Körfubolti

Tryggvi frábær þegar Zaragoza vann í framlengdum leik

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Magnaður í kvöld.
Magnaður í kvöld. Vísir/Getty

Tryggvi Snær Hlinason var einn besti maður vallarins í mikilvægum sigri Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Zaragoza var með Real Betis í heimsókn en liðin eru að berjast í kringum fallsvæðið og var leikurinn hnífjafn. Eftir framlengingu unnu Tryggvi og félagar sjö stiga sigur, 89-82.

Tryggvi spilaði 30 mínútur í leiknum; skoraði 14 stig og tók 10 fráköst ásamt því að gefa þrjár stoðsendingar.

Í ítölsku úrvalsdeildinni máttu Jón Axel Guðmundsson og félagar í Pesaro þola stórt tap fyrir Sassari, 110-74. Jón Axel spilaði þrettán mínútur og skoraði sex stig.

Í sama landi átti Sara Rún Hinríksdóttir góðan leik fyrir Faenza sem tapaði fyrir Campobasso, 59-73.

Sara var stigahæst í liði Faenza með átján stig á þeim 22 mínútum sem hún spilaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×