Vilja flytja út norskt gjafasæði til Íslands Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 09:01 Livio í Noregi vill flytja út sæði til systurklíníka samsteypunnar á Íslandi og í Svíþjóð. Mynd/ Getty. Livio í Noregi hefur sóst eftir því að hefja útflutning á norsku gjafasæði og horfir sérstaklega til Íslands og Svíþjóðar. NRK fjallaði um málið nú á dögunum. Livio er stærsti aðilinn í meðferðum á ófrjósemi á Norðurlöndunum og starfar á Íslandi, Svíþjóð og í Noregi. Livio Ísland er fyrsti formlegi eggja- og sæðisbankinn á Íslandi. Samkvæmt reglugerðum í Noregi má sæðisgjafi gefa sæði til hámark sex fjölskyldna. Það er hins vegar engar reglur varðandi það hversu mörg börn viðkomandi sæðisgjafi má eiga utan Noregs. „Við frystum meira en við þurfum að nota. Það er mismunandi hversu marga „skammta“ kona þarf til að verða þunguð, og svo eru sumar sem vilja geyma sæði til gefa börnum sínum systkini í framtíðinni,“ segir Nan Birgitte Oldereid framkvæmdastjóri Livio í Noregi í samtali við NRK. Hún segir að oft verði sæði afgangs þegar viðkomandi sæðisgjafi hefur fullnýtt „kvótann.“ Livio vill þess vegna flytja út sæði til systurklíníka samsteypunnar á Íslandi og í Svíþjóð. „Það er vöntun á sæðisgjöfum í Noregi, og það vantar líka gjafa í Svíþjóð og á Íslandi. Það er hægt að nota auka hylkin okkar þar.“ Blaðamaður NRK ræðir einnig við Anne Forus hjá Landlæknisembættinu í Noregi sem segir að enn eigi eftir að yfirfara umsókn Livio áður en hægt verði að heimila útflutning á gjafasæði. „Við verðum meðal annars að íhuga hvers konar skilyrði við þurfum að setja og hverskyns takmörk við þurfum að setja á notkun.“ Upplifir sig sem hálfa manneskju Útflutningur á gjafasæði gæti þýtt að gjafasæðisbörn í Noregi eignist stóran hóp af hálfsystkinum úti í heimi. NRK ræðir við konu sem kemur fram í fréttinni undir nafninu Julie. Julie er 36 ára og var getin með gjafasæði. Hún notaðist við gagnabanka á netinu til rekja uppruna sinn og komst að því að hún ætti 20 hálfsystkini. Hún hefur enga hugmynd um hversu mörg kunni að vera í viðbót. „Þetta gefur til kynna að þessi börn séu bara eins og hver önnur framleiðsluvara, og hafi ekki sömu réttindi og önnur börn,“ segir hún og bætir við að í stað þess að feta í fótspor annarra landa með útflutning á gjafasæði ætti Noregur að „taka skref aftur á bak“ og sjá hvaða áhrif þetta hefur á börnin sem fyrir eru. Hún segir það vera erfiða tilhugsun að eiga svona mörg hálfsystkini út um allt. „Mér líður eins og ég sé fjöldaframleidd. Þetta er eins og að vera hálf manneskja.“ Gætu orðið „ofurgjafar“ Einnig er rætt við Øystein Tandberg, formann DUIN í Noregi en um er að ræða samtök fólks sem getið er með gjafasæði. Samtökin hafa lýst yfir áhyggjum sínum af mögulegum útflutningi og óttast Øystein Tandberg að norskir sæðisgjafar gætu orðið „ofurgjafar“ sem gæti síðan leitt til markaðsvæðingar á sæðisgjöf. Sæðisgjafar í Noregi fá í dag greiddar tæpar 800 norskar krónur, andvirði 11 þúsund íslenskra króna, fyrir hverja gjöf. „Það er augljóst að þókunin ein og sér er nógu mikil hvatning fyrir þá til að gefa sæði,“ segir Øystein Tandberg jafnframt. Nan Birgitte Oldereid hjá Livio segist skilja áhyggjur fólks sem getið er með gjafasæði en bendir á að skortur sé á sæðisgjöfum og því sé mikilvægt að hjálpast að. Þá leggur hún áherslu á að Íslandi og í Svíþjóð séu einnig skýr takmörk varðandi hversu mörg börn megi geta með hverjum sæðisgjafa. Noregur Tækni Börn og uppeldi Fjölskyldumál Frjósemi Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
