Reyna að vekja dódó-fuglinn til lífsins Bjarki Sigurðsson skrifar 31. janúar 2023 23:50 Endurgerð af dódó-fugli á náttúrugripasafninu í London. Getty/Mike Kemp Vísindamenn við Háskólann í Kaliforníu vilja vekja hinn útdauða dódó-fugl aftur til lífs en tegundin dó út á 17. öld. Með nýjum aðferðum við raðgreiningu erfðaefnis og nýjungum í genabreytingartækni telja vísindamennirnir að hægt sé að koma aftur upp stofni af dódó-fuglum. Dódó-fuglinn er líklegast eitt frægasta útdauða dýr heimsins. Hann gat ekki flogið og var ekkert sérstaklega hávaxinn, einungis sjötíu sentimetrar eða svo. Þá hefur hann í gegnum tíðina oft verið sagður afar heimskur, enda með afar furðulegt útlit. Í teiknimyndinni Ísöld (e. Ice Age) voru þeir afar heimskir og höfðu einungis áhuga á að bjarga melónu sem var stolið af þeim. Rannsóknir hafa þó sýnt að fuglinn var ekki heimskur heldur þvert á móti frekar klár. Dódó-fuglinn er ein frægasta útdauða dýrategund heims, þá sérstaklega vegna kvikmyndarinnar Ísöld. Dódó-fuglinn bjó á eyjunni Máritíus í Indlandshafi fram á seinni hluta 17. aldar þegar hann dó út. Fyrir það mátti finna hann víðar um heiminn en þegar sjávarmál hækkaði þá einangraðist hann á Máritíus. Þar voru engin rándýr sem vildu borða dódó-fuglinn, þar til sjómenn komu þangað í byrjun 17. aldar. Þeir hófu að veiða dódó-fuglinn sem óttaðist manninn ekki en nokkrum áratugum eftir komu fyrstu sjómannanna var stofninn alveg horfinn. CNN ræddi við Beth Shapiro, prófessor í vistfræði og þróunarlíffræði við Háskólann í Kaliforníu, vill vekja fuglinn til lífsins nú rúmum þrjú hundruð árum síðar. Til þess ætlar hún ásamt teymi sínu að notast við tækninýjungar og erfðaefni sem fannst úr dódó-fugli í Danmörku. Með því að notast við erfðaefni fuglategundar sem náskyld er dódó-fuglinum, Nicobar-dúfunnar, og erfðaefni úr annarri útdauðri fuglategund, Rodrigues solitaire, verður hægt að komast að því hvaða stökkbreytingar í erfðamenginu gera dódó-fuglinn að dódó-fugli. Nicobar-dúfan er náskyld dódó-fuglinum. Getty/Arterra Það er ekki nýtt af nálinni að vísindamenn, þá sérstaklega þróunarlíffræðingar séu að reyna að vekja útdauðar tegundir til lífs. Fjallað hefur verið um tilraunir við að vekja loðfílinn og tasmaníutígurinn til lífs í fjölmiðlum erlendis. Í þeim tilraunum er notast við svipaðar aðferðir og Shapiro stefnir á að nota. Aðspurð hvers vegna hún vill fá dódó-fuglinn til baka segir Shapiro að nú sé útrýmingarkrísa í gangi í heiminum. Það sé á ábyrgð hennar hóps að sýna fram á mikilvægi þess að dýrategundir deyi ekki út. Þá geti tæknin mögulega bjargað öðrum dýrum frá útrýmingu. Dýr Máritíus Bandaríkin Fuglar Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Dódó-fuglinn er líklegast eitt frægasta útdauða dýr heimsins. Hann gat ekki flogið og var ekkert sérstaklega hávaxinn, einungis sjötíu sentimetrar eða svo. Þá hefur hann í gegnum tíðina oft verið sagður afar heimskur, enda með afar furðulegt útlit. Í teiknimyndinni Ísöld (e. Ice Age) voru þeir afar heimskir og höfðu einungis áhuga á að bjarga melónu sem var stolið af þeim. Rannsóknir hafa þó sýnt að fuglinn var ekki heimskur heldur þvert á móti frekar klár. Dódó-fuglinn er ein frægasta útdauða dýrategund heims, þá sérstaklega vegna kvikmyndarinnar Ísöld. Dódó-fuglinn bjó á eyjunni Máritíus í Indlandshafi fram á seinni hluta 17. aldar þegar hann dó út. Fyrir það mátti finna hann víðar um heiminn en þegar sjávarmál hækkaði þá einangraðist hann á Máritíus. Þar voru engin rándýr sem vildu borða dódó-fuglinn, þar til sjómenn komu þangað í byrjun 17. aldar. Þeir hófu að veiða dódó-fuglinn sem óttaðist manninn ekki en nokkrum áratugum eftir komu fyrstu sjómannanna var stofninn alveg horfinn. CNN ræddi við Beth Shapiro, prófessor í vistfræði og þróunarlíffræði við Háskólann í Kaliforníu, vill vekja fuglinn til lífsins nú rúmum þrjú hundruð árum síðar. Til þess ætlar hún ásamt teymi sínu að notast við tækninýjungar og erfðaefni sem fannst úr dódó-fugli í Danmörku. Með því að notast við erfðaefni fuglategundar sem náskyld er dódó-fuglinum, Nicobar-dúfunnar, og erfðaefni úr annarri útdauðri fuglategund, Rodrigues solitaire, verður hægt að komast að því hvaða stökkbreytingar í erfðamenginu gera dódó-fuglinn að dódó-fugli. Nicobar-dúfan er náskyld dódó-fuglinum. Getty/Arterra Það er ekki nýtt af nálinni að vísindamenn, þá sérstaklega þróunarlíffræðingar séu að reyna að vekja útdauðar tegundir til lífs. Fjallað hefur verið um tilraunir við að vekja loðfílinn og tasmaníutígurinn til lífs í fjölmiðlum erlendis. Í þeim tilraunum er notast við svipaðar aðferðir og Shapiro stefnir á að nota. Aðspurð hvers vegna hún vill fá dódó-fuglinn til baka segir Shapiro að nú sé útrýmingarkrísa í gangi í heiminum. Það sé á ábyrgð hennar hóps að sýna fram á mikilvægi þess að dýrategundir deyi ekki út. Þá geti tæknin mögulega bjargað öðrum dýrum frá útrýmingu.
Dýr Máritíus Bandaríkin Fuglar Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira