Ríki lýsir yfir stríði gegn smáfuglum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 28. janúar 2023 17:00 Grímuvefarar eru fjölmennasta fuglategund jarðarinnar, um einn og hálfur milljarður. Stjórnvöld í Kenía ætla sér að drepa 6 milljónir fugla á næstunni. Getty Images/Luke Dray Stjórnvöld í Kenía hafa lýst yfir stríði við lítinn 12 sentímetra smáfugl og ætla sér að drepa sex milljónir þeirra á næstunni. Dýrafræðingar hafa miklar áhyggjur og segja aðgerðirnar ógna mörgum öðrum dýrategundum. Aukin kornrækt þrengir að fuglunum Grímuvefarar eru litlir sætir fuglar sem aðallega éta grasfræ. Þeir eru félagslyndir og ferðast um sléttur Afríku í stórum hópum. En það er komið babb í bátinn. Miklir þurrkar hafa dregið úr möguleikum þeirra til að afla sér fæðu sem og að mörgum svæðum þar sem fuglarnir halda til og afla sér fæðu hefur verið breytt í ræktunarsvæði bænda. Og því hafa fuglarnir snúið sér að því að éta afurðir bændanna; sem sé kornið og hrísgrjónin sem koma upp á ökrunum og er ætlað til þess að fæða keníönsku þjóðina. Éta af ökrunum fyrir 7 milljarða króna Talið er að grímuvefararnir hafi nú þegar étið og eyðilagt um 120 hektara af hrísgrjónum og aðrir 800 hektarar eru í hættu. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að grímuvefararnir éti hrísgrjón og korn fyrir andvirði 50 milljóna Bandaríkjadala á ári, það svarar til rúmlega 7 milljarða íslenskra króna. Lýsa yfir stríði á hendur fuglunum Því hafa stjórnvöld lýst yfir stríði gegn grímuvefurunum og einsetja sér að drepa 6 milljónir fugla á næstunni. Það hyggjast þau gera með því að dreifa fenthion skordýraeitri úr flugvélum yfir akrana. En það er galli á gjöf Njarðar, segja dýrafræðingar. Þetta efni hverfur ekki sisona þegar menn hafa einu sinni hellt því yfir náttúruna. Það safnast saman og öðrum dýrum og fólki getur stafað hætta af efninu. Ránfuglar Kenía í hættu Dýrafræðingar hafa sérstaklega áhyggjur af því að efnið geti reynst ránfuglum í Kenía hættulegt, en allir ránfuglar landsins eru í útrýmingarhættu. Auk þess ber að hafa í huga að í Afríku einni er einn og hálfur milljarður grímuvefara á flugi. Þeir fljúga saman í svo stórum hópum að það getur tekið einn flokk fimm klukkustundir að fljúga hjá. Að ætla sér að drepa 6 milljónir þeirra með skordýraeitri er því dálítið eins og að skjóta spörfugla með fallbyssu. Bókstaflega. Kenía Dýr Fuglar Tengdar fréttir Lýsa yfir stríði á hendur blóðnefsvefurum Miklir þurrkar í Kenía á síðustu misserum hafa torveldað grasvöxt í landinu og hefur ein afleiðing þess verið að algengar fuglategundir hafa leitað annarra leiða til að slá á hungrið. 17. janúar 2023 07:54 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Aukin kornrækt þrengir að fuglunum Grímuvefarar eru litlir sætir fuglar sem aðallega éta grasfræ. Þeir eru félagslyndir og ferðast um sléttur Afríku í stórum hópum. En það er komið babb í bátinn. Miklir þurrkar hafa dregið úr möguleikum þeirra til að afla sér fæðu sem og að mörgum svæðum þar sem fuglarnir halda til og afla sér fæðu hefur verið breytt í ræktunarsvæði bænda. Og því hafa fuglarnir snúið sér að því að éta afurðir bændanna; sem sé kornið og hrísgrjónin sem koma upp á ökrunum og er ætlað til þess að fæða keníönsku þjóðina. Éta af ökrunum fyrir 7 milljarða króna Talið er að grímuvefararnir hafi nú þegar étið og eyðilagt um 120 hektara af hrísgrjónum og aðrir 800 hektarar eru í hættu. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að grímuvefararnir éti hrísgrjón og korn fyrir andvirði 50 milljóna Bandaríkjadala á ári, það svarar til rúmlega 7 milljarða íslenskra króna. Lýsa yfir stríði á hendur fuglunum Því hafa stjórnvöld lýst yfir stríði gegn grímuvefurunum og einsetja sér að drepa 6 milljónir fugla á næstunni. Það hyggjast þau gera með því að dreifa fenthion skordýraeitri úr flugvélum yfir akrana. En það er galli á gjöf Njarðar, segja dýrafræðingar. Þetta efni hverfur ekki sisona þegar menn hafa einu sinni hellt því yfir náttúruna. Það safnast saman og öðrum dýrum og fólki getur stafað hætta af efninu. Ránfuglar Kenía í hættu Dýrafræðingar hafa sérstaklega áhyggjur af því að efnið geti reynst ránfuglum í Kenía hættulegt, en allir ránfuglar landsins eru í útrýmingarhættu. Auk þess ber að hafa í huga að í Afríku einni er einn og hálfur milljarður grímuvefara á flugi. Þeir fljúga saman í svo stórum hópum að það getur tekið einn flokk fimm klukkustundir að fljúga hjá. Að ætla sér að drepa 6 milljónir þeirra með skordýraeitri er því dálítið eins og að skjóta spörfugla með fallbyssu. Bókstaflega.
Kenía Dýr Fuglar Tengdar fréttir Lýsa yfir stríði á hendur blóðnefsvefurum Miklir þurrkar í Kenía á síðustu misserum hafa torveldað grasvöxt í landinu og hefur ein afleiðing þess verið að algengar fuglategundir hafa leitað annarra leiða til að slá á hungrið. 17. janúar 2023 07:54 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Lýsa yfir stríði á hendur blóðnefsvefurum Miklir þurrkar í Kenía á síðustu misserum hafa torveldað grasvöxt í landinu og hefur ein afleiðing þess verið að algengar fuglategundir hafa leitað annarra leiða til að slá á hungrið. 17. janúar 2023 07:54