Frá þessu greinir Morgunblaðið.
Þar er haft eftir Óla Erni Eiríkssyni, teymisstjóra Athafnaborgarinnar á skrifstofu borgarstjóra, að auglýsingin hafi verið nokkurs konar markaðskönnun til að athuga áhuga á svæðinu.
„Þetta voru bæði stór og lítil fyrirtæki og eins þurftu þau stórar og litlar lóðir í bland,“ segir Óli.
„Þessi gögn verða nýtt við gerð á deiliskipulagi á Hólmsheiði til þess að tryggja að það sé í takt við þarfir markaðarins. Næstu skref eru að það verður unnið deiliskipulag fyrir svæðið og gæti það tekið gildi í lok ársins 2023. Í kjölfarið verða fyrstu lóðirnar gerðar byggingarhæfar og gæti það verið seinni part ársins 2024.“
Í aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem athafnasvæði undir landfreka starfsemi, svo sem léttan iðnað, gagnaver, matvælaiðnað, vörugeymslur, umboðsverslanir og aðra umhverfisvæna iðnaðarstarfsemi.
Þá segir í auglýsingunni að Reykjavíkurborg áskilji sér „rétt til að ákveða hvort hugmyndir sem berast verði kveikja að samstarfi eða samningum um lóðir á svæðinu og þá um leið að þær verði hluti af
forsendum fyrirhugaðs skipulags“.