„Það væri frábært fyrir hvert einasta lið að vera með sína eigin dansara“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 29. janúar 2023 16:51 Ieva Dambrauskienė stofnaði sveit klappstýra í miðjum kórónuveirufaraldri. Þær hvetja nú áfram og dansa fyrir körfuboltalið Hauka. Hún segir liðið hafa fengið mjög góð viðbrögð, þá sérstaklega frá karlmönnum. Ieva er Litháensk og hafði áður tilheyrt eins klappliði þar í landi. Meðlimir íslenska klappliðsins eru frá Póllandi, Belarús, Litháen og Íslandi. „Aðal ástæðan fyrir því að ég stofnaði þetta lið er að ég þurfti að finna stað til að dansa eins og ég hafði áður gert,“ segir Ieva. Eins og sjá má er einfalt hliðarspor ekki alveg það sem þær gera í leikhléum.Aðsent Fyrst um sinn voru tólf konur í hópnum en að sögn Ievu stækkaði liðið fljótt. Þær byrjuðu fyrst á því að dansa fyrir lið í neðri deildum en skemmta nú bara fyrir körfuboltalið Hauka á heimaleikjum. „Við byrjuðum að dansa þar og þetta leiktímabil höfum við komið fram á nærri öllum heimaleikjum,“ segir Ieva. „Þetta er svolítið öðruvísi svið sem við erum að dansa á. Við erum ekki að keppa við neinn, við erum að styðja liðið og aðdáendur. Við reynum að njóta þess að vera úti á vellinum og senda frá okkur góða strauma.“ Hún segir mjög vinsælt að hafa klappstýrur á leikjum annars staðar í Evrópu og furðar sig á því að það hafi ekki verið hefð fyrir því á Íslandi. Þrátt fyrir að liðið sé fremur nýtt segir hún að þau hafi fengið góð viðbrögð. Fólk taki þeim almennt fagnandi. „Ég held að það væri frábært fyrir hvert einasta lið að vera með sína eigin dansara. Þetta er æðislegt fyrir bæði liðið og áhorfendur en auðvitað tekur það tíma fyrir þetta að þróast,“ segir Ieva en liðið hennar vilji stækka markaðinn fyrir þessu á Íslandi. Hópurinn hvetur áfram körfuboltalið Hauka á heimaleikjum. Aðsent Liðið leitar sér nú að fyrirtækjum til þess að styrkja starfsemina en dansararnir eru í sjálfboðavinnu. Hún segir mikla vinnu liggja að baki og allir dansararnir séu í annarri vinnu ofan á klappliðið. „Af því sem ég sé er fólk mjög hrifið af okkur, sérstaklega karlmennirnir,“ segir Ieva og hlær en hún segir dansinn hafa mikið skemmtanagildi. Þá hafi fólk haft orð á því við hana að það sé ánægt með að klapplið séu loksins komin til Íslands, enda sé kominn tími til. Fylgjast má með liðinu á Instagram og Tiktok. Hér að ofan má sjá myndband af klappliðinu leika listir sínar. Körfubolti Haukar Dans Mest lesið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Fleiri fréttir Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Sjá meira
Ieva er Litháensk og hafði áður tilheyrt eins klappliði þar í landi. Meðlimir íslenska klappliðsins eru frá Póllandi, Belarús, Litháen og Íslandi. „Aðal ástæðan fyrir því að ég stofnaði þetta lið er að ég þurfti að finna stað til að dansa eins og ég hafði áður gert,“ segir Ieva. Eins og sjá má er einfalt hliðarspor ekki alveg það sem þær gera í leikhléum.Aðsent Fyrst um sinn voru tólf konur í hópnum en að sögn Ievu stækkaði liðið fljótt. Þær byrjuðu fyrst á því að dansa fyrir lið í neðri deildum en skemmta nú bara fyrir körfuboltalið Hauka á heimaleikjum. „Við byrjuðum að dansa þar og þetta leiktímabil höfum við komið fram á nærri öllum heimaleikjum,“ segir Ieva. „Þetta er svolítið öðruvísi svið sem við erum að dansa á. Við erum ekki að keppa við neinn, við erum að styðja liðið og aðdáendur. Við reynum að njóta þess að vera úti á vellinum og senda frá okkur góða strauma.“ Hún segir mjög vinsælt að hafa klappstýrur á leikjum annars staðar í Evrópu og furðar sig á því að það hafi ekki verið hefð fyrir því á Íslandi. Þrátt fyrir að liðið sé fremur nýtt segir hún að þau hafi fengið góð viðbrögð. Fólk taki þeim almennt fagnandi. „Ég held að það væri frábært fyrir hvert einasta lið að vera með sína eigin dansara. Þetta er æðislegt fyrir bæði liðið og áhorfendur en auðvitað tekur það tíma fyrir þetta að þróast,“ segir Ieva en liðið hennar vilji stækka markaðinn fyrir þessu á Íslandi. Hópurinn hvetur áfram körfuboltalið Hauka á heimaleikjum. Aðsent Liðið leitar sér nú að fyrirtækjum til þess að styrkja starfsemina en dansararnir eru í sjálfboðavinnu. Hún segir mikla vinnu liggja að baki og allir dansararnir séu í annarri vinnu ofan á klappliðið. „Af því sem ég sé er fólk mjög hrifið af okkur, sérstaklega karlmennirnir,“ segir Ieva og hlær en hún segir dansinn hafa mikið skemmtanagildi. Þá hafi fólk haft orð á því við hana að það sé ánægt með að klapplið séu loksins komin til Íslands, enda sé kominn tími til. Fylgjast má með liðinu á Instagram og Tiktok. Hér að ofan má sjá myndband af klappliðinu leika listir sínar.
Körfubolti Haukar Dans Mest lesið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Fleiri fréttir Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Sjá meira