Pogba meiddur á nýjan leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. febrúar 2023 18:46 Pogba gekk í raðir Juventus frá Manchester United á nýjan leik síðasta sumar. Daniele Badolato/Getty Images Franski knattspyrnumaðurinn Paul Pogba hefur ekki enn spilað fyrir Juventus á leiktíðinni eftir að ganga í raðir félagsins síðasta sumar. Hann var á bekknum í síðasta deildarleik liðsins en er nú aftur kominn á meiðslalistann. Þetta staðfesti Massimiliano Allegri, þjálfari Juventus, á blaðamannafundi sínum fyrir leik liðsins gegn Lazio í átta liða úrslitum ítalska bikarsins annað kvöld. Þar kom fram að serbneski framherjinn Dušan Vlahović verði í byrjunarliðinu en Pogba sé kominn aftur á meiðslalistann. Vlahović hefur ekki byrjað leik síðan í október og sagðist Allegri ekki viss hvort hann gæti spilað allan leikinn frá upphafi til enda. Pogba hefur verið að glíma við meiðsli síðan hann sneri aftur til Ítalíu frá Manchester United. Miðjumaðurinn knái var á bekknum í óvæntu tapi gegn Monza í síðustu umferð Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar, en þá hafði hann verið náð að æfa með liðsfélögunum sínum í dágóða stund. Það virðist hafa komið bakslag í meiðslin og nú er Pogba aftur á meiðslalistanum. Juventus þarf að rífa sig upp gegn Lazio ef ekki á illa að fara en liðið er í frjálsu falli eftir að 15 stig voru dæmd af því þar sem bókhald félagsins stemmdi ekki. Juventus hefur áfrýjað en eins og staðan er í dag er liðið í 13. sæti Serie A með 23 stig að loknum 20 leikjum. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Stigafrádráttur hjá Juventus og Mourinho vill þrjú stig í stórafmælisgjöf Þeir hafa rekið upp stór augu sem hafa skoðað stöðuna í ítölsku A deildinni í vikunni án þess að lesa fréttir undangenginna daga. Juventus, sem áður var helsti keppinautur Napoli um titilinn og virtist vera á góðri siglingu um 10 stigum á eftir toppliðinu, hafði allt í einu misst 15 stig og var fallið niður í 10. sæti, rétt á eftir Empoli. 27. janúar 2023 17:01 „Ekki upplifað svona blóðuga viku á Ítalíu síðan 2006“ „Við höfum ekki upplifað svona blóðuga viku á Ítalíu síðan 2006, Calciopoli-skandalinn,“ segir Björn Már Ólafsson, sérfræðingur um ítalska fótboltann, en hneykslismálið sem skekur ítalskan fótbolta þessa dagana var rætt í þaula í nýjasta þættinum af Punkti og basta. 25. janúar 2023 16:02 Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood Sjá meira
Þetta staðfesti Massimiliano Allegri, þjálfari Juventus, á blaðamannafundi sínum fyrir leik liðsins gegn Lazio í átta liða úrslitum ítalska bikarsins annað kvöld. Þar kom fram að serbneski framherjinn Dušan Vlahović verði í byrjunarliðinu en Pogba sé kominn aftur á meiðslalistann. Vlahović hefur ekki byrjað leik síðan í október og sagðist Allegri ekki viss hvort hann gæti spilað allan leikinn frá upphafi til enda. Pogba hefur verið að glíma við meiðsli síðan hann sneri aftur til Ítalíu frá Manchester United. Miðjumaðurinn knái var á bekknum í óvæntu tapi gegn Monza í síðustu umferð Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar, en þá hafði hann verið náð að æfa með liðsfélögunum sínum í dágóða stund. Það virðist hafa komið bakslag í meiðslin og nú er Pogba aftur á meiðslalistanum. Juventus þarf að rífa sig upp gegn Lazio ef ekki á illa að fara en liðið er í frjálsu falli eftir að 15 stig voru dæmd af því þar sem bókhald félagsins stemmdi ekki. Juventus hefur áfrýjað en eins og staðan er í dag er liðið í 13. sæti Serie A með 23 stig að loknum 20 leikjum.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Stigafrádráttur hjá Juventus og Mourinho vill þrjú stig í stórafmælisgjöf Þeir hafa rekið upp stór augu sem hafa skoðað stöðuna í ítölsku A deildinni í vikunni án þess að lesa fréttir undangenginna daga. Juventus, sem áður var helsti keppinautur Napoli um titilinn og virtist vera á góðri siglingu um 10 stigum á eftir toppliðinu, hafði allt í einu misst 15 stig og var fallið niður í 10. sæti, rétt á eftir Empoli. 27. janúar 2023 17:01 „Ekki upplifað svona blóðuga viku á Ítalíu síðan 2006“ „Við höfum ekki upplifað svona blóðuga viku á Ítalíu síðan 2006, Calciopoli-skandalinn,“ segir Björn Már Ólafsson, sérfræðingur um ítalska fótboltann, en hneykslismálið sem skekur ítalskan fótbolta þessa dagana var rætt í þaula í nýjasta þættinum af Punkti og basta. 25. janúar 2023 16:02 Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood Sjá meira
Stigafrádráttur hjá Juventus og Mourinho vill þrjú stig í stórafmælisgjöf Þeir hafa rekið upp stór augu sem hafa skoðað stöðuna í ítölsku A deildinni í vikunni án þess að lesa fréttir undangenginna daga. Juventus, sem áður var helsti keppinautur Napoli um titilinn og virtist vera á góðri siglingu um 10 stigum á eftir toppliðinu, hafði allt í einu misst 15 stig og var fallið niður í 10. sæti, rétt á eftir Empoli. 27. janúar 2023 17:01
„Ekki upplifað svona blóðuga viku á Ítalíu síðan 2006“ „Við höfum ekki upplifað svona blóðuga viku á Ítalíu síðan 2006, Calciopoli-skandalinn,“ segir Björn Már Ólafsson, sérfræðingur um ítalska fótboltann, en hneykslismálið sem skekur ítalskan fótbolta þessa dagana var rætt í þaula í nýjasta þættinum af Punkti og basta. 25. janúar 2023 16:02