Umfjöllun og viðtöl: HK - Haukar 21-32 | Haukar í engum vandræðum með HK Andri Már Eggertsson skrifar 28. janúar 2023 18:27 vísir/Diego Haukar unnu sannfærandi sigur á HK í Kórnum 21-32. Gestirnir tóku frumkvæðið snemma og komust sjö mörkum yfir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. HK ógnaði aldrei forystu Hauka sem unnu á endanum ellefu marka sigur. Það var mikið undir fyrir bæði lið í leik dagsins í Kórnum. HK er að róa lífróður í neðsta sæti deildarinnar á meðan Haukar gátu slitið sig frá botnbaráttunni með sigri. Mikilvægi leiksins virtist skila sér í taugaóstyrk hjá heimakonum sem byrjuðu leikinn afar illa. HK var í miklum vandræðum sóknarlega fyrsta korterið sem skilaði sér í aðeins tveimur mörkum. Gestirnir úr Hafnarfirði gengu á lagið og var staðan 2-9 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Margrét Ýr Björnsdóttir, markmaður HK, datt í gang um miðjan fyrri hálfleik og sá til þess að Haukar náðu ekki að gera út um leikinn í fyrri hálfleik. Haukar gáfu þó aðeins eftir í örfáar mínútur og voru sjö mörkum yfir í hálfleik 8-15. Líkt og í fyrri hálfleik þá byrjuðu gestirnir betur í síðari hálfleik. Haukar gerðu tvö mörk í röð og HK náði sér aldrei á strik. Haukar juku forskotið eftir því sem leið á síðari hálfleik. Markmenn Hauka voru í stuði. Margrét Einarsdóttir, markmaður Hauka, varði 12 skot og endaði með 41 prósent markvörslu. Elísa Helga Sigurðardóttir kom í markið undir lokin og endaði með 43 prósent markvörslu. Haukar unnu á endanum ellefu marka sigur 21-32. Af hverju unnu Haukar? Haukar áttu fyrstu höggið og komust snemma sjö mörkum yfir og litu aldei um öxl eftir það. HK átti erfitt uppdráttar sóknarlega og náði aldrei að leysa vel skipulagða 6-0 vörn Hauka. Hverjar stóðu upp úr? Elín Klara Þorkelsdóttir fór á kostum og var allt í öllu í sóknarleik Hauka. Elín skoraði átta mörk og var dugleg að gefa stoðsendingar og skapa færi fyrir liðsfélaga sína. Margrét Einarsdóttir, markmaður Hauka, varði vel í markinu og endaði með 41 prósent markvörslu. Hvað gekk illa? Embla Steindórsdóttir þurfti að taka allar ákvarðanir sóknarlega og það var mikið lagt á hennar herðar. Embla endaði með 6 mörk úr 18 skotum. Hvað gerist næst? Næsta föstudag mætast Valur og Haukar klukkan 20:15. Laugardaginn 4. febrúar mætast HK og Selfoss í Kórnum klukkan 16:00. Ragnar: Ræða Díönu fyrir leik var afar góð Ragnar Hermansson, þjálfari Hauka, var ánægður með sigurinnStöð 2 Ragnar Hermansson, þjálfari Hauka, var ánægður með ellefu marka sigur á HK. „Mér fannst við vera mjög þéttar. Ég var ánægður með hversu vel við hlupum til baka og hrós á HK-inga sem keyrðu upp hátt tempó og ef við hefðum ekki verið tilbúnar þá hefði HK skorað fullt af mörkum en við skiluðum okkur vel til baka.“ Ragnar hrósaði Díönu Guðjónsdóttur, aðstoðarþjálfara Hauka, fyrir góða ræðu fyrir leik sem að hans mati varð til þess að Haukar byrjuðu leikinn töluvert betur en HK. „Ræða Díönu var mjög góð og við höfum verið að spila vel á fyrstu 10-12 mínútunum í flestum leikjum. Það hefur hallað undan hjá okkur í leikjum en núna tókst okkur að stoppa allar blæðingar og spiluðum vel allan leikinn.“ Ragnar var að lokum ánægður með einbeitinguna hjá Haukum sem varð til þess að Haukar bættu við forskotið og unnu að lokum ellefu marka sigur. Olís-deild kvenna HK Haukar
Haukar unnu sannfærandi sigur á HK í Kórnum 21-32. Gestirnir tóku frumkvæðið snemma og komust sjö mörkum yfir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. HK ógnaði aldrei forystu Hauka sem unnu á endanum ellefu marka sigur. Það var mikið undir fyrir bæði lið í leik dagsins í Kórnum. HK er að róa lífróður í neðsta sæti deildarinnar á meðan Haukar gátu slitið sig frá botnbaráttunni með sigri. Mikilvægi leiksins virtist skila sér í taugaóstyrk hjá heimakonum sem byrjuðu leikinn afar illa. HK var í miklum vandræðum sóknarlega fyrsta korterið sem skilaði sér í aðeins tveimur mörkum. Gestirnir úr Hafnarfirði gengu á lagið og var staðan 2-9 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Margrét Ýr Björnsdóttir, markmaður HK, datt í gang um miðjan fyrri hálfleik og sá til þess að Haukar náðu ekki að gera út um leikinn í fyrri hálfleik. Haukar gáfu þó aðeins eftir í örfáar mínútur og voru sjö mörkum yfir í hálfleik 8-15. Líkt og í fyrri hálfleik þá byrjuðu gestirnir betur í síðari hálfleik. Haukar gerðu tvö mörk í röð og HK náði sér aldrei á strik. Haukar juku forskotið eftir því sem leið á síðari hálfleik. Markmenn Hauka voru í stuði. Margrét Einarsdóttir, markmaður Hauka, varði 12 skot og endaði með 41 prósent markvörslu. Elísa Helga Sigurðardóttir kom í markið undir lokin og endaði með 43 prósent markvörslu. Haukar unnu á endanum ellefu marka sigur 21-32. Af hverju unnu Haukar? Haukar áttu fyrstu höggið og komust snemma sjö mörkum yfir og litu aldei um öxl eftir það. HK átti erfitt uppdráttar sóknarlega og náði aldrei að leysa vel skipulagða 6-0 vörn Hauka. Hverjar stóðu upp úr? Elín Klara Þorkelsdóttir fór á kostum og var allt í öllu í sóknarleik Hauka. Elín skoraði átta mörk og var dugleg að gefa stoðsendingar og skapa færi fyrir liðsfélaga sína. Margrét Einarsdóttir, markmaður Hauka, varði vel í markinu og endaði með 41 prósent markvörslu. Hvað gekk illa? Embla Steindórsdóttir þurfti að taka allar ákvarðanir sóknarlega og það var mikið lagt á hennar herðar. Embla endaði með 6 mörk úr 18 skotum. Hvað gerist næst? Næsta föstudag mætast Valur og Haukar klukkan 20:15. Laugardaginn 4. febrúar mætast HK og Selfoss í Kórnum klukkan 16:00. Ragnar: Ræða Díönu fyrir leik var afar góð Ragnar Hermansson, þjálfari Hauka, var ánægður með sigurinnStöð 2 Ragnar Hermansson, þjálfari Hauka, var ánægður með ellefu marka sigur á HK. „Mér fannst við vera mjög þéttar. Ég var ánægður með hversu vel við hlupum til baka og hrós á HK-inga sem keyrðu upp hátt tempó og ef við hefðum ekki verið tilbúnar þá hefði HK skorað fullt af mörkum en við skiluðum okkur vel til baka.“ Ragnar hrósaði Díönu Guðjónsdóttur, aðstoðarþjálfara Hauka, fyrir góða ræðu fyrir leik sem að hans mati varð til þess að Haukar byrjuðu leikinn töluvert betur en HK. „Ræða Díönu var mjög góð og við höfum verið að spila vel á fyrstu 10-12 mínútunum í flestum leikjum. Það hefur hallað undan hjá okkur í leikjum en núna tókst okkur að stoppa allar blæðingar og spiluðum vel allan leikinn.“ Ragnar var að lokum ánægður með einbeitinguna hjá Haukum sem varð til þess að Haukar bættu við forskotið og unnu að lokum ellefu marka sigur.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti