Árásarmaður Pelosi: „Ég hefði átt að vera betur undirbúinn“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 31. janúar 2023 20:48 David DePape réðst á Paul Pelosi, eiginmann Nancy Pelosi, fyrrverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í október. Getty/Michael Short Maðurinn sem kærður hefur verið fyrir að hafa ráðist á Paul Pelosi í október síðastliðnum hringdi í fjölmiðla eftir birtingu myndbanda af árásinni. Í símtalinu virðist hann biðjast afsökunar á að hafa ekki staðið sig betur við verknaðinn. Fyrir stuttu birtist myndband frá lögreglunni í San Francisco af árásinni þar sem David DePape sést ráðast á Paul Pelosi, eiginmann Nancy Pelosi, fyrrverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. DePape réðst á Pelosi með hamri með þeim afleiðingum að hann höfuðkúpubrotnaði og slasaðist illa á hægri hönd. Síðustu mánuði hefur hann verið í endurhæfingu en talið er að hann muni ná sér að fullu. Í kjölfar birtingar myndbandsins hringdi DePape, í sjónvarpsstöðina KTVU í San Fransisco og sagðist vilja gefa út yfirlýsingu til bandarísku þjóðarinnar. Símtalið var undir fimm mínútum á lengd og fékk fréttamaður stöðvarinnar ekki tækifæri til þess að spyrja hann nánar út í yfirlýsinguna. KTVU greinir frá. Í yfirlýsingunni segir DePape fólk í valdastöðum vera að ráðast á frelsi einstaklingsins. Þá hafi hann útvegað sér nöfn og heimilisföng nokkurra úr þessum hópi, ætlað að fara í heimsókn til og tala um slæma hegðun þeirra. „Ég vil biðja alla afsökunar, ég klúðraði þessu. Það sem ég gerði var mjög slæmt, ég biðst afsökunar á að hafa ekki náð fleirum. Það er mér einum að kenna, engum öðrum, ég hefði átt að vera betur undirbúinn,“ sagði DePape. DePape hefur neitað sök fyrir rétti en hann hefur meðal annars verið kærður fyrir tilraun til manndráps vegna árásarinnar. Hér að ofan má hlusta á búta úr símtali DePape við KTVU. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Tom Hanks var einnig á „dauðalista“ árásarmanns Pelosi Maðurinn sem sakaður er um að hafa ráðist á eiginmann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, með hamri í lok október ætlaði sér einnig að ráðast á fleiri þekkta einstaklinga. Í hóp þeirra var bandaríski stórleikarinn Tom Hanks. 15. desember 2022 07:52 Pelosi stígur til hliðar eftir tæplega tveggja áratuga forystu Nancy Pelosi, fráfarandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sækist ekki eftir því að leiða Demókrataflokkinn í deildinni á komandi kjörtímabili. Hún hefur verið í forystu flokksins í neðri deild þingsins í nærri því tuttugu ár. 17. nóvember 2022 18:47 Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Sjá meira
Fyrir stuttu birtist myndband frá lögreglunni í San Francisco af árásinni þar sem David DePape sést ráðast á Paul Pelosi, eiginmann Nancy Pelosi, fyrrverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. DePape réðst á Pelosi með hamri með þeim afleiðingum að hann höfuðkúpubrotnaði og slasaðist illa á hægri hönd. Síðustu mánuði hefur hann verið í endurhæfingu en talið er að hann muni ná sér að fullu. Í kjölfar birtingar myndbandsins hringdi DePape, í sjónvarpsstöðina KTVU í San Fransisco og sagðist vilja gefa út yfirlýsingu til bandarísku þjóðarinnar. Símtalið var undir fimm mínútum á lengd og fékk fréttamaður stöðvarinnar ekki tækifæri til þess að spyrja hann nánar út í yfirlýsinguna. KTVU greinir frá. Í yfirlýsingunni segir DePape fólk í valdastöðum vera að ráðast á frelsi einstaklingsins. Þá hafi hann útvegað sér nöfn og heimilisföng nokkurra úr þessum hópi, ætlað að fara í heimsókn til og tala um slæma hegðun þeirra. „Ég vil biðja alla afsökunar, ég klúðraði þessu. Það sem ég gerði var mjög slæmt, ég biðst afsökunar á að hafa ekki náð fleirum. Það er mér einum að kenna, engum öðrum, ég hefði átt að vera betur undirbúinn,“ sagði DePape. DePape hefur neitað sök fyrir rétti en hann hefur meðal annars verið kærður fyrir tilraun til manndráps vegna árásarinnar. Hér að ofan má hlusta á búta úr símtali DePape við KTVU.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Tom Hanks var einnig á „dauðalista“ árásarmanns Pelosi Maðurinn sem sakaður er um að hafa ráðist á eiginmann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, með hamri í lok október ætlaði sér einnig að ráðast á fleiri þekkta einstaklinga. Í hóp þeirra var bandaríski stórleikarinn Tom Hanks. 15. desember 2022 07:52 Pelosi stígur til hliðar eftir tæplega tveggja áratuga forystu Nancy Pelosi, fráfarandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sækist ekki eftir því að leiða Demókrataflokkinn í deildinni á komandi kjörtímabili. Hún hefur verið í forystu flokksins í neðri deild þingsins í nærri því tuttugu ár. 17. nóvember 2022 18:47 Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Sjá meira
Tom Hanks var einnig á „dauðalista“ árásarmanns Pelosi Maðurinn sem sakaður er um að hafa ráðist á eiginmann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, með hamri í lok október ætlaði sér einnig að ráðast á fleiri þekkta einstaklinga. Í hóp þeirra var bandaríski stórleikarinn Tom Hanks. 15. desember 2022 07:52
Pelosi stígur til hliðar eftir tæplega tveggja áratuga forystu Nancy Pelosi, fráfarandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sækist ekki eftir því að leiða Demókrataflokkinn í deildinni á komandi kjörtímabili. Hún hefur verið í forystu flokksins í neðri deild þingsins í nærri því tuttugu ár. 17. nóvember 2022 18:47
Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01