Íslenskt rafeldsneyti í eigu þjóðarinnar Stefán Vagn Stefánsson skrifar 26. janúar 2023 15:00 Fyrir áramótin mælti ég fyrir tillögu minni til þingsályktunar á Alþingi um að fela ríkisstjórninni að taka til frumathugunar stofnun ríkisfélags um rafeldsneytisframleiðslu á Íslandi. Líta má við þessa frumathugun til starfsemi Equinor í Noregi, fyrrum Statoil, sem er nú 67% í eigu norska ríkisins. Rafeldsneyti og framtíðin Hugmyndin að þessari þingsályktunartillögu er nokkuð löng en orkuskiptin hafa kallað á umræðu um rafeldsneyti sem einn af þeim orkukostum sem til greina koma sem eldsneyti framtíðarinnar. Við sem þjóð höfum ákveðin markmið í átt að kolefnishlutleysi og ætlum okkur að standast skuldbindingar okkar í loftlagsmálum. Ásamt því að framleiða endurnýjanlega orkugjafa til að fullnægja þörfum innanlands, liggja einnig gríðarleg tækifæri í að hefja útflutning á rafeldsneyti. Framleiðsla á rafeldsneyti er kostnaðarsöm aðgerð en þó framleiðsla á rafeldsneyti og sala sé í dag hlutfallslega lítil þá er áhugi fjárfesta mikill og það felast ákveðin tækifæri í því að fjármagna framleiðsluna þegar markaðir eru orðnir tryggir. Á heimsvísu er gert ráð fyrir að kostnaðarliðir fari lækkandi á næstu árum. Eitt af tækifærum Íslands við framleiðslu rafeldsneytis er að nýta mögulega árstíðabundna umframorku og hámarka arðsemi. Fjölmargir aðilar hafa sýnt áhuga á að hefja framleiðslu á rafeldsneyti hér á landi sem er jákvætt. Er bæði um innlenda en þó aðallega erlenda aðila að ræða. Forstjóri Landsvirkjunar hefur sagt opinberlega að Landsvirkjun sé ekki að fara að leggja til orku í slík verkefni enda sé hún ekki til í því magni sem þarf til að slík framleiðsla beri sig. En áhugi þessara aðila er til kominn sökum þess að tækifærin í því að framleiða grænt rafeldsneyti hér á landi eru gríðarleg og mjög ábatasöm fjárfesting til lengri tíma litið. Rafeldsneytisframleiðsla er einnig stór þáttur í orkuskiptum þjóðarinnar og partur af því að ná þeim markmiðum í loftlagsmálum sem við höfum sett okkur. Gagnrýnt hefur verið á undanförnum árum að arður stóriðjunnar og fiskeldis hér á landi fari úr landi. Gera má ráð fyrir að svipuð umræða fari af stað þegar umsóknir rafeldsneytisfyrirtækjanna koma til afgreiðslu. Til að skapa megi um það betri sátt hef ég horft til Noregs og hvernig Norðmenn, árið 1972 stofnuðu Statoil, ríkisrekið olíufyrirtæki, til að halda utan um vinnslu og dreifingu á olíu og gasi sem fyrirtækið vinnur í norskri lögsögu. Nýtum sóknarfærin Framangreint leiðir okkur að þeirri spurningu hvort ekki sé skynsamlegt að stofnað verði fyrirtæki í eigu ríkisins, jafnvel undir eða í samstarfi við Landsvirkjun sem sjái um framleiðslu á rafeldsneyti til orkuskipta á Íslandi með möguleika á útflutningi, enda óljóst hvort markaður hér á landi sé nægilega stór svo framkvæmdin sé arðbær. Með þessu móti getum við orðið sjálfbær um orku, stigið risa skref í orkuskiptum og stutt við markmið stjórnvalda í loftlagsmálum. Arðinn af framkvæmdinni mætti setja í samfélagssjóð, að fyrirmynd Norðmanna, ásamt hluta eða öllum hagnaði Landsvirkjunar og því ljóst að um verulegar upphæðir yrði að ræða á ári hverju. Slíkan sjóð mætti t.d. nota til að bregðast við áföllum í efnahagslífi landsins eða öðrum óvæntum atvikum sem við þekkjum því miður aðeins of vel þessi misserin. Högg ríkissjóðs yrði þá minna og efnahagslegur stöðugleiki meiri. Ég vona að vel verði tekið í tillöguna, en í henni er óskað eftir því að málið verði skoðað. Ég er sannfærður um að framleiðsla á íslensku rafeldsneyti í eigu þjóðarinnar sé farsælt skref og muni skila okkur áfram í orkuskiptunum og setja Ísland í sérflokk þegar kemur að sjálfbærni í orkumálum. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkuskipti Alþingi Framsóknarflokkurinn Orkumál Stefán Vagn Stefánsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Fyrir áramótin mælti ég fyrir tillögu minni til þingsályktunar á Alþingi um að fela ríkisstjórninni að taka til frumathugunar stofnun ríkisfélags um rafeldsneytisframleiðslu á Íslandi. Líta má við þessa frumathugun til starfsemi Equinor í Noregi, fyrrum Statoil, sem er nú 67% í eigu norska ríkisins. Rafeldsneyti og framtíðin Hugmyndin að þessari þingsályktunartillögu er nokkuð löng en orkuskiptin hafa kallað á umræðu um rafeldsneyti sem einn af þeim orkukostum sem til greina koma sem eldsneyti framtíðarinnar. Við sem þjóð höfum ákveðin markmið í átt að kolefnishlutleysi og ætlum okkur að standast skuldbindingar okkar í loftlagsmálum. Ásamt því að framleiða endurnýjanlega orkugjafa til að fullnægja þörfum innanlands, liggja einnig gríðarleg tækifæri í að hefja útflutning á rafeldsneyti. Framleiðsla á rafeldsneyti er kostnaðarsöm aðgerð en þó framleiðsla á rafeldsneyti og sala sé í dag hlutfallslega lítil þá er áhugi fjárfesta mikill og það felast ákveðin tækifæri í því að fjármagna framleiðsluna þegar markaðir eru orðnir tryggir. Á heimsvísu er gert ráð fyrir að kostnaðarliðir fari lækkandi á næstu árum. Eitt af tækifærum Íslands við framleiðslu rafeldsneytis er að nýta mögulega árstíðabundna umframorku og hámarka arðsemi. Fjölmargir aðilar hafa sýnt áhuga á að hefja framleiðslu á rafeldsneyti hér á landi sem er jákvætt. Er bæði um innlenda en þó aðallega erlenda aðila að ræða. Forstjóri Landsvirkjunar hefur sagt opinberlega að Landsvirkjun sé ekki að fara að leggja til orku í slík verkefni enda sé hún ekki til í því magni sem þarf til að slík framleiðsla beri sig. En áhugi þessara aðila er til kominn sökum þess að tækifærin í því að framleiða grænt rafeldsneyti hér á landi eru gríðarleg og mjög ábatasöm fjárfesting til lengri tíma litið. Rafeldsneytisframleiðsla er einnig stór þáttur í orkuskiptum þjóðarinnar og partur af því að ná þeim markmiðum í loftlagsmálum sem við höfum sett okkur. Gagnrýnt hefur verið á undanförnum árum að arður stóriðjunnar og fiskeldis hér á landi fari úr landi. Gera má ráð fyrir að svipuð umræða fari af stað þegar umsóknir rafeldsneytisfyrirtækjanna koma til afgreiðslu. Til að skapa megi um það betri sátt hef ég horft til Noregs og hvernig Norðmenn, árið 1972 stofnuðu Statoil, ríkisrekið olíufyrirtæki, til að halda utan um vinnslu og dreifingu á olíu og gasi sem fyrirtækið vinnur í norskri lögsögu. Nýtum sóknarfærin Framangreint leiðir okkur að þeirri spurningu hvort ekki sé skynsamlegt að stofnað verði fyrirtæki í eigu ríkisins, jafnvel undir eða í samstarfi við Landsvirkjun sem sjái um framleiðslu á rafeldsneyti til orkuskipta á Íslandi með möguleika á útflutningi, enda óljóst hvort markaður hér á landi sé nægilega stór svo framkvæmdin sé arðbær. Með þessu móti getum við orðið sjálfbær um orku, stigið risa skref í orkuskiptum og stutt við markmið stjórnvalda í loftlagsmálum. Arðinn af framkvæmdinni mætti setja í samfélagssjóð, að fyrirmynd Norðmanna, ásamt hluta eða öllum hagnaði Landsvirkjunar og því ljóst að um verulegar upphæðir yrði að ræða á ári hverju. Slíkan sjóð mætti t.d. nota til að bregðast við áföllum í efnahagslífi landsins eða öðrum óvæntum atvikum sem við þekkjum því miður aðeins of vel þessi misserin. Högg ríkissjóðs yrði þá minna og efnahagslegur stöðugleiki meiri. Ég vona að vel verði tekið í tillöguna, en í henni er óskað eftir því að málið verði skoðað. Ég er sannfærður um að framleiðsla á íslensku rafeldsneyti í eigu þjóðarinnar sé farsælt skref og muni skila okkur áfram í orkuskiptunum og setja Ísland í sérflokk þegar kemur að sjálfbærni í orkumálum. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun