Ekki innistæða fyrir gagnrýni á Seðlabankann Heimir Már Pétursson skrifar 1. febrúar 2023 19:22 Fjármálaráðherra segir ekki hægt að kenna gjaldahækkunum ríkissjóðs um áramótin um aukna verðbólgu eins og Neytendasamtökin og fleiri hafa gert. Allir þurfi að horfast í augu við raunveruleikann og standa með Seðlabankanum og öðrum sem gripið hafi til aðgerða til að ná verðbólgunni niður. Ríkisstjórnin hækkaði ýmis gjöld eins og áfengis- og tóbaksgjald og eldsneytisgjöld í fjárlögum þessa árs. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu þessar hækkanir og töldu þær olíu á verðbólgubálið og nú þegar verðbólga hefur aukist á ný hafa Neytendasamtökin og fleiri endurómað þá gagnrýni. Eftir að verðbólgan hafði heldur gefið eftir hefur hún aftur skriðið upp í 9,9 prósent. Það er vaxtaákvörðunardagur hjá Seðlabankanum á miðvikudag í næstu viku og aldrei að vita nema hann grípi aftur til vaxtahækkana. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir ekki hægt að kenna ríkisfjármálunum um verðbólguna. „Við vitum sem er að þær breytingar sem við gerðum á gjaldskrám um áramótin eru á bilinu 0,4 til 0,6 prósent af þessari 9,9 prósenta verðbólgu síðustu tólf mánuði. Þannig að það er nú langt í frá að hægt sé að rekja ástæður þessa verðbólgustigs til breytinga á gjaldskrám ríkissjóðs,“ segir Bjarni. Ríkisstjórnin hafi hins vegar gert breytingar á skattkerfinu sem auki tekjur fólks um sjö til átta þúsund krónur á mánuði. „En þessi verðbólga er áhyggjuefni. Við þurfum að horfast í augu við að það er of mikil spenna í hagkerfinu hjá okkur í augnablikinu. Það birtist okkur með ýmsum hætti. Það birtist okkur meðal annars með þeim hætti að laun hafa á einu ári hækkað um 12,4 prósent. Það eru gríðarlega miklar launahækkanir,“ segir fjármálaráðherra. Eftir að verðbólga tók að síga í september er hún aftur að aukast í janúar.Grafík/Sara Þá hafi gengið gefið eftir sem skýri verðbólguna að hluta og verð á innfluttri vöru hafi hækkað. Nú þurfi allir að taka höndum saman um að sígandi lukka sé best. Ríkisstjórn sem láti gjaldstofna sína gefa eftir á verðbólgutímum auki á verðbólguna þegar fram í sæki. Dregið hafi úr halla ríkissjóðs og skuldasöfnun hans stöðvuð. Á sama hátt og lífeyrissjóðirnir fjárfesti í útlöndum þurfi að laða að erlenda fjárfestingu hér. „Svo eru margir sem ættu kannski að spyrja sig í dag hvort það hafi verið innistæða fyrir allri gagnrýninni sem Seðlabankinn varð fyrir síðast þegar hann hækkaði vexti. Nú eru allir farnir að gera ráð fyrir að hann hækki vexti aftur. Þannig að við þurfum að viðurkenna að þegar verið er að beita þeim tólum sem eru líkleg til að hjálpa til við að ná niður verðbólgunni að þá er það skynsamlegt en ekki gagnrýnivert,“ segir Bjarni Bendiktsson. Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Tengdar fréttir Segir landsmenn eyða of miklu Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir alla hafa áhyggjur af verðbólgunni sem nú mælist tæp 10 prósent. Hún segir rétt að hafa huga í allri umræðu að tekjustofnar ríkisins hafi rýrnað á sama tíma og verið sé að kallað eftir auknu fé í ýmis verkefni. Hún segir einnig vera ljóst að landsmenn séu að eyða of miklu. 1. febrúar 2023 08:59 Hart sótt að Katrínu vegna verðbólgunnar Hart var sótt að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, þar sem ríkisstjórn hennar var ýmist sökuð um að bera töluverða ábyrgð á hækkun verðbólgu í upphafi árs eða skort á aðgerðum gegn henni. 31. janúar 2023 14:37 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Ríkisstjórnin hækkaði ýmis gjöld eins og áfengis- og tóbaksgjald og eldsneytisgjöld í fjárlögum þessa árs. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu þessar hækkanir og töldu þær olíu á verðbólgubálið og nú þegar verðbólga hefur aukist á ný hafa Neytendasamtökin og fleiri endurómað þá gagnrýni. Eftir að verðbólgan hafði heldur gefið eftir hefur hún aftur skriðið upp í 9,9 prósent. Það er vaxtaákvörðunardagur hjá Seðlabankanum á miðvikudag í næstu viku og aldrei að vita nema hann grípi aftur til vaxtahækkana. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir ekki hægt að kenna ríkisfjármálunum um verðbólguna. „Við vitum sem er að þær breytingar sem við gerðum á gjaldskrám um áramótin eru á bilinu 0,4 til 0,6 prósent af þessari 9,9 prósenta verðbólgu síðustu tólf mánuði. Þannig að það er nú langt í frá að hægt sé að rekja ástæður þessa verðbólgustigs til breytinga á gjaldskrám ríkissjóðs,“ segir Bjarni. Ríkisstjórnin hafi hins vegar gert breytingar á skattkerfinu sem auki tekjur fólks um sjö til átta þúsund krónur á mánuði. „En þessi verðbólga er áhyggjuefni. Við þurfum að horfast í augu við að það er of mikil spenna í hagkerfinu hjá okkur í augnablikinu. Það birtist okkur með ýmsum hætti. Það birtist okkur meðal annars með þeim hætti að laun hafa á einu ári hækkað um 12,4 prósent. Það eru gríðarlega miklar launahækkanir,“ segir fjármálaráðherra. Eftir að verðbólga tók að síga í september er hún aftur að aukast í janúar.Grafík/Sara Þá hafi gengið gefið eftir sem skýri verðbólguna að hluta og verð á innfluttri vöru hafi hækkað. Nú þurfi allir að taka höndum saman um að sígandi lukka sé best. Ríkisstjórn sem láti gjaldstofna sína gefa eftir á verðbólgutímum auki á verðbólguna þegar fram í sæki. Dregið hafi úr halla ríkissjóðs og skuldasöfnun hans stöðvuð. Á sama hátt og lífeyrissjóðirnir fjárfesti í útlöndum þurfi að laða að erlenda fjárfestingu hér. „Svo eru margir sem ættu kannski að spyrja sig í dag hvort það hafi verið innistæða fyrir allri gagnrýninni sem Seðlabankinn varð fyrir síðast þegar hann hækkaði vexti. Nú eru allir farnir að gera ráð fyrir að hann hækki vexti aftur. Þannig að við þurfum að viðurkenna að þegar verið er að beita þeim tólum sem eru líkleg til að hjálpa til við að ná niður verðbólgunni að þá er það skynsamlegt en ekki gagnrýnivert,“ segir Bjarni Bendiktsson.
Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Tengdar fréttir Segir landsmenn eyða of miklu Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir alla hafa áhyggjur af verðbólgunni sem nú mælist tæp 10 prósent. Hún segir rétt að hafa huga í allri umræðu að tekjustofnar ríkisins hafi rýrnað á sama tíma og verið sé að kallað eftir auknu fé í ýmis verkefni. Hún segir einnig vera ljóst að landsmenn séu að eyða of miklu. 1. febrúar 2023 08:59 Hart sótt að Katrínu vegna verðbólgunnar Hart var sótt að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, þar sem ríkisstjórn hennar var ýmist sökuð um að bera töluverða ábyrgð á hækkun verðbólgu í upphafi árs eða skort á aðgerðum gegn henni. 31. janúar 2023 14:37 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Segir landsmenn eyða of miklu Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir alla hafa áhyggjur af verðbólgunni sem nú mælist tæp 10 prósent. Hún segir rétt að hafa huga í allri umræðu að tekjustofnar ríkisins hafi rýrnað á sama tíma og verið sé að kallað eftir auknu fé í ýmis verkefni. Hún segir einnig vera ljóst að landsmenn séu að eyða of miklu. 1. febrúar 2023 08:59
Hart sótt að Katrínu vegna verðbólgunnar Hart var sótt að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, þar sem ríkisstjórn hennar var ýmist sökuð um að bera töluverða ábyrgð á hækkun verðbólgu í upphafi árs eða skort á aðgerðum gegn henni. 31. janúar 2023 14:37