Sema segir ríkislögreglustjóra „ljúga upp á almenna borgara“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. febrúar 2023 06:24 Sema sakar ríkislögreglustjóra um óheiðarleika og að vilja ekki axla ábyrgð á meðferð Hussein. Sema Erla Serdar, stofnandi Solaris og baráttukona fyrir réttindum flóttafólks, sakar ríkislögreglustjóra um að ljúga opinberlega upp á almenning í svörum sínum við erindi umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður hóf athugun í kjölfar brottflutnings hælisleitanda í hjólastjól, Hussein Hussein, þann 2. nóvember síðastliðinn. Leitaði hann svara hjá ríkislögreglustjóra um framkvæmdina en í gær var greint frá því að umboðsmaður hefði lokið athugun sinni, þar sem ríkislögreglustjóri segði til skoðunar að útvega lögreglu bifreið til að flytja fólk í hjólastól. Í svari ríkislögreglustjóra segir hins vegar einnig að fyrstu áætlanir hafi gert ráð fyrir að Hussein yrði fluttur til Keflavíkur í bifreið útbúinni fyrir hjólastól. Allar áætlanir hefðu hins vegar breyst verulega vegna mótmæla og „einstaklinga sem hugðust jafnvel koma í veg fyrir brottflutninginn“. Þá segir að fjallað verði nánar um þetta í skýrslu til dómsmálaráðuneytisins. Reyndu aldrei að hindra störf lögreglu „Hér er ríkislögreglustjóri að ljúga mjög alvarlegum sökum upp á almenna borgara!“ skrifar Sema á Facebook í gærkvöldi. Hún segist hafa verið ein af sex einstaklingum sem, ásamt fréttamanni og tökumanni frá RÚV, fundu fjölskylduna á hóteli í Hafnarfirði og tóku sér stöðu fyrir utan. Allt sem átti sér stað sé til á myndskeiðum sem fólkið tók. „Það er auðvitað hlægilegt að ríkislögreglustjóri skuli halda því fram að lögreglan, sem taldi á tímabili fleiri en 20 lögregluþjóna, hafi ekki getað „tryggt öryggi“ Hussein og fjölskyldu fyrir mótmælendum. Fjölskyldunni stóð allan tímann miklu meiri ógn af lögreglunni en okkur sem voru mætt til að sýna fjölskyldunni stuðning. Það stóð aldrei til að reyna að koma í veg fyrir brottvísunina og það var ALDREI reynt að hindra störf lögreglu. Við vitum það alveg að við hefðum öll verið handtekin ef svo hefði verið,“ segir Sema. Hún segist ekki munu sitja þegjandi undir ásökunum um að eiga sök á illri meðferð lögreglu og stjórnvalda á fötluðum flóttamanni og segir málinu ekki lokið. „Ég krefst þess að ríkislögreglustjóri dragi þessi ósannindi til baka og biðjist afsökunar á að ljúga upp á almenna borgara!“ Lögreglan Lögreglumál Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Mál Hussein Hussein Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Umboðsmaður hóf athugun í kjölfar brottflutnings hælisleitanda í hjólastjól, Hussein Hussein, þann 2. nóvember síðastliðinn. Leitaði hann svara hjá ríkislögreglustjóra um framkvæmdina en í gær var greint frá því að umboðsmaður hefði lokið athugun sinni, þar sem ríkislögreglustjóri segði til skoðunar að útvega lögreglu bifreið til að flytja fólk í hjólastól. Í svari ríkislögreglustjóra segir hins vegar einnig að fyrstu áætlanir hafi gert ráð fyrir að Hussein yrði fluttur til Keflavíkur í bifreið útbúinni fyrir hjólastól. Allar áætlanir hefðu hins vegar breyst verulega vegna mótmæla og „einstaklinga sem hugðust jafnvel koma í veg fyrir brottflutninginn“. Þá segir að fjallað verði nánar um þetta í skýrslu til dómsmálaráðuneytisins. Reyndu aldrei að hindra störf lögreglu „Hér er ríkislögreglustjóri að ljúga mjög alvarlegum sökum upp á almenna borgara!“ skrifar Sema á Facebook í gærkvöldi. Hún segist hafa verið ein af sex einstaklingum sem, ásamt fréttamanni og tökumanni frá RÚV, fundu fjölskylduna á hóteli í Hafnarfirði og tóku sér stöðu fyrir utan. Allt sem átti sér stað sé til á myndskeiðum sem fólkið tók. „Það er auðvitað hlægilegt að ríkislögreglustjóri skuli halda því fram að lögreglan, sem taldi á tímabili fleiri en 20 lögregluþjóna, hafi ekki getað „tryggt öryggi“ Hussein og fjölskyldu fyrir mótmælendum. Fjölskyldunni stóð allan tímann miklu meiri ógn af lögreglunni en okkur sem voru mætt til að sýna fjölskyldunni stuðning. Það stóð aldrei til að reyna að koma í veg fyrir brottvísunina og það var ALDREI reynt að hindra störf lögreglu. Við vitum það alveg að við hefðum öll verið handtekin ef svo hefði verið,“ segir Sema. Hún segist ekki munu sitja þegjandi undir ásökunum um að eiga sök á illri meðferð lögreglu og stjórnvalda á fötluðum flóttamanni og segir málinu ekki lokið. „Ég krefst þess að ríkislögreglustjóri dragi þessi ósannindi til baka og biðjist afsökunar á að ljúga upp á almenna borgara!“
Lögreglan Lögreglumál Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Mál Hussein Hussein Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira