum Því hafa stjórnvöld lýst yfir stríði gegn grímuvefurunum og einsetja sér að drepa 6 milljónir fugla á næstunni. Það hyggjast þau gera með því að dreifa fenthion skordýraeitri úr flugvélum yfir akrana. En það er galli á gjöf Njarðar, segja dýrafræðingar. Þetta efni hverfur ekki sisona þegar menn hafa einu sinni hellt því yfir náttúruna. Það safnast saman og öðrum dýrum og fólki getur stafað hætta af efninu. Ránfuglar Kenía í hættu Dýrafræðingar hafa sérstaklega áhyggjur af því að efnið geti reynst ránfuglum í Kenía hættulegt, en allir ránfuglar landsins eru í útrýmingarhættu. Auk þess ber að hafa í huga að í Afríku einni er einn og hálfur milljarður grímuvefara á flugi. Þeir fljúga saman í svo stórum hópum að það getur tekið einn flokk fimm klukkustundir að fljúga hjá. Að ætla sér að drepa 6 milljónir þeirra með skordýraeitri er því dálítið eins og að skjóta spörfugla með fallbyssu. Bókstaflega.
Kenía Dýr Fuglar Tengdar fréttir Lýsa yfir stríði á hendur blóðnefsvefurum Miklir þurrkar í Kenía á síðustu misserum hafa torveldað grasvöxt í landinu og hefur ein afleiðing þess verið að algengar fuglategundir hafa leitað annarra leiða til að slá á hungrið. 17. janúar 2023 07:54 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Lýsa yfir stríði á hendur blóðnefsvefurum Miklir þurrkar í Kenía á síðustu misserum hafa torveldað grasvöxt í landinu og hefur ein afleiðing þess verið að algengar fuglategundir hafa leitað annarra leiða til að slá á hungrið. 17. janúar 2023 07:54