Alanyaspor mætti Sivasspor sem með sigrinum kom sér úr fallsæti og er nú með 21 stig í 13. sæti en Alanyaspor er í 9. sæti með 25 stig, eftir 21 leik af 36.
Mustapha Yatabaré, 37 ára gamall fyrrverandi landsliðsframherji Malí, skoraði tvö marka Sivasspor, bæði í fyrri hálfleik. Yatabaré hefur náð tveggja stafa tölu í tyrknesku deildinni síðustu þrjár leiktíðir og er nú kominn með fimm mörk á þessari leiktíð. Max-Alain Gradel bætti við þriðja markinu í seinni hálfleik.
Alanyaspor hefur nú aðeins fengið eitt stig úr síðustu þremur leikjum sínum auk þess að tapa bikarleik á heimavelli gegn Galatasaray.