NRK fjallaði um málið nú á dögunum. Livio er stærsti aðilinn í meðferðum á ófrjósemi á Norðurlöndunum og starfar á Íslandi, Svíþjóð og í Noregi. Livio Ísland er fyrsti formlegi eggja- og sæðisbankinn á Íslandi. Samkvæmt reglugerðum í Noregi má sæðisgjafi gefa sæði til hámark sex fjölskyldna. Það er hins vegar engar reglur varðandi það hversu mörg börn viðkomandi sæðisgjafi má eiga utan Noregs. „Við frystum meira en við þurfum að nota. Það er mismunandi hversu marga „skammta“ kona þarf til að verða þunguð, og svo eru sumar sem vilja geyma sæði til gefa börnum sínum systkini í framtíðinni,“ segir Nan Birgitte Oldereid framkvæmdastjóri Livio í Noregi í samtali við NRK. Hún segir að oft verði sæði afgangs þegar viðkomandi sæðisgjafi hefur fullnýtt „kvótann.“ Livio vill þess vegna flytja út sæði til systurklíníka samsteypunnar á Íslandi og í Svíþjóð. „Það er vöntun á sæðisgjöfum í Noregi, og það vantar líka gjafa í Svíþjóð og á Íslandi. Það er hægt að nota auka hylkin okkar þar.“ Blaðamaður NRK ræðir einnig við Anne Forus hjá Landlæknisembættinu í Noregi sem segir að enn eigi eftir að yfirfara umsókn Livio áður en hægt verði að heimila útflutning á gjafasæði. „Við verðum meðal annars að íhuga hvers konar skilyrði við þurfum að setja og hverskyns takmörk við þurfum að setja á notkun.“ Upplifir sig sem hálfa manneskju Útflutningur á gjafasæði gæti þýtt að gjafasæðisbörn í Noregi eignist stóran hóp af hálfsystkinum úti í heimi. NRK ræðir við konu sem kemur fram í fréttinni undir nafninu Julie. Julie er 36 ára og var getin með gjafasæði. Hún notaðist við gagnabanka á netinu til rekja uppruna sinn og komst að því að hún ætti 20 hálfsystkini. Hún hefur enga hugmynd um hversu mörg kunni að vera í viðbót. „Þetta gefur til kynna að þessi börn séu bara eins og hver önnur framleiðsluvara, og hafi ekki sömu réttindi og önnur börn,“ segir hún og bætir við að í stað þess að feta í fótspor annarra landa með útflutning á gjafasæði ætti Noregur að „taka skref aftur á bak“ og sjá hvaða áhrif þetta hefur á börnin sem fyrir eru. Hún segir það vera erfiða tilhugsun að eiga svona mörg hálfsystkini út um allt. „Mér líður eins og ég sé fjöldaframleidd. Þetta er eins og að vera hálf manneskja.“ Gætu orðið „ofurgjafar“ Einnig er rætt við Øystein Tandberg, formann DUIN í Noregi en um er að ræða samtök fólks sem getið er með gjafasæði. Samtökin hafa lýst yfir áhyggjum sínum af mögulegum útflutningi og óttast Øystein Tandberg að norskir sæðisgjafar gætu orðið „ofurgjafar“ sem gæti síðan leitt til markaðsvæðingar á sæðisgjöf. Sæðisgjafar í Noregi fá í dag greiddar tæpar 800 norskar krónur, andvirði 11 þúsund íslenskra króna, fyrir hverja gjöf. „Það er augljóst að þókunin ein og sér er nógu mikil hvatning fyrir þá til að gefa sæði,“ segir Øystein Tandberg jafnframt. Nan Birgitte Oldereid hjá Livio segist skilja áhyggjur fólks sem getið er með gjafasæði en bendir á að skortur sé á sæðisgjöfum og því sé mikilvægt að hjálpast að. Þá leggur hún áherslu á að Íslandi og í Svíþjóð séu einnig skýr takmörk varðandi hversu mörg börn megi geta með hverjum sæðisgjafa.
Noregur Tækni Börn og uppeldi Fjölskyldumál Frjósemi Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira