Heitustu liðin fyrir áramót mætast í kvöld og Arnar Daði fór yfir málin með Gaupa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2023 15:31 Þorgils Jón Svölu Baldursson skorar fyrir Val á móti FH. Vísir/Hulda Margrét Toppliðin Valur og FH mætast í kvöld í fyrsta stórleiknum í Olís deild karla í handbolta eftir HM-frí. Fyrir leikinn eru Valsmenn með 25 stig á toppnum eða sex stigum meira en FH-ingar sem sitja í öðru sætinu. FH-liðið á leik til góða og eiga því með sigri í kvöld möguleika á að nálgast Valsmenn verulega með sigri. Guðjón Guðmundsson ræddi við Arnar Daða Arnarsson, sérfræðing í Seinni bylgjunni, um leikinn og framhaldið í mótinu. „Mér fannst Valsararnir ekki heillandi í fyrsta leik á móti Gróttu en að sama skapi getur það hjálpað Valsörum að vera búnir að fá einn leik fyrir þennan leik,“ sagði Arnar Daði Arnarsson. Arnar Daði Arnarsson. „Þetta er klárlega stórleikur enda tvö heitustu liðin fyrir áramót. Þetta voru liðin sem náðu hvað flestum stigum í síðustu tíu leikjunum. Það er synd að hafa ekki fengið þennan leik sem lokaleik fyrir jól því núna eru rúmlega fimmtíu dagar frá síðasta leik. Það er margt búið að breytast en það er gaman að keyra deildina í gang með svona leik,“ sagði Arnar Daði. Þetta getur ráðið úrslitum Gaupi vildi fá að vita hver væri sýn Arnars Daða á framhaldið í Olís deild karla. „Það er svolítið erfitt að gera sér almennilega grein fyrir því af því. Vissulega hafa allir talað um það að Valur sé langsterkasta liðið en það eru spurningarmerki hjá þeim. Nú eru þeir að fara í þvílíkt erfitt prógram í febrúar með fjórum Evrópuleikjum á innan við mánuði ofan í bikarleiki líka,“ sagði Arnar Daði. „Þetta getur ráðið úrslitum. Segjum það að FH vinni Val þá eru þetta bara fjögur stig og FH á leik inni. Þá er bara baráttan um deildarmeistaratitilinn í uppnámi. Það er margt spennandi sem getur komið í ljós strax á næstu vikum,“ sagði Arnar. Voru rústir einar fyrir áramót „Lið eins og Haukar, sem voru rústir einar fyrir áramót, sérstaklega fyrir þjálfaraskiptin. Núna er Ásgeir Örn Hallgrímsson búinn að fá góðan tíma með liðinu og nú þarf hann að sýna hvað hann hefur náð að gera um jólin. Haukarnir þurfa að fara að týna inn stig og svo eru fleiri lið sem hafa ollið vonbrigðum eins og Stjarnan og fleiri lið,“ sagði Arnar. Það má sjá allt viðtalið við Arnar Daða hér fyrir neðan. Klippa: Arnar Daði um framhaldið í Olís deild karla Olís-deild karla Valur FH Stjarnan Haukar Hörður Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Fyrir leikinn eru Valsmenn með 25 stig á toppnum eða sex stigum meira en FH-ingar sem sitja í öðru sætinu. FH-liðið á leik til góða og eiga því með sigri í kvöld möguleika á að nálgast Valsmenn verulega með sigri. Guðjón Guðmundsson ræddi við Arnar Daða Arnarsson, sérfræðing í Seinni bylgjunni, um leikinn og framhaldið í mótinu. „Mér fannst Valsararnir ekki heillandi í fyrsta leik á móti Gróttu en að sama skapi getur það hjálpað Valsörum að vera búnir að fá einn leik fyrir þennan leik,“ sagði Arnar Daði Arnarsson. Arnar Daði Arnarsson. „Þetta er klárlega stórleikur enda tvö heitustu liðin fyrir áramót. Þetta voru liðin sem náðu hvað flestum stigum í síðustu tíu leikjunum. Það er synd að hafa ekki fengið þennan leik sem lokaleik fyrir jól því núna eru rúmlega fimmtíu dagar frá síðasta leik. Það er margt búið að breytast en það er gaman að keyra deildina í gang með svona leik,“ sagði Arnar Daði. Þetta getur ráðið úrslitum Gaupi vildi fá að vita hver væri sýn Arnars Daða á framhaldið í Olís deild karla. „Það er svolítið erfitt að gera sér almennilega grein fyrir því af því. Vissulega hafa allir talað um það að Valur sé langsterkasta liðið en það eru spurningarmerki hjá þeim. Nú eru þeir að fara í þvílíkt erfitt prógram í febrúar með fjórum Evrópuleikjum á innan við mánuði ofan í bikarleiki líka,“ sagði Arnar Daði. „Þetta getur ráðið úrslitum. Segjum það að FH vinni Val þá eru þetta bara fjögur stig og FH á leik inni. Þá er bara baráttan um deildarmeistaratitilinn í uppnámi. Það er margt spennandi sem getur komið í ljós strax á næstu vikum,“ sagði Arnar. Voru rústir einar fyrir áramót „Lið eins og Haukar, sem voru rústir einar fyrir áramót, sérstaklega fyrir þjálfaraskiptin. Núna er Ásgeir Örn Hallgrímsson búinn að fá góðan tíma með liðinu og nú þarf hann að sýna hvað hann hefur náð að gera um jólin. Haukarnir þurfa að fara að týna inn stig og svo eru fleiri lið sem hafa ollið vonbrigðum eins og Stjarnan og fleiri lið,“ sagði Arnar. Það má sjá allt viðtalið við Arnar Daða hér fyrir neðan. Klippa: Arnar Daði um framhaldið í Olís deild karla
Olís-deild karla Valur FH Stjarnan Haukar Hörður Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira