Birna Valgerður gaf ekki kost á sér í landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2023 13:42 Birna Valgerður Benónýsdóttir er næststigahæsti íslenski leikmaðurinn í Subway deild kvenna. Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson hefur valið tólf leikmenn sem spila síðustu tvo leikina í undankeppni Evrópumóts kvenna í körfubolta í næsta mánuði. Benedikt gerir eina breytingu á liðinu sem hann valdi í nóvember. Haukakonan Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir kemur inn fyrir Dagnýju Lísu Davíðsdóttur en Dagný er meidd. Það vakti athygli að miðherjinn öflugi úr Keflavík, Birna Valgerður Benónýsdóttir, er ekki í hópnum en Birna er að skora 16,0 stig í leik fyrir topplið Subway deildar kvenna. Tinna Guðrún Alexandersdóttir úr Haukum er eini íslenski leikmaður deildarinnar sem að skora meira að meðaltali í leik í vetur. Í tilkynningu KKÍ kemur fram að Birna sé ekki frá vegna meiðsla eins og í verkefninu í nóvember en þær sem ekki gátu tekið þátt að þessu sinni vegna meiðsla eru þær Dagný Lísa, Hallveig Jónsdóttir úr Val og Helena Sverrisdóttir úr Haukum. Uppfært: Þó að það hafi ekki komið fram í tilkynningu KKÍ í dag þá gaf Birna Valgerður ekki kost á sér í landsliðið. Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari, staðfesti við Vísi, að leikmaðurinn hafi ekki gefið kost á sér í þetta verkefni. Leikið verður nú í febrúar heima og að heiman og þar með klárast þessi undankeppni. Mótherjar Íslands í riðlinum eru Spánn, Ungverjaland og Rúmenía. Ísland hefur leikið gegn Rúmeníu tvisvar og Ungverjalandi hér heima í nóvember 2022 fyrir rúmu ári síðan. Ísland náði í einn sigur, í leiknum í nóvember síðastliðnum á heimavelli gegn Rúmeníu og hafði að auki innbyrðis sigur eftir tvo leiki. Leikir febrúar verða gegn Ungverjalandi og Spáni. Fyrst verður leikið á útivelli gegn Ungverjalandi þann 9. febrúar í Miskolc, og svo hér heima gegn Spáni í seinni leiknum. Heimaleikurinn fer fram í Laugardalshöll sunnudaginn 12. febrúar klukkan 19:45. Íslenska liðið mun ferðast út mánudaginn 6. febrúar og vera við æfingar ytra fram að leik. Íslenska liðið er þannig skipað: Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (4 landsleikir) Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (8) Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (14) Diljá Ögn Lárusdóttir · Stjarnan (4) Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar (6) Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir · Haukar (2) Eva Margrét Kristjánsdóttir · Haukar (4) Hildur Björg Kjartansdóttir · Valur (38) Isabella Ósk Sigurðardóttir · Njarðvík (10) Sara Rún Hinriksdóttir · Faenza Basket Project, Ítalíu (28) Tinna Guðrún Alexandersdóttir · Haukar (2) Þóra Kristín Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörk (27) Þjálfari: Benedikt Guðmundsson Aðstoðarþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Ólafur Jónas Sigurðsson. Sjúkraþjálfari: Sædís Magnúsdóttir · Atlas Endurhæfing Læknir: Unnur Tara Jónsdóttir Fararstjórn: Kristinn Geir Pálsson, Sigrún Ragnarsdóttir og Hannes S. Jónsson. Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Sjá meira
Benedikt gerir eina breytingu á liðinu sem hann valdi í nóvember. Haukakonan Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir kemur inn fyrir Dagnýju Lísu Davíðsdóttur en Dagný er meidd. Það vakti athygli að miðherjinn öflugi úr Keflavík, Birna Valgerður Benónýsdóttir, er ekki í hópnum en Birna er að skora 16,0 stig í leik fyrir topplið Subway deildar kvenna. Tinna Guðrún Alexandersdóttir úr Haukum er eini íslenski leikmaður deildarinnar sem að skora meira að meðaltali í leik í vetur. Í tilkynningu KKÍ kemur fram að Birna sé ekki frá vegna meiðsla eins og í verkefninu í nóvember en þær sem ekki gátu tekið þátt að þessu sinni vegna meiðsla eru þær Dagný Lísa, Hallveig Jónsdóttir úr Val og Helena Sverrisdóttir úr Haukum. Uppfært: Þó að það hafi ekki komið fram í tilkynningu KKÍ í dag þá gaf Birna Valgerður ekki kost á sér í landsliðið. Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari, staðfesti við Vísi, að leikmaðurinn hafi ekki gefið kost á sér í þetta verkefni. Leikið verður nú í febrúar heima og að heiman og þar með klárast þessi undankeppni. Mótherjar Íslands í riðlinum eru Spánn, Ungverjaland og Rúmenía. Ísland hefur leikið gegn Rúmeníu tvisvar og Ungverjalandi hér heima í nóvember 2022 fyrir rúmu ári síðan. Ísland náði í einn sigur, í leiknum í nóvember síðastliðnum á heimavelli gegn Rúmeníu og hafði að auki innbyrðis sigur eftir tvo leiki. Leikir febrúar verða gegn Ungverjalandi og Spáni. Fyrst verður leikið á útivelli gegn Ungverjalandi þann 9. febrúar í Miskolc, og svo hér heima gegn Spáni í seinni leiknum. Heimaleikurinn fer fram í Laugardalshöll sunnudaginn 12. febrúar klukkan 19:45. Íslenska liðið mun ferðast út mánudaginn 6. febrúar og vera við æfingar ytra fram að leik. Íslenska liðið er þannig skipað: Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (4 landsleikir) Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (8) Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (14) Diljá Ögn Lárusdóttir · Stjarnan (4) Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar (6) Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir · Haukar (2) Eva Margrét Kristjánsdóttir · Haukar (4) Hildur Björg Kjartansdóttir · Valur (38) Isabella Ósk Sigurðardóttir · Njarðvík (10) Sara Rún Hinriksdóttir · Faenza Basket Project, Ítalíu (28) Tinna Guðrún Alexandersdóttir · Haukar (2) Þóra Kristín Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörk (27) Þjálfari: Benedikt Guðmundsson Aðstoðarþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Ólafur Jónas Sigurðsson. Sjúkraþjálfari: Sædís Magnúsdóttir · Atlas Endurhæfing Læknir: Unnur Tara Jónsdóttir Fararstjórn: Kristinn Geir Pálsson, Sigrún Ragnarsdóttir og Hannes S. Jónsson.
Íslenska liðið er þannig skipað: Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (4 landsleikir) Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (8) Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (14) Diljá Ögn Lárusdóttir · Stjarnan (4) Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar (6) Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir · Haukar (2) Eva Margrét Kristjánsdóttir · Haukar (4) Hildur Björg Kjartansdóttir · Valur (38) Isabella Ósk Sigurðardóttir · Njarðvík (10) Sara Rún Hinriksdóttir · Faenza Basket Project, Ítalíu (28) Tinna Guðrún Alexandersdóttir · Haukar (2) Þóra Kristín Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörk (27) Þjálfari: Benedikt Guðmundsson Aðstoðarþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Ólafur Jónas Sigurðsson. Sjúkraþjálfari: Sædís Magnúsdóttir · Atlas Endurhæfing Læknir: Unnur Tara Jónsdóttir Fararstjórn: Kristinn Geir Pálsson, Sigrún Ragnarsdóttir og Hannes S. Jónsson.
Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Sjá meira