Biðja sænska ríkisborgara að gæta sín Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2023 22:04 Mótmælt hefur verið fyrir framan sænsku ræðismannsskrifstofuna í Istanbúl. EPA-EFE/SEDAT SUNA Sænsk yfirvöld biðja ríkisborgara sína að forðast mannmergð í Tyrklandi. Kveikt var í Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi í vikunni og sögðu tyrknesk stjórnvöld að Svíar ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi þeirra vegna umsóknar að NATO. „Svíar í Tyrklandi eru beðnir um að fylgjast vel með viðvörunum og framgangi mála. Áframhaldandi mótmæli gætu átt sér stað fyrir utan sendiráðið í Ankara og á ræðismannsskrifstofunni í Istanbúl næstu daga. Ríkisborgarar eru beðnir um að forðast mannmergð og mótmæli,“ segir í viðvörun frá sænska utanríkisráðuneytinu. Sambærileg skilaboð hafa borist frá utanríkisráðuneytum Danmerkur og Noregs. Aðdraganda málsins má rekja til þess að kveikt var í eintaki af Kóraninum á mótmælafundi í Stokkhólmi fyrir viku síðan. Mótmæli hafa víða brotist út í kjölfarið. Sænsk stjórnvöld sóttu um aðild að NATO ásamt Finnum í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins þurfa að leggja blessun sína yfir umsóknir nýrra ríkja. „Svíþjóð ætti ekki að reikna með stuðningi frá okkur vegna NATO,“ sagði Erdogan, aðspurður um málið. „Það er ljóst að þeir sem stóðu fyrir slíkri svívirðingu fyrir framan sendiráð okkar geta ekki reiknað með neinni velvild varðandi umsóknina.“ Rasmus Paludan segist ætla að brenna Kóraninn í hverri viku þar til Svíþjóð fær aðild að Atlantshafsbandalaginu.EPA-EFE/Olafur Steinar Gestsson Sænsk yfirvöld höfðu gefið grænt ljós á mótmælafundinn sem haldinn var fyrir framan tyrkneska sendiráðið í Stokkhólmi á laugardag. Það var Rasmus Paludan, formaður danska hægriöfgaflokksins Stram Kurs, sem stóð fyrir því að kveikt var í eintaki af Kóraninum á fundinum. Paludan hefur sagst ætla að kveikja í Kóraninum í hverri viku þar til Svíum verði hleypt inn í Atlantshafsbandalagið. Tobias Billström utanríkisráðherra hefur gagnrýnt mótmælin, en bendir á að tjáningarfrelsi sé við lýði í Svíþjóð. Það þýði þó ekki að sænsk stjórnvöld eða ráðherrann sjálfur styðji þær skoðanir sem hafi verið viðraðar á fundinum. Ulf Kristersson forsætisráðherra tekur í sama streng og ver tjáningarfrelsið. Hann segir athæfið þó mjög ruddalegt. Deutsche Welle greinir frá. Svíþjóð Tyrkland NATO Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
„Svíar í Tyrklandi eru beðnir um að fylgjast vel með viðvörunum og framgangi mála. Áframhaldandi mótmæli gætu átt sér stað fyrir utan sendiráðið í Ankara og á ræðismannsskrifstofunni í Istanbúl næstu daga. Ríkisborgarar eru beðnir um að forðast mannmergð og mótmæli,“ segir í viðvörun frá sænska utanríkisráðuneytinu. Sambærileg skilaboð hafa borist frá utanríkisráðuneytum Danmerkur og Noregs. Aðdraganda málsins má rekja til þess að kveikt var í eintaki af Kóraninum á mótmælafundi í Stokkhólmi fyrir viku síðan. Mótmæli hafa víða brotist út í kjölfarið. Sænsk stjórnvöld sóttu um aðild að NATO ásamt Finnum í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins þurfa að leggja blessun sína yfir umsóknir nýrra ríkja. „Svíþjóð ætti ekki að reikna með stuðningi frá okkur vegna NATO,“ sagði Erdogan, aðspurður um málið. „Það er ljóst að þeir sem stóðu fyrir slíkri svívirðingu fyrir framan sendiráð okkar geta ekki reiknað með neinni velvild varðandi umsóknina.“ Rasmus Paludan segist ætla að brenna Kóraninn í hverri viku þar til Svíþjóð fær aðild að Atlantshafsbandalaginu.EPA-EFE/Olafur Steinar Gestsson Sænsk yfirvöld höfðu gefið grænt ljós á mótmælafundinn sem haldinn var fyrir framan tyrkneska sendiráðið í Stokkhólmi á laugardag. Það var Rasmus Paludan, formaður danska hægriöfgaflokksins Stram Kurs, sem stóð fyrir því að kveikt var í eintaki af Kóraninum á fundinum. Paludan hefur sagst ætla að kveikja í Kóraninum í hverri viku þar til Svíum verði hleypt inn í Atlantshafsbandalagið. Tobias Billström utanríkisráðherra hefur gagnrýnt mótmælin, en bendir á að tjáningarfrelsi sé við lýði í Svíþjóð. Það þýði þó ekki að sænsk stjórnvöld eða ráðherrann sjálfur styðji þær skoðanir sem hafi verið viðraðar á fundinum. Ulf Kristersson forsætisráðherra tekur í sama streng og ver tjáningarfrelsið. Hann segir athæfið þó mjög ruddalegt. Deutsche Welle greinir frá.
Svíþjóð Tyrkland NATO Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira