Stigafrádráttur hjá Juventus og Mourinho vill þrjú stig í stórafmælisgjöf Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. janúar 2023 17:01 José Mourinho varð sextugur í gær, fimmtudag. Fabio Rossi/Getty Images Þeir hafa rekið upp stór augu sem hafa skoðað stöðuna í ítölsku A deildinni í vikunni án þess að lesa fréttir undangenginna daga. Juventus, sem áður var helsti keppinautur Napoli um titilinn og virtist vera á góðri siglingu um 10 stigum á eftir toppliðinu, hafði allt í einu misst 15 stig og var fallið niður í 10. sæti, rétt á eftir Empoli. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og hafa stuðningsmenn liðsins skipulagt mótmæli með því að segja upp sjónvarpsáskrift sinni að ítölsku deildinni. Slík mótmæli gætu orðið áhrifamikil enda er félagið langstærsta og vinsælasta félag landsins. Vilja stuðningsmenn meina að félagið sé skotspónn yfirvalda enda hefur engu öðru félagi verið gerð refsing í málinu þrátt fyrir að þau hafi einnig stundað vafasöm viðskipti með leikmenn. Ekki var það til að lægja öldurnar að eiginkona Gabriele Gravina, forseta knattspyrnusambandsins, fagnaði refsingu Juventus í Instagram story hjá sér. Þá þótti mörgum það ankannalegt að saksóknarinn í málinu hafi óskað eftir 9 stiga refsingu handa félaginu en niðurstaða deildarinnar var að draga 15 stig af þeim. Hvaða ástæður búa að baki þessari refsihækkun fáum við að vita í næstu viku þegar úrskurðurinn í heild sinni verður gerður opinber. Þangað til verður refsihækkunin sönnunargagn Juventus stuðningsmanna fyrir mismunun sem félag þeirra þarf að sæta. Með stigafrádrættinum er nær útilokað að Juventus nái Meistaradeildarsæti á næsta tímabili og yrði það enn eitt fjárhagslega höggið sem dynur á félaginu. Forsvarsmenn liðsins vonast til þess að ná að lækka refsinguna á næsta dómsstigi. Með góðum frammistöðum innan vallar og í dómssölum er því ekki útilokað að félagið leiki í Meistaradeildinni á næsta ári. Um helgina bíður gamall kunningi Gömlu dömunnar, Silvio Berlusconi og félagar í Monza. Berlusconi reyndist Juventus erfiður ljár í þúfu þegar hann var forseti AC Milan á sínum tíma. Honum þætti ekkert skemmtilegra en að skemma fyrir gamla keppinaut sínum. Sólarslagur hjá Napoli og Roma Ekkert virðist geta stöðvað Napoli frá því að stinga af með titilinn. Allt er upp á tíu. Spilamennskan, hollningin á liðinu, þjálfarinn, hugarfarið, spennustigið og væntingastjórnunin. Lykilmenn eru að mæta aftur eftir meiðsli og þótt liðið hafi óvænt dottið út úr bikarnum gegn botnliðinu Cremonese þá er það líklegast bara jákvætt þar sem liðið á í nógu að snúast að vera bæði í baráttum um deild og Meistaradeild. Victor Osimhen hefur farið á kostum fyrir Napoli í vetur.Getty Liðið vann auðveldan sigur á nágrönnunum í Salernitana í næstu umferð en nú bíður eitt erfiðasta próf tímabilsins. José Mourinho og lærisveinar hans í Roma mæta í heimsókn til Napolí, í slag sem oft er kenndur við sjálfa sólina – Derby del Sole. Síðast þegar þessi lið mættust í Ólympíuleikvangnum í Róm mátti varla skilja á milli liðanna. Leikurinn var afar jafn og það eina sem skildi liðin að var framherjinn knái Victor Osimhen sem skoraði glæsilegt mark sem tryggði Napoli 0-1 sigur. Staðan á Roma er hins vegar allt önnur í dag. Paulo Dybala er sjóðandi heitur og það virðist hafa gert liðinu gott að setja vandræðagemsann Nicolo Zaniolo í kælingu. Þetta fyrrverandi ungstirni bað um frí í síðasta leik og hefur hann átt í viðræðum við lið á Englandi og á Ítalíu um félagsskipti. Í hans fjarveru hefur samvinna Dybala og Tammy Abraham blómstrað. Það er því bjartsýnn Mourinho sem mætir á Stadio Diego Armando Maradona á sunnudagskvöldið í sextugsafmælisvikunni sinni. Aðspurður hvað hann óskaði sér í afmælisgjöf, var hann snöggur til svara. Sigur á sunnudaginn er hans eina afmælisósk. Zaniolo vill nú komast frá Róm.Justin Setterfield/Getty Images Skýjað yfir Mílanó Þegar illa gengur hjá Juventus myndi maður halda að hin tvö Mílanó liðin séu fagnandi en svo er aldeilis ekki. Útlitið hjá ríkjandi meisturum AC Milan er sérlega dapurt enda hefur liðið ekki bara tapað leikjum og stigum undanfarið heldur hefur spilamennskan á löngum köflum verið afleit. Krafturinn og trúin sem hefur einkennt liðið undir stjórn Piolis [og Zlatans] er horfið sem dögg fyrir sólu og eftir sitja ágætir knattspyrnumenn sem virðast aldrei hafa spilað saman áður. Um liðna helgi lenti liðið í ljósbláu hakkavélinni hans Maurizios Sarris þegar Lazio gjörsamlega malaði AC Milan 4-0. Mílanóliðið sá aldrei til sólar í leiknumm og með því að tvöfalda alltaf á stórstjörnu liðsins, Rafael Leao, tókst Sarri og Lazio að stöðva allan takt í sóknarleik AC Milan. Varnarleikurinn lak svo eins og gatasigti og eins og hendi sé veifað er Lazio koimð í þriðja sætið, aðeins stig á eftir AC Milan. Ekki var frammistaða Internazionale mikið skárri en liðnu tókst að tapa 0-1 á heimavelli gegn litla liðinu Empoli. Empoli mætti til leiks af miklum krafti og virtust ekkert hræddir við risana í norðri. Ekki bætti það svo úr skák fyrir Inter að Milan Skriniar, varnartröllið frá Slóvakíu, fékk rautt spjald í fyrri hálfleik. Svoleiðis mótlæti er oft mælikvarði á það hvort lið ætli sér að vera með í toppbaráttu eða ekki. Að því leitinu til féll Inter á prófinu, því skömmu fyrir leikslok skoraði ítalska ungstirnið Tommaso Baldanzi fyrir Empoli og tryggði litla liðinu glæsilegan sigur. Baldanzi er aðeins 19 ára að aldri en er þegar kominn með fjögur mörk í deildinni í aðeins 10 leikjum. Sérfræðingar vilja líkja þessum leikna leikmanni við Paulo Dybala. Lágvaxinn með lágan þyngdarpunkt og frábæran vinstri fót. Skriniar fékk rautt spjald í leiknum gegn Empoli.Getty/Andrea Bruno Diodato Milan Skriniar varð því skúrkurinn hjá Inter í leik sem gæti verið svanasöngur hans hjá félaginu. Skriniar hefur lengi verið orðaður við PSG og vill ekki skrifa undir nýjan samning við Inter. En forsvarsmenn Inter eru staðráðnir í að selja hann ekki í janúar og eru frekar tilbúnir í að láta hann fara frítt í sumar. Fari svo að hann fari til PSG mun liðið sennilega kaupa Giorgio Scalvini frá Atalanta en hann hefur slegið í gegn í vörn Bergamo liðsins á yfirstandandi tímabili. Mílanóliðin fá þrátt fyrir allt þetta góðan möguleika á að komast aftur á réttan kjöl í komandi umferð. Inter heimsækir Cremonese, lið sem getur ekki keypt sér sigur þótt lífið liggi við, á meðan AC Milan fær Sassuolo í heimsókn – lið sem er skugginn af sjálfu sér þessa dagana. Íslendingar kunna best við sig í B deildinni Albert Guðmundsson og Genoa eru á mikilli siglingu þessa dagana og um helgina vannst mikilvægur sigur í uppbótatíma gegn Benevento. Albert lagði upp fyrra markið í leiknum og hefur verið í lykilhlutverki í sóknarleik liðsins, enn fremur svo eftir að Alberto Gilardino tók við liðinu fyrir áramót. Íslendingum í B deildinni fjölgaði um einn í vikunni þegar Mikael Egill Ellertsson var keyptur frá Spezia til Íslendingaliðsins Venezia. Mikael var ekki að fá margar mínútur með Spezia í A deildinni og það verður spennandi að sjá hvort hann geti hjálpað Venezia í B deildinni. Liðið situr í 18. sæti deildarinnar eftir 21 leik. Afskaplega slakur árangur hjá liði sem lék í Serie A síðast í fyrra. Lið sem falla úr A deildinni eiga það stundum til að taka lyftuna beint niður í gegnum B deildina niður í C deild. Þaðan getur verið erfitt að komast upp aftur, og því algjört lykilatriði fyrir Venezia að bjarga sér úr feninu. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Aðeins einn leikmaður fékk sneið af afmælisköku Mourinhos José Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, varð sextugur í gær. Leikmenn og starfslið Roma fögnuðu með Portúgalanum á þessum tímamótum. 27. janúar 2023 12:31 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og hafa stuðningsmenn liðsins skipulagt mótmæli með því að segja upp sjónvarpsáskrift sinni að ítölsku deildinni. Slík mótmæli gætu orðið áhrifamikil enda er félagið langstærsta og vinsælasta félag landsins. Vilja stuðningsmenn meina að félagið sé skotspónn yfirvalda enda hefur engu öðru félagi verið gerð refsing í málinu þrátt fyrir að þau hafi einnig stundað vafasöm viðskipti með leikmenn. Ekki var það til að lægja öldurnar að eiginkona Gabriele Gravina, forseta knattspyrnusambandsins, fagnaði refsingu Juventus í Instagram story hjá sér. Þá þótti mörgum það ankannalegt að saksóknarinn í málinu hafi óskað eftir 9 stiga refsingu handa félaginu en niðurstaða deildarinnar var að draga 15 stig af þeim. Hvaða ástæður búa að baki þessari refsihækkun fáum við að vita í næstu viku þegar úrskurðurinn í heild sinni verður gerður opinber. Þangað til verður refsihækkunin sönnunargagn Juventus stuðningsmanna fyrir mismunun sem félag þeirra þarf að sæta. Með stigafrádrættinum er nær útilokað að Juventus nái Meistaradeildarsæti á næsta tímabili og yrði það enn eitt fjárhagslega höggið sem dynur á félaginu. Forsvarsmenn liðsins vonast til þess að ná að lækka refsinguna á næsta dómsstigi. Með góðum frammistöðum innan vallar og í dómssölum er því ekki útilokað að félagið leiki í Meistaradeildinni á næsta ári. Um helgina bíður gamall kunningi Gömlu dömunnar, Silvio Berlusconi og félagar í Monza. Berlusconi reyndist Juventus erfiður ljár í þúfu þegar hann var forseti AC Milan á sínum tíma. Honum þætti ekkert skemmtilegra en að skemma fyrir gamla keppinaut sínum. Sólarslagur hjá Napoli og Roma Ekkert virðist geta stöðvað Napoli frá því að stinga af með titilinn. Allt er upp á tíu. Spilamennskan, hollningin á liðinu, þjálfarinn, hugarfarið, spennustigið og væntingastjórnunin. Lykilmenn eru að mæta aftur eftir meiðsli og þótt liðið hafi óvænt dottið út úr bikarnum gegn botnliðinu Cremonese þá er það líklegast bara jákvætt þar sem liðið á í nógu að snúast að vera bæði í baráttum um deild og Meistaradeild. Victor Osimhen hefur farið á kostum fyrir Napoli í vetur.Getty Liðið vann auðveldan sigur á nágrönnunum í Salernitana í næstu umferð en nú bíður eitt erfiðasta próf tímabilsins. José Mourinho og lærisveinar hans í Roma mæta í heimsókn til Napolí, í slag sem oft er kenndur við sjálfa sólina – Derby del Sole. Síðast þegar þessi lið mættust í Ólympíuleikvangnum í Róm mátti varla skilja á milli liðanna. Leikurinn var afar jafn og það eina sem skildi liðin að var framherjinn knái Victor Osimhen sem skoraði glæsilegt mark sem tryggði Napoli 0-1 sigur. Staðan á Roma er hins vegar allt önnur í dag. Paulo Dybala er sjóðandi heitur og það virðist hafa gert liðinu gott að setja vandræðagemsann Nicolo Zaniolo í kælingu. Þetta fyrrverandi ungstirni bað um frí í síðasta leik og hefur hann átt í viðræðum við lið á Englandi og á Ítalíu um félagsskipti. Í hans fjarveru hefur samvinna Dybala og Tammy Abraham blómstrað. Það er því bjartsýnn Mourinho sem mætir á Stadio Diego Armando Maradona á sunnudagskvöldið í sextugsafmælisvikunni sinni. Aðspurður hvað hann óskaði sér í afmælisgjöf, var hann snöggur til svara. Sigur á sunnudaginn er hans eina afmælisósk. Zaniolo vill nú komast frá Róm.Justin Setterfield/Getty Images Skýjað yfir Mílanó Þegar illa gengur hjá Juventus myndi maður halda að hin tvö Mílanó liðin séu fagnandi en svo er aldeilis ekki. Útlitið hjá ríkjandi meisturum AC Milan er sérlega dapurt enda hefur liðið ekki bara tapað leikjum og stigum undanfarið heldur hefur spilamennskan á löngum köflum verið afleit. Krafturinn og trúin sem hefur einkennt liðið undir stjórn Piolis [og Zlatans] er horfið sem dögg fyrir sólu og eftir sitja ágætir knattspyrnumenn sem virðast aldrei hafa spilað saman áður. Um liðna helgi lenti liðið í ljósbláu hakkavélinni hans Maurizios Sarris þegar Lazio gjörsamlega malaði AC Milan 4-0. Mílanóliðið sá aldrei til sólar í leiknumm og með því að tvöfalda alltaf á stórstjörnu liðsins, Rafael Leao, tókst Sarri og Lazio að stöðva allan takt í sóknarleik AC Milan. Varnarleikurinn lak svo eins og gatasigti og eins og hendi sé veifað er Lazio koimð í þriðja sætið, aðeins stig á eftir AC Milan. Ekki var frammistaða Internazionale mikið skárri en liðnu tókst að tapa 0-1 á heimavelli gegn litla liðinu Empoli. Empoli mætti til leiks af miklum krafti og virtust ekkert hræddir við risana í norðri. Ekki bætti það svo úr skák fyrir Inter að Milan Skriniar, varnartröllið frá Slóvakíu, fékk rautt spjald í fyrri hálfleik. Svoleiðis mótlæti er oft mælikvarði á það hvort lið ætli sér að vera með í toppbaráttu eða ekki. Að því leitinu til féll Inter á prófinu, því skömmu fyrir leikslok skoraði ítalska ungstirnið Tommaso Baldanzi fyrir Empoli og tryggði litla liðinu glæsilegan sigur. Baldanzi er aðeins 19 ára að aldri en er þegar kominn með fjögur mörk í deildinni í aðeins 10 leikjum. Sérfræðingar vilja líkja þessum leikna leikmanni við Paulo Dybala. Lágvaxinn með lágan þyngdarpunkt og frábæran vinstri fót. Skriniar fékk rautt spjald í leiknum gegn Empoli.Getty/Andrea Bruno Diodato Milan Skriniar varð því skúrkurinn hjá Inter í leik sem gæti verið svanasöngur hans hjá félaginu. Skriniar hefur lengi verið orðaður við PSG og vill ekki skrifa undir nýjan samning við Inter. En forsvarsmenn Inter eru staðráðnir í að selja hann ekki í janúar og eru frekar tilbúnir í að láta hann fara frítt í sumar. Fari svo að hann fari til PSG mun liðið sennilega kaupa Giorgio Scalvini frá Atalanta en hann hefur slegið í gegn í vörn Bergamo liðsins á yfirstandandi tímabili. Mílanóliðin fá þrátt fyrir allt þetta góðan möguleika á að komast aftur á réttan kjöl í komandi umferð. Inter heimsækir Cremonese, lið sem getur ekki keypt sér sigur þótt lífið liggi við, á meðan AC Milan fær Sassuolo í heimsókn – lið sem er skugginn af sjálfu sér þessa dagana. Íslendingar kunna best við sig í B deildinni Albert Guðmundsson og Genoa eru á mikilli siglingu þessa dagana og um helgina vannst mikilvægur sigur í uppbótatíma gegn Benevento. Albert lagði upp fyrra markið í leiknum og hefur verið í lykilhlutverki í sóknarleik liðsins, enn fremur svo eftir að Alberto Gilardino tók við liðinu fyrir áramót. Íslendingum í B deildinni fjölgaði um einn í vikunni þegar Mikael Egill Ellertsson var keyptur frá Spezia til Íslendingaliðsins Venezia. Mikael var ekki að fá margar mínútur með Spezia í A deildinni og það verður spennandi að sjá hvort hann geti hjálpað Venezia í B deildinni. Liðið situr í 18. sæti deildarinnar eftir 21 leik. Afskaplega slakur árangur hjá liði sem lék í Serie A síðast í fyrra. Lið sem falla úr A deildinni eiga það stundum til að taka lyftuna beint niður í gegnum B deildina niður í C deild. Þaðan getur verið erfitt að komast upp aftur, og því algjört lykilatriði fyrir Venezia að bjarga sér úr feninu.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Aðeins einn leikmaður fékk sneið af afmælisköku Mourinhos José Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, varð sextugur í gær. Leikmenn og starfslið Roma fögnuðu með Portúgalanum á þessum tímamótum. 27. janúar 2023 12:31 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Aðeins einn leikmaður fékk sneið af afmælisköku Mourinhos José Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, varð sextugur í gær. Leikmenn og starfslið Roma fögnuðu með Portúgalanum á þessum tímamótum. 27. janúar 2023 12:31