„Það verður alveg vel hvasst“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. janúar 2023 23:03 Á höfuðborgarsvæðinu verður hvassviðri, vestan og suðvestan fimmtán til tuttugu metrar á sekúndu og él með lélegu skyggni. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Veðurfræðingur segir að gera megi ráð fyrir miklu hvassviðri á morgun. Líklegt sé að færð spillist og töluverð úrkoma verður nánast á landinu öllu. Stormurinn sé strax farinn að láta á sér kræla. Gular viðvaranir taka gildi í nótt á mestöllu landinu. Í kortunum er vestan og suðvestan stormur með 15 til 25 metrum á sekúndu og éljagangi. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að höfuðborgarbúar sem hyggjast keyra norður í fyrramálið ættu ekki að leggja snemma að stað. Úrkoman minnki þegar að birta tekur og gætu akstursskilyrði reynst ívið betri upp úr hádegi. Varasamar akstursaðstæður geta skapast vegna hvassviðris, skafrennings og éljagangs.Veðurstofan „Það verður mjög leiðinlegt yfir heiðarnar, yfir Holtavörðuheiðina og Vatnsskarðið. Það er svo leiðinlegt að keyra undan vindi því þá skefur alltaf fram á framrúðuna og verður mun blindara. Það er auðveldara að keyra á móti svona veðri heldur en á undan því.“ Icelandair hefur aflýst fjölda flugferða í nótt og á morgun vegna veðurs. Ekki verður flogið frá Bandaríkjunum hingað til lands í nótt eins og til stóð. Þá hafa flugferðum til og frá Evrópu, að undanskildum flugferðum til Tenerife og Alicante, verið aflýst, sem og innanlandsflugi. „Vindhviðurnar munu örugglega fara vel yfir þau mörk sem má nota landgangana, eða það er að segja ranana. Þannig að fólk þarf að fara raunverulega út og labba á flughlaðinu einhvern smá spotta upp í vél á svona gamaldags landgang. Og það er náttúrulega alltaf - þegar það er orðið þetta hvasst - að ef að vélarnar hreyfast og landgangurinn rekst í vélina þá fer sú vél ekki neitt.“ „Vindhraðurinn er kannski ívið minni en það munar kannski ekki öllu. Þannig að þetta er í rauninni yfir öllum mörkum, þeir eiga svo erfitt með að hlaða og afhlaða vélarnar. Fólk er ekki spennt fyrir því að þurfa að bíða í einhverja klukkutíma úti í vél,“ segir Óli Þór. Stormurinn er strax farinn að láta á sér kræla: „Það er að byrja að hvessa núna og það eru að byggjast upp mjög myndarlegir éljabólstrar. Á meðan að það er nægilega hlýtt hérna niðri þá bráðnar það á leiðinni niður. En þetta mun kólna um tvær eða þrjár gráður í viðbót eftir því sem líður á nóttina. Mesta úrkoman verður þá í nótt og fyrst í fyrramálið og svo fer að draga nokkuð jafnt og þétt úr þessu.“ Hann segir að viðbúið að færð spillist í fyrramálið: „Það getur verið sniðugt að bíða í klukkutíma lengur heldur en að þurfa að sitja í bíl í leiðindaveðri og bíða eftir að veðrinu sloti. Ég held að það komist flestir á leiðarenda þegar líður á daginn en það getur verið gott að bíða eitthvað fram yfir hádegi með að rjúka af stað.“ Veður Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Gular viðvaranir taka gildi í nótt á mestöllu landinu. Í kortunum er vestan og suðvestan stormur með 15 til 25 metrum á sekúndu og éljagangi. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að höfuðborgarbúar sem hyggjast keyra norður í fyrramálið ættu ekki að leggja snemma að stað. Úrkoman minnki þegar að birta tekur og gætu akstursskilyrði reynst ívið betri upp úr hádegi. Varasamar akstursaðstæður geta skapast vegna hvassviðris, skafrennings og éljagangs.Veðurstofan „Það verður mjög leiðinlegt yfir heiðarnar, yfir Holtavörðuheiðina og Vatnsskarðið. Það er svo leiðinlegt að keyra undan vindi því þá skefur alltaf fram á framrúðuna og verður mun blindara. Það er auðveldara að keyra á móti svona veðri heldur en á undan því.“ Icelandair hefur aflýst fjölda flugferða í nótt og á morgun vegna veðurs. Ekki verður flogið frá Bandaríkjunum hingað til lands í nótt eins og til stóð. Þá hafa flugferðum til og frá Evrópu, að undanskildum flugferðum til Tenerife og Alicante, verið aflýst, sem og innanlandsflugi. „Vindhviðurnar munu örugglega fara vel yfir þau mörk sem má nota landgangana, eða það er að segja ranana. Þannig að fólk þarf að fara raunverulega út og labba á flughlaðinu einhvern smá spotta upp í vél á svona gamaldags landgang. Og það er náttúrulega alltaf - þegar það er orðið þetta hvasst - að ef að vélarnar hreyfast og landgangurinn rekst í vélina þá fer sú vél ekki neitt.“ „Vindhraðurinn er kannski ívið minni en það munar kannski ekki öllu. Þannig að þetta er í rauninni yfir öllum mörkum, þeir eiga svo erfitt með að hlaða og afhlaða vélarnar. Fólk er ekki spennt fyrir því að þurfa að bíða í einhverja klukkutíma úti í vél,“ segir Óli Þór. Stormurinn er strax farinn að láta á sér kræla: „Það er að byrja að hvessa núna og það eru að byggjast upp mjög myndarlegir éljabólstrar. Á meðan að það er nægilega hlýtt hérna niðri þá bráðnar það á leiðinni niður. En þetta mun kólna um tvær eða þrjár gráður í viðbót eftir því sem líður á nóttina. Mesta úrkoman verður þá í nótt og fyrst í fyrramálið og svo fer að draga nokkuð jafnt og þétt úr þessu.“ Hann segir að viðbúið að færð spillist í fyrramálið: „Það getur verið sniðugt að bíða í klukkutíma lengur heldur en að þurfa að sitja í bíl í leiðindaveðri og bíða eftir að veðrinu sloti. Ég held að það komist flestir á leiðarenda þegar líður á daginn en það getur verið gott að bíða eitthvað fram yfir hádegi með að rjúka af stað.“
Veður Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira