Nouha Dicko kom Crete óvænt yfir strax á 19. mínútu eftir sendingu Guðmundar sem byrjaði leikinn í stöðu vinstri vængbakvarðar. Cedric Bakambu jafnaði hins vegar metin áður en fyrri hálfleik lauk og staðan 1-1 í hálfleik.
Það var svo Youssef El Arabi sem skoraði það sem reyndist sigurmarkið á 76. mínútu. Skömmu síðar var Guðmundur tekinn af velli í liði Crete.
Eftir 20 leiki er OFI Crete í 9. sæti – af 14 liðum - grísku deildarinnar með 19 stig. Olympiacos er í 3. sæti með 42 stig.