Bætti eigið Íslandsmet eftir löng og erfið meiðsli: „Líður eins og ég eigi meira inni“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. janúar 2023 07:00 Guðbjörg Jóna stefnir á að eiga gott sumar. Skjáskot Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir jafnaði Íslandsmetið á Stórmóti ÍR á dögunum og bætti síðan um betur þegar hún kom í mark á nýju Íslandsmeti, 7,35 sekúndum, í Árósum á miðvikudagskvöld. Guðbjörg Jóna segir erfiðan tíma að baki en hún var frá vegna meiðsla í 10 mánuði. „Það var mjög ömurlegur og erfiður tími, mjög erfitt andlega fannst mér. Komu mjög margir dagar í sumar þar sem mig langaði að hætta. Er mjög stolt af sjálfri mér fyrir að hafa ekki hætt.“ Guðbjörg Jóna var í æfingabúðum í apríl á síðasta ári þar sem hún varð fyrir meiðslum. Hún æfði hins vegar áfram þrátt fyrir að vera meidd. „Ég reif eitthvað í vöðvanum framan í lærinu, stærsta vöðvanum. Þá var að bögga mig allt sumarið, rosalega leiðinleg meiðsli. Var dugleg að taka lengri hlaup [Eftir meiðslin]. Var að æfa upp að sársaukamörkum og reyna að æfa í kringum þetta.“ „Langaði mjög mikið að hætta en það er mjög erfitt að taka það skref því maður er svo vanur vera partur af þessum heimi, íþróttaheiminum. Veit ekki hvað ég myndi gera ef ég væri ekki í frjálsum.“ Átti Guðbjörg Jóna von á því að bæta Íslandsmetið? „Ég myndi alveg segja það, kannski ekki að bæta mig mjög mikið í einu hlaupi en ég veit að ég mjög mikið inni því æfingar eru búnar að ganga rosalega vel. Ég er búin að vera mjög skynsöm á æfingum. Finnst loks núna vera að sjást hversu mikla vinnu ég er búin að leggja í þetta af því í sumar gerði maður ekki neitt. Þetta er loksins allt að smella saman.“ „Mér líður samt eins og ég eigi meira inni og vona að það komi inn fleiri bætingar á næstu mótum.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan en þar á má einnig heyra Guðbjörgu Jóna ræða Evrópumót 23 ára og yngri ásamt markmiðum hennar á því móti sem og öðrum. Klippa: Guðbjörg Jóna bætti eigið Íslandsmet eftir löng og erfið meiðsli: Líður eins og ég eigi meira inni Frjálsar íþróttir ÍR Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
„Það var mjög ömurlegur og erfiður tími, mjög erfitt andlega fannst mér. Komu mjög margir dagar í sumar þar sem mig langaði að hætta. Er mjög stolt af sjálfri mér fyrir að hafa ekki hætt.“ Guðbjörg Jóna var í æfingabúðum í apríl á síðasta ári þar sem hún varð fyrir meiðslum. Hún æfði hins vegar áfram þrátt fyrir að vera meidd. „Ég reif eitthvað í vöðvanum framan í lærinu, stærsta vöðvanum. Þá var að bögga mig allt sumarið, rosalega leiðinleg meiðsli. Var dugleg að taka lengri hlaup [Eftir meiðslin]. Var að æfa upp að sársaukamörkum og reyna að æfa í kringum þetta.“ „Langaði mjög mikið að hætta en það er mjög erfitt að taka það skref því maður er svo vanur vera partur af þessum heimi, íþróttaheiminum. Veit ekki hvað ég myndi gera ef ég væri ekki í frjálsum.“ Átti Guðbjörg Jóna von á því að bæta Íslandsmetið? „Ég myndi alveg segja það, kannski ekki að bæta mig mjög mikið í einu hlaupi en ég veit að ég mjög mikið inni því æfingar eru búnar að ganga rosalega vel. Ég er búin að vera mjög skynsöm á æfingum. Finnst loks núna vera að sjást hversu mikla vinnu ég er búin að leggja í þetta af því í sumar gerði maður ekki neitt. Þetta er loksins allt að smella saman.“ „Mér líður samt eins og ég eigi meira inni og vona að það komi inn fleiri bætingar á næstu mótum.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan en þar á má einnig heyra Guðbjörgu Jóna ræða Evrópumót 23 ára og yngri ásamt markmiðum hennar á því móti sem og öðrum. Klippa: Guðbjörg Jóna bætti eigið Íslandsmet eftir löng og erfið meiðsli: Líður eins og ég eigi meira inni
Frjálsar íþróttir ÍR Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira