Íslenskir stjórnendur svartsýnni á árangur í loftlagsmálum en þeir erlendu
Stjórnendur 26 prósent fyrirtækja á Íslandi telja að atvinnulífið taki loftslagsbreytingar nógu alvarlega og einungis 5 prósent telja að stjórnvöld á heimsvísu séu að gera nóg. Til samanburðar álíta um 30 prósent stjórnenda á Norðurlöndum og á heimsvísu að bæði fyrirtæki og stjórnvöld séu að taka á vandanum. Yfirmaður sjálfbærniráðgjafar hjá Deloitte segir niðurstöðurnar staðfesta að íslensk stjórnvöld þurfi að bjóða upp á frekari „hvata til jákvæðra aðgerða“ fyrir atvinnulífið.
Tengdar fréttir
Nær allir stjórnendur telja að loftlagsáhrif hafi haft neikvæð áhrif á fyrirtæki þeirra
Hátt í 80 prósent stjórnenda fyrirtækja í 21 landi, þar á meðal á Íslandi, telja jörðina nálgast vendipunkt í loftlagsbreytingum og að það verði ekki aftur snúið. Sé aðeins litið til stjórnenda á Norðurlöndum þá eru um 72 prósent á þeirri skoðun en fyrir um ári síðan var það hlutfall 59 prósent